Mikil er skömm þeirra !

11.júní 2019

Góðan daginn

Nokkur atriði sem mér finnst vert að benda á varðandi eftirlaun

Almennur ellilífeyrir frá TR er krónur 248.105 á mánuði plús orlofs og desemberuppbætur sem eru samtals 93.555

Eins og sumir vita þá eru skerðingar af ýmsum toga á þessum ellilífeyri og stjórnast líklega af geðþóttákvörðunum stjórnvalda á hverjum tíma. Núverandi ríkisstjórn er vinur hinna vel stæðu eins og kemur glöggt fram á dæmunum sem ég ætla að sýna hér á eftir.

Dæmi 1.

Einstaklingur sem fær 156.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 189.155 krónur í eftirlaun frá TR plús 62.115 krónur í orlofs og desemberuppbætur.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 274.102 eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er krónur 71.053

Dæmi 2.

Einstaklingur sem fær 300.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.356 (fullur lífeyrir er 248.105 krónur á mánuði) krónur í eftirlaun frá TR plús 27.555 krónur í orlofs og desemberuppbætur (óskertar uppbætur eru 93.555 á mánuði).

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 313.535 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr. 110.820

Dæmi 3.

Þessi nýtir sér half and half regluna:

Einstaklingur sem fær 600.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.053 krónur í eftirlaun frá TR, óskert plus 93.555 krónur í orlofs og desemberuppbót, líka óskert.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 502.413 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr 221.640

Dæmi 4.

Þessi nýtir sér líka half and half regluna:

Einstaklingur sem fær 1.000.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði hefur 124.053 krónur í eftirlaun frá TR, óskert, plús 93.555 krónur í orlofs og desemberuppbót, líka óskert.

Tekjur þessa einstaklings eru krónur 736.335 á mánuði eftir skatt. Frádregin staðgreiðsla er kr.387.718

Niðurstaða mín er þessi:

Það er rætt um að bæta skuli hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Það er rætt um að þeir sem hafi hærri tekjur og séu með breiðari bök þurfi að bera aðeins meiri byrgðar til þess að hjálpa hinum verr settu.

Hvað gerist svo?

Breiðu bökin færast niður til hinna verst settu.

Þeir sem ættu að vera með breiðust bökin geta nýtt sér hálfan ellilífeyri frá TR, og efast ég ekki um að margir geri það, á sama tíma og þeir sem ekki hafa efni á að taka hálfan ellilífeyri og fá í lífeyristekjur frá TR krónur 124.355 ef þeir eru svo heppnir að Lífeyrissjóður þeirra greiði þeim 300 þúsund á mánuði.

Þessi 300 þúsund niðurgreiða lífeyri frá TR um rétt tæpan helming og eftir skatt eru tekjur þeirra 13.535 þúsund krónum hærri en það sem þeir fá frá Lífeyrisjsóði eftir æfilangan sparnað!

Hvaða réttlæti er í því að hinir betur stæðu geti fengið greitt frá TR hálfan lífeyri á meðan hinir þurfa að niðurgreiða sitt með ævilöngum sparnaði í Lífeyrissjóði?

Er þetta boðlegt?

Er þetta ástand það sem VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ætla sér að bjóða eldri borgurum upp á í framtíðinni.

Katrín sagði að eldri borgarar gætu ekki beðið eftir hækkun. Hún stóð við orð sín. Hún hefur séð til þess að þeir betur stæðu í þjóðfélaginu þyrftu ekki að bíða, um hina þykist hún ekkert vita og brosir smeðjulega út í bæði.

Ég hef skömm á hræsni og hef alltaf haft.

Ég skammast mín ekki fyrir að halda því á lofti hvernig farið er með þá sem tilheyra neðri þrepum þjófélags sem trúir tölum fjármálaráðherra sem reiknar eftir kúnstarinnar reglum til þess að fá sem besta niðurstöðu.

Það versta í þessu öllu saman er að þjóðin mun trúlega kjósa sukkið aftur og þrælslundin lætur ekki að sér hæða.

Ég er öskureið í dag og ætla að hafa þann lúxus með mér allavega í dag að þykja íslenskt þjóðfélag rotið og viðbjóðslegt og ekki mönnum bjóðandi.

Því miður gæti ég etið hatt minn upp á að þessi vesalings þjóð mun áfram kjósa þrælahaldarana og skammast svo út í eitt yfir ástandinu!

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: