900 krónu dúsa! Nei takk!

16.júní 2019

Kæri lesandi.

Í dag er sunnudagur og kalt hér í litla þorpinu mínu jafnvel þó sólin skíni.

Á morgun er þjóðhátíðardagur Íslendinga og margt fór í gegnum hugann í morgun þegar ég vaknaði.

Hátíðsdagar eiga að vera fyrir alla, er það ekki?

Mér hefur orðið tíðrætt um kjör eldri borgara þessa síðustu daga en ekki hef ég gleym öryrkjunum. Öryrkjar eru hins vegar svo heppnir að eiga sterka baráttusveit sem er bæði innan þings og utan en eitthvað skortir á baráttuvilja fyrir eldri borgara, finnst mér.

Flokkur sem laug sig inn á þing með þingmönnum sem nú eru komnir yfir í klaustursflokk ætlar að setja dúsu upp í þá sem búa erlendis og fá greitt frá TR. Það á semsagt að láta TR borga 900 krónurnar sem það kostar (Í Íslandasbanka, getur verið annað í öðrum bönkum) að millifæra yfir á erlenda reikninga.

Ég er eins og venjulega sú vanþakkláta og get hreinlega ekki að því gert, er bara svona illa innréttuð.

Dúsurnar frá þessu stjórnmála afli eru endalausar en engin úrræði sem mundu skipta verulegu máli í réttindabaráttunni.

Hefur þetta afl til dæmis látið sér detta í hug að skoða hvernig heimilisuppbót er notuð?

Ég er gagnrýnd fyrir að vera ekki þakklát fyrir dúsurnar en þær vekja upp ýmsar spurningar hjá mér.

Til dæmis:

Veit flytjandi frumvarps um greiðslu TR á kostnaði við innlögn á banka erlendis að það eru margir sem fá líka greitt úr Lífeyrissjóðum? Hefur flytjandinn ekki greitt í Lífeyrissjóð á starfsæfi sinni áður en á þing kom?

Ég hef hlustað á flytjanda þessa frumvarps gera lítið úr kröfum þeirra sem vilja fá frumvörp um afnám skerðinga á tekjur frá lífeyrissjóðum og kallað það fólk frekjur og beitt ótrúlega dónalegum tóntegundum til þess að lýsa vanþóknun sinni á frekjunni.

Nei, dúsurnar sem í greiðslu inn á reikninga erlendis eru heilar 900 krónur og mér er bent á að séu miklir peningar fyrir suma kæmu svona út fyrir mig:

Innlegg vegna TR 900 krónur og TR borgara

Innlegg vegna Lífeyrisjsóðs 900 krónur og ég ætti að borga

Ég millifæri í einu lagi og borga 900 krónur fyrir (greiðsla frá TR og greiðsla frá Lífeyrissjóði)

Dúsan sem kæmi í minn hlut er nákvæmlega þessi: NÚLL KRÓNUR

Ég veit ekkert um það hvort allir sem fá greitt bæði frá TR og Lífeyrissjóði láti TR millifæra fyrir sig. Ég velti hins vegar fyrir mér, vegna þess að frumvarpið gerir ekki ráð fyrir að Lífeyrissjóðir borgi fyrir millifærslur á erlenda reikninga, hvort flutningsmaður hafi aldrei borgað í Lífeyrissjóð og sjái þar með ekki gróðann í heildardæminu!

Andstyggilegt auðvitað og verður að hafa það. Þið getið skammað mig endalaust ef þið viljið en ég hef þá reynslu af sumum þingmönnum að þeir moki undir eigin rass og falleg frumvörp þeirra í orði kveðnu séu oft á tíðum flutt út frá eigin stöðu en ekki þeirra sem þeir eru umboðsmenn fyrir. Þetta gerist einfaldlega vegna þess að slíkt fólk er ekki almennilega inni í þjóðfélaginu. Ég er ekki að segja að þetta þinglið sé vont fólk. Ég er að segja að það sé illa að sér í besta lagi.

Hátíðsdagurinn á morgun verður fyrir einhverja og líklega afgirtur Austurvöllur fyrir elítuna eina ferðina enn. Það er jú bráðnauðsynlegt að halda sótsvörtum almennigi fyrir utan, almenningur gæti smitað elítuna af sanngirni og réttsýni og það er gjörsamlega ófært.

Ég, hin vanþakkláta, óska fólki gleðilegrar þjóðhátíðar og vona að ALLIR eigi mat á diskinn sinn það sem eftir er af mánuðinum.

Síðan mín á Facebook heitir “MILLI LÍFS OG DAUÐA” einfaldlega vegna þess að síðustu dagar hvers einasta mánaðar ársins eru barátta á milli lífs og dauða hjá mörgum öryrkjum, líklega flestum, hjá stórum hópi eftirlaunafólks og hjá enn stærri hópi láglaunafólks.

Ég afþakka dúsur og fer fram á alvöru sleikipinna.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: