Kannski ætti að skerða Þingfararkaup þegar komið er yfir hálfa milljón á mánuði.

3.apríl 2019

Góðan daginn

Það er verið að deila pósti um Facebook þar sem einstaklingur kvartar yfir því að 194 krónum hafi munað svo hann fengi ellilífeyri frá TR.

Auðvitað er þetta skelfilegt ef horft er á hve talan er lág.

Ég hélt að þetta hefði verið umsókn um hálfan ellilífeyri en svo er ekki. Maðurinn er 65 ára og sækir um sem slíkur.

Til þess að fá ellilífeyri frá TR undir 67 ára aldri þá gilda þessar reglur samkvæmt vef TR:

„Þeir sem eru 65 ára geta sótt um ellilífeyri gegn varanlegri lækkun á greiðslum.

Skilyrði fyrir snemmtöku er að umsækjandi sæki einnig um hjá öllum lífeyrissjóðum sem hann á rétt hjá. Samanlagðar réttur hjá TR og frá lífeyrissjóðum verður að verða að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri hjá TR.“

Ég velti fyrir mér hvaða tilgangi deiling á pósti sem þeim sem ég sá um málið, gegni.

Það er staðreynd að hægt er að flýta töku ellilifeyris og það er líka hægt að seinka honum.

Sé tökunni flýtt, lækkar lífeyririnn.

Sé tökunni frestað, hækkar lífeyririnn í samræmi við reglur TR.

Ég set þetta hér inn til þess að vekja athygli á staðreyndum málsins og eins til þess að hvetja fólk til þess að gæta hófs í skömmum áður en málið er skoðað í heild.

Mér finnst ekkert endilega að fólk eigi að geta sótt um ellilífeyri 65 ára.

Mér finnst heldur ekkert endilega að fólk sem er vel efnað eigi að geta fengið hálfan lífeyri frá TR og sloppið við allar skerðingar.

Mér finnst heldur ekkert frábært að þeir sem stunda atvinnu og fá tekjur þaðan séu með 100 þúsund króna frítekjumark á sama tíma og hinir t.d. þeir sem fá greitt frá lífeyrisjsóði séu með 25 þúsund króna frítekjumark.

Ég hef haldið því fram og held því enn fram að afnema eigi skerðingar en hafa á tölunni þak til þess að þeir sem hafa til dæmis milljón á mánuði eigi ekki að fá óskertan lífeyri frá TR.

Því er haldið fram þegar stjórnvöld og þingheimur talar um afnám skerðinga að það mundi kosta svo ægilega mikið.

Þetta ágæta þingfólk hugsar ekki út fyrir kassana sína því aldrei má hreyfa við hinum vel stæðu og þess vegna líður millistéttin og fátæka fólkið.

Kannski ætti að skerða þingfararkaup þegar komið er yfir hálfa milljón! Ég væri alveg til í að leyfa þingheimi að hafa 100 þúsund króna frítekjumark eftir hálfu milljónina! Ætli það yrði ekki fljótlega fundið til fé svo hægt væri að leiðrétta RANGLÆTIÐ ?

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: