Er eðlilegt að hvetja eldri borgara og öryrkja til þess að flytja peninga í skattaskjól?

25.júní 2019

Góðan daginn

Hér á eftir koma nokkur atriði sem gott væri að hafa í huga þegar farið er að skoða búsetu erlendis eftir 67 ára aldurinn. Ég er í skrifum mínum að sjálfsögðu að miða við fólk sem er undir eða rétt um meðaltekju bilið. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af þeim vel stæðu. Ríkisstjórnir allra tíma hafa séð vel um elítuna og hika flokkar sem stæra sig af að vera fyrir litla manninn ekki að taka upp sama sönginn og halda áfram að hlaða undir þá sem ættu að geta bjargað sér ágætlega án aðstoðar ríkisins. Ríkið er jú ekkert annað en við fólkið.

Stundum dettur mér í hug að sumir pólitíkusar þyrftu að setjast í skólabekk og læra reikning og ýmsar þjóðfélagslegar staðreyndir!

Upplýsingar hér á eftir innan gæsalappa eru teknar af vef TR og hægt að fletta þeim upp þar ef fólk vill.

Ég vil sérstaklega benda á heimilisuppbót sem notuð er til þess að hagræða tekjum frá TR á hátíðlegum stundum og þeir sem nota þessa bót eru stjórnmálamenn og sumir forystukólfar eldri borgara. Heimilisuppbót er félagsleg aðstoð og þess vegna alrangt að telja hana með ellilífeyri. Það er hægt að fá þessa bót að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hún lýtur öðrum lögmálum t.d. varðandi skerðingar, en venjulegi lífeyririnn, og er ALLS EKKI fyrir alla.

Einnig vil ég benda fólki á að það er ekki sama hvert farið er. Það er mikilvægt og gætu einhverjir til dæmis verið að hugsa til Asíu landa en þá fengist ekki ellilífeyrir frá TR.

AF VEF TR:

“Réttindi erlendis

Þeir sem hafa búið eða starfað erlendis gætu hafa áunnið sér lífeyrisréttindi í fyrra búsetulandi. Það skiptir máli varðandi réttindi og umsóknarferli hvort samningur sem tekur til lífeyristrygginga sé í gildi á milli landanna. Þegar sótt er um lífeyri frá öðru EES-landi er umsókninni skilað til TR sem sér um að sækja um réttindin til viðkomandi stofnana. Ef landið er ekki í EES þá þarf viðkomandi að sækja rétt sinn sjálfur án milligöngu TR.

Mögulegt er að sækja réttindi til margra landa þegar lífeyrisaldri er náð eða þegar um örorku er að ræða.

Flutningur til Íslands

Við flutning til Íslands geta lífeyrisþegar sótt um ýmsar greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar m.a. heimilisuppbót, meðlag, barnalífeyrir vegna náms og mæðra- og feðralaun.

Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.

Áhrif búsetu erlendis

Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu og eiga þeir réttindi sem hafa búið a.m.k. 3 ár á Íslandi frá 16 ára til 67 ára aldri. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur en 40 ár er reiknaður hlutfallslega út frá búsetu þeirra hér á landi.

Réttur til örorkulífeyris byggir á áætluðum búsetutíma frá örorkumati að 67 ára aldri. Miðað er við búsetutíma á Íslandi fyrir töku lífeyris. Þeir eiga rétt sem hafa búið hér á landi a.mk. í 3 ár eða í 6 mánuði ef starforka var óskert er þeir tóku hér búsetu.

Hvað telst til félagslegrar aðstoðar?

Það sem telst félagsleg aðstoð og greiðist ekki úr landi er eftirfarandi:

Barnalífeyrir vegna náms

Dánarbætur

Endurhæfingarlífeyrir (og tengdar bætur)

Heimilisuppbót

Maka- og umönnunarbætur

Mæðra- og feðralaun

Sérstök uppbót til framfærslu

Umönnunargreiðslur

Uppbætur á lífeyri

Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.“ Tilvitnun lýkur

Eins og áður þá bendi ég fólki á að hafa samband við TR og RSK til dæmis ef það heldur að hægt sé að sleppa við skatta með því að flytja til ákveðinna landa. Skattaskjól eru kannski eitthvað sem sumir sækjast eftir en ótrúlegt er að þau lönd sem bjóða upp á slíkt séu að sækjast eftir eftirlaunafólki frá Íslandi sem lepur dauðann úr skel og flytur til að eiga mat alla daga!

Á sama tíma og BB og fleiri eru skammaðir fyrir að hafa komið peningum í skattaskjól er fólk á fullu að benda á leiðir sem ellilífeyrisþegar gætu nýtt sér í sama tilgangi, það er að komast í skattaskjól.

Er ekki einhver þversögn í slíku?

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: