Ég er argandi ill – Þingmenn, hvar eruð þið?

4.maí 2019

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Landssambands eldri borgara eitthvað í þá áttina að fólk hefði það bara fint! Frú formaður LEB brosti breitt.

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi fjármálaráðherra, einn af ríkari mönnum landsins heldur því fram að aldrei hafi eldri borgarar haft það eins gott og í dag!

Samkvæmt mælikvarða þessara tveggja eru eftirfarandi tölur dæmi um hve dásamleg kjör eldri borgara eru nú á dögum, árið 2019 í apríl og sést hér með tölulegum fullylrðingum hvað málflutningur ráðherranna er út í hött:

Hér kemur samanburður á 100 þúsund krónu tekjum á mánuði, í öðru tilfellinu er um atvinnutekjur að ræða og hinu tilfellinu er um greiðslur frá Lífeyrissjóði að ræða.

Dæmi 1.

100 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði

Greiðslur frá TR: Ellilífeyrir krónur 248.105 (engin skerðing)

Orlofs- og desemberuppbætur krónur 93.555

Samtals tekjur á mánuði eftir skatt (frá TR + 100 þúsund króna atvinnutekjur) 275.962

Dæmi 2.

100 þúsund krónur í tekjur frá Lífeyrissjóði á mánuði

Greiðslur frá TR. Ellilífeyrir krónur 214.355

Orlofs og desemberuppbætur krónur 75.555

Samtals tekjur á mánuði eftir skatt (frá TR + 100 þúsund frá Lífeyrisjsóði) 254.679

Sá sem hefur sparað í Lífeyrissjóð fær 21.283 krónum MINNA en sá sem er með atvinnutekjur.

Mismunur á orlofs og desemberuppbót er krónur 18.000, þeim sem fær tekjur sínar úr Lífeyrissjóði í óhag.

Þegar ráðherrar og ráðamenn tala um kjör eldri borgara eru sárasjaldan notaðar raunverulegar tölur. Það er talað um að þessi hópur hafi það dásamlegt. Svo talar stjórnarandstaðan um að hópurinn hafi það bara pínulítið skítt!

Þetta fólk gæti hæglega tamið sér að tala um tölur, beinharðar tölur, og er þessu fólki velkomið að nota dæmin mín.

Það er ömurlegt að hlusta á málflutning stjórnmálaafls sem ber sér á brjóst og segist berjast fyrir hina verst settu, (ég neita að vera kölluð HINIR MINNSTU BRÆÐUR), og þetta fólk sem er á ofurlaunum getur ekki nefnt töluleg dæmi um ömurleikann. Líklega vegna þess að þau vita ekki hvernig hann lítur út í rauninni.

Hunskist þið nú til þess að hætta að nota félagslega aðstoð, sem heitir því ágæta nafni HEIMILISUPPBÓT, til þess að blekkja ykkur og þá sem ekki vita betur og fá eftirlaun til þess að líta svo flott út á pappírnum eða út úr orðaflauminum sem rennur upp úr ykkur.

HEIMILISUPPBÓT ER FÉLAGSLEG AÐSTOÐ, HÚN ER AF SAMA RANNI OG BÍLASTYRKUR OG AÐSTOÐ VIÐ KAUP Á LYFJUM EÐA HEIMILISAÐSTOÐ,, HÚN ER EKKI, ALLS EKKI, PARTUR AF EFTIRLAUNUM.

Eftirlaun eru eftirlaun og sama grunnupphæð fyrir alla hvort sem þeir eru einbúar eða ekki. Þessi grunnupphæð skerðist svo auðvitað eins og allir vita ef tekjur til venjulegs fólks koma frá Lífeyrissjóði sem viðbjóðsleg stjórnvöld nota til þess að niðurgreiða grunnupphæðina.

ARRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGG

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: