Samningar í höfn – Ríkisstjórnin fagnar – Verkalýðurinn sveltir áfram

8.apríl 2019

Góðan daginn

Nú eru samningar í höfn og allir voða ánægðir, eða er það?

Ég man ekki betur en ég hafi séð einhversstaðar að kjör öryrkja og eftirlaunafólks yrðu í samningagerð verkalýðsforystunnar, hinnar nýju forystu.

Ég fylltist von og bjartsýni!

Þá skall á Wow gjaldþrot og Skúli setti allt á hausinn. Verkalýðurinn gat beðið. Ríkisstjórnin lofaði upp í báðar ermar og buxnaskálmar og tölur sem notaðar voru til þess að sannfæra samningafólk voru kannski ekki alveg hundrað prósent pottþétt í lagi.

Nú er Skúli kominn af stað aftur og ætlar að stofna nýtt flugfélg. Ætli það takist? Ég veit ekkert um það en mikið finnst mér óhugnanlegt að sjá að maður geti orðið gjaldþrota og í næstu viku hafið upp raust sína og allir voða glaðir með nýtt fyrirtæki í pípunum.

Þetta blessaða land er svo gjörsamlega komið út í flóa og sæmir sér vel með spilltustu ríkjum heims. Það hefur ekki sigið á betri hliðina. Ógæfan er alls staðar.

Auðvitað getur þjóðin sjálfri sér um kennt því hún kýs sama sukkið aftur og aftur.

Spurning er hvort eitthvað skárra sé í boði, og líklega er svarið nei. Eins og ég hef sagt hér áður þá er ég ekki bjartsýn á stjórn Samfylkingar sem hefur aftur og aftur sýnt áhugaleysi sitt á kjörum eldri borgar. Við skulum ekki loka augunum fyrir því að helstu forystumenn stærsta félags eldri borgara eru Samfylkingarmenn!

Já, vonleysið er algjört.

Ég hélt þegar ég sá grein Ragnars Þórs um kjör pabbans að foringinn væri farinn að gera sér grein fyrir ástandinu og mundi beita sér fyrir bættum kjörum. Ó nei. Ekkert þar að hafa.

Hvað geta eldri borgarar gert?

Þeir sem eru í lægri hópunum grípa nú til þess ráðs að flytja úr landi. Læknir á Spáni spurði sjúkling hvers vegna svo margir Íslendingar byggju í borginni? Eðlileg spurning þar sem nú eru að myndast nýlendur Íslendinga um Spán. Sumir flytja lögheimli sitt og aðrir ekki, en flestir búa allt árið í nýja landinu og una hag sínum betur en í sveltistefnu íslenskra stjórnvalda.

Þegar ég sé forsætisráðherra brosa fæ ég kuldahroll.

Bros hennar er eins og eitursprauta ekki síður en frekja fjármálaráðherrans!

Ég hlustaði fyrir tilviljun á bort af ræðu frú formanns Flokks fólksins í gær. Guð minn almáttugur! Konan er brjáluð í frekju, kom upp í huga minn.

Hún talaði meðal annars um vanþakklæti eldri borgara sem væru ekki yfir sig glaðir með 100 þúsund króna frítekjumarkið vegna atvinnu og sagði þetta vanþakkláta fólk (hún sagði ekki pakk en hristi sig ógurlega) vældi um frítekjumark á greiðslum frá lífeyrissjóðum. Mér datt í hug hvort frúin hefði greitt í Lífeyrissjóði allt sitt líf!

Ekki ætla ég að gera því skóna að frúin hafi farið á bak við kerfið. Nei aldeilis ekki. Mér ofbauð hins vegar frekjulegur málflutiningurinn og sjálfsvorkunin. Hún heldur endalaust áfram að tala um að fólk sé að gera athugasemdir við nýjan stíl hennar í klæðaburði! Ha! Mér er hjartanlega sama hvaða lit hún lætur í hárið á sér eða hvernig kjólpokarnir hennar líta út. Það hefur ekkert með kjör eldri borgara eða öryrkja að gera eða baráttu FF á Alþingi fyrir bættum kjörum þessara hópa. Hún getur litið út eins og henni sýnist og keypt sér hvaða föt sem er í friði fyrir mér. Að standa fyrir framan félagsmenn sína og frekjast eins og hún gerði á þessu videoi sem ég sá í gær er ekki traustvekjandi og sjálfsvorkunin er yfirþyrmandi.

Hún getur kvartað yfir vanþækklæti mínu og annarra sem vilja fá Lífeyrissjóðinn sinn óskertann. Það skiptir mig engu máli hvað henni finnst.

Auðvitað getur verkalýðsforystan ekki samið fyrir fólk sem hefur starfað í 40 ár eða meira og greitt félagsgjöld og skatta og skyldur. Þetta fólk er komið út af vinnumarkaði og skiptir ekki máli lengur.

Verkalýðsforystan hefur samið um krónutölur.

Jamm, nú verður launaskrið. Ef þið haldið að þeir sem hafi haft betri kjör fyrir samninga sitji eftir þá er það ekki alveg það sem blasir við. Nú fá þeir sem betri launin höfðu enn betri laun. Það er bara sest niður í fyrirtækjunum og starfsmannastjórar reikna út. Sumir fá hærri krónutölu á föst laun, aðrir fá alls konar hlunnindi t.d. bílastyrki, óunna yfirvinnu og fleira. Þeir sem lægst hafa launin sitja alltaf eftir og nýgerðir samningar skilja þetta fólk eftir enn verr statt en fyrir samningar.

Nú hækkar allt í hvelli, auðvitað, launakostnaður hækkar og þá hækkar framleiðsluverð og vörurverð. Þetta eru bara einfaldar staðreyndir sem hafa alltaf blasað við en þegar samið er þá tala menn ekki mikið um þessa hliðina.

Svartsýnisraus er þetta hjá mér í dag!

Já, það er rétt.

Ég er ekki bjartsýn fyrir hönd landa minna á Íslandi. Þeir sem sömdu fyrir láglaunahópana létu blekkjast. Það hefur ekkert breyst til hins betra, ekki neitt. Blekkingameistararnir sigruðu enn eina ferðina og líklega situr frú forsætis og herra fjármála og brosa breitt.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: