Voðalega er lífið skemmtilegt

31.maí 2019
Gott kvöld

Ég get ekki á mér setið og hér heilsar hin neikvæða en ég ætla samt að segja góðu fréttirnar fyrst.

Fjárhagur minn hefur tekið heljarstökk fram á við.
Ég fékk 87 krónur endurgreiddar frá TR, eða eitthvað svoleiðis, nenni ekki að gá að nákvæmri tölu.
Svo fékk ég endurgreiddar 27 krónur frá RSK. Þegar ég athugaði á mínum síðum hjá RSK kom í ljós að verið var að endurgreiða mér fjármagnstekjuskatt!

Já, það er ekki á mig logið, fjárhagurinn batnaði mikið við þetta og ég er eiginlega í vandræðum með hvernig ég á að ráðstafa auðnum, en læt það þó ekki eyðileggja fyrir mér tækifærið til þess að vera neikvæð og njóta þess á kvikindislegan hátt eða þannig.

Inga Sæland hoppar hæð sína og er í ÖLLUM fjölmiðlum vegna dóms landsréttar og lýsir því yfir að móðir hennar sé í skýjunum yfir óvæntum glaðningi.

Glaðningurinn er dómur um að TR hafi ekki verið heimilt að fara eftir lögum um Almannatryggingar eins og þeim var ætlað að vera, en urðu ekki alveg nákvæmlega rétt vegna vélritunarvillu! Það gleymdist sko að vélrita skerðingar hjá eldri borgurum.

Nú er málið búið að fara fyrir héraðsdóm og tapast þar, svo fór það fyrir landsrétt og vannst þar.

Inga er lögfræðingur á pappírunum.

Dettur henni í hug að ríkið áfrýji ekki til Hæstaréttar? Ég bara spyr eins og fávís almúgakona sem er ekki með lögfræðigráðu en svoldið af heilbrigðri skynsemi!
Semsagt, hin neikvæða ég ætla ekki að taka þátt í stríðsdansinum fyrr en ljóst er að málið fari EKKI fyrir Hæstarétt, eða að það verði dæmt móður Ingu í vil í Hæstarétti. Vinnist málið í Hæstarétti skal ég reyna að stökkva aðeins upp úr stólnum. Tapist málið hins vegar fer það kannski fyrir Mannréttindadómstól og eins og allir vita þá gera sjallarni ekki mikið með þá dóma.

Áður en við töpum okkur yfir vinningnum skulum við bara gleðjast með mér með 87 krónur plús 27 krónur í endurgreiðslu. Það er jú full ástæða til þess að hrópa húrra fyrir svoleiðis stórtíðindum.

Kærar kvejur frá 30 gráðu heitu litla þorpinu mínu, þar sem gráðurnar falla nú ört og rallýið argar um vegi og kallinn niðri, þ.e. á neðrihæðinni hamast í fólkinu í næsta húsi og rífst yfir því hvað við, sambýlisfólk hans í mínu fjölbýli, séum miklir hálfvitar.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: