Nokkrar staðreyndir um gengi íslensku krónunnar

18.júní 2019

Góðan daginn

Mig langar til að benda á nokkrar staðreyndir varðandi búsetu erlendis og ætla að taka landið mitt, Portúgal, sem dæmi.

Ég ætla ekkert að ræða eða rökstyðja rangfærslur um skattfrelsi hér í landi. Eftirlaunaþegar og öryrkjar sem flytja hingað geta einfaldlega rekið sig á, eða þeir geta haft samband við TR og Ríkisskattstjóra til að komast að hinu sanna. Ég er hreinlega búin að gefast upp á því að reyna að koma fólki í skilnig um hvernig skattamál eru hér í landi og hvernig tvísköttunarsamningar á milli landanna virka. Það eru ótal “sérfræðingar” sem vita miklu betur þó mín reynsla sé allt önnur en sú sem þeir halda fram. Semsagt, þetta er um skattamál!

Þeir sem eru að hugleiða að flytja til Portúgal og eru orðnir 67 ára eða meira geta ekki fengið lán hér til íbúða- eða húsakaupa!

Þeir sem eru að hugleiða að flytja til Spánar og eru orðnir 67 ára geta hins vegar fengið lán til húsakaupa.

Þeir sem flytja til útlanda á eftirlaunaaldri eru auðvitað að rífa sig upp með rótum og flytja jafnvel frá fjölskyldum og vinum og oft tekur fólk þetta nærri sér en sér enga aðra leið út úr fjárhagsþröng sem skapast hefur á einu ríkasta landi heims þar sem 3 prósent baða sig í sól og vellystingum á kostnað almennigs.

Þeir sem flytja til suðrænna landa geta ekki gengið að því vísu að ALLIR tali ensku. Hér í Portúgla er hægt að finna þó nokkuð af enskumælandi fólki á stærstu stöðunum en svo eru heil svæði þar sem nær allir tala eingöngu Portúgölsku. Þetta þýðir að til þess að komast inn í þjóðfélagið þarf helst að læra málið og það getur verið snúið fyrir suma. Það getur til dæmis verið erfitt að fara á heilsugæsluna og kunna ekki málið, svo eitt dæmi sé tekið, fyrir utan einangrunina sem það skapar að vera mállaus.

Á Spáni eru Íslendinga nýlendur þar sem Íslendingar hafa safnast saman og geri ég ráð fyrir að kannski sé ekki um jafn mikla málaerfiðleika að ræða þar þó ég þekki það ekki nema af afspurn.

Þá kem ég að því sem mér finnst að ALLIR sem huga að flutningum þurfi að skoða og velta fyrir sér, og það er gengi íslensku krónunnar.

Gengi evrunnar var 1.janúar 2019 133.2 og er núna þann 18 júní 141.5

Þetta þýðir til dæmis fyrir mig að laun mín eru 21.495 krónum lægri á mánuði nú í júní en þau voru í janúar á þessu ári.

Eða 21.495 x 12 = 257.940 krónum lægri á ári.

Ég er skömmuð fyrir að vilja ekki dúsu upp á 900 krónur á mánuði ef ég hef eingöngu tekjur frá TR og stofnunin borgar millifærslukostnað af færslunni til útlanda samkvæmt frumvarpi smástyrnis á Alþingi.

900 krónur á mánuði í millifærslukostnað eru 10.800 krónur á ári eða 76,32 evrur á ári

257.940 krónur (sem laun mín hafa lækkað frá því í janúar 2019 vegna gengis) eru 1.822.89 evrur á ári.

76 evrur duga ekki fyrir einni áfyllingu á bílinn minn.

Það er ódýrara að kaupa í matinn hér en á Íslandi enda eru lágmarkslaun í landinu rétt um 600 evrur eða 84.900 ísl.krónur á mánuði.

Það er ekki mikið öryggi í því að búa erlendis og þurfa að reiða sig á gengi krónunnar og greiðslur frá Íslandi en það getur vel borgað sig ef fólk er tilbúið til þess að segja skilið við fjölskyldu og vini og taka upp nýja siði á efri árum. Það getur verið spennandi en margir treysta sér ekki í ævintýrið. Ég held til dæmis að þeir sem ekki kunna almennilega á tölvur gætu verið í vandræðum með ýmislegt sem þarf að erinda í gegnum netið sé fólk íslenskt og eigi í viðskiptum við TR og Lífeyrissjóði á Íslandi.

Margir hafa flutt.

Sumir hafa flutt með peninga með sér og það er auðveldara en það fólk er ekki fólkið sem lepur dauðann úr skel á Íslandi.

Þeir sem ekki eiga eignir á Íslandi og eiga ekki peninga þurfa að gera sér grein fyrir því að gengið er ekki stöðugt frá mánuði til mánaðar, hvað þá frá ári til árs.

Allar áætlanir sem ég geri byggi ég á óhagstæðasta gengi krónunnar til þess að lenda ekki í vandræðum. Auðvitað er það ekki góð sálfræði en hún hefur reynst mér ágætlega og fátt sem hefur komið mér í opna skjöldu með því að nota þessa aðferð.

Ég hef heyrt í vinum mínum á Spáni, á norðurlöndunum og víðar sem eiga í erfiðleikum vegna óstöðugleikans og þess vegna er ég að tuða þetta hérna.

Það þýðir auðvitað ekkert að reyna að útskýra þetta fyrir elítunni sem stjórnar á landinu. Hún skilur bara afgirtar fegrunar ræður fluttar við hátíðleg tækifæri.

Ég er ekki að telja kjark úr ykkur sem hugið að flutningi. Ég er aðeins að vekja athygli á því að það eru bæði kostir og ókostir fyrir flesta að taka skrefið.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: