1.apríl 2019
Góðan daginn
Þetta er ekki aprílgabb. Ég nenni ekki að setja neitt slíkt inn en datt þó í hug að segja: Ríkisstjórnin fallin” en hætti við það.
Fyrir okkur sem búum erlendis er tími lífsvottorða runninn upp.
Ég ergði mig á þessu fyrir einhverjum árum og hringdi til Íslands þegar Lífeyrissjóðurinn fór að biðja mig um pappírinn, en áður hafði það bara verið TR.
Jú,
þetta er þannig að allir sem fá greitt frá TR eru tékkaðir og sannreynt að ekki sé verið að svíkja út bætur þegar fólk er komið í sæluna í himnaríki!
Á tímum tölvualdar finnst mér hálf annkanalegt að þurfa að senda á 2 staði, af hverju er þetta ekki bara samkeyrt?
Ég er auðvitað hætt að ergja mig og fer bara glöð með pappírinn á kirkjuskrifstofuna, og þar er mér tekið með brosi. Ég borga 2,5 evrur fyrir og eftir 2 daga sæki ég pappírinn, undirritaðan af stjóranum og stipmlað og alles.
Fer svo í bókasafnið og þau skanna inn fyrir mig fíneríið svo ég geti sent til Íslands, MEÐ TÖLVUPÓSTI!
Semsagt, þessi tími er núna og þegar ég er búin að skrifa þetta fer ég í leiðangurinn.
Sumir þurfa að senda á marga lífeyrissjóði og ég skil ekki af hverju ekki er hægt að senda á einn í gegnum sameiginlega apparatið. Ég ætlaði einhvern tíman að hringja og athuga málið en gleymdi þvi svo. Kannski geri ég það fljótlega. Það hlýtur að vera til leið.
Jæja, gott fólk, hér í Penela er kalt í dag og viðbrigði eftir viku vorveður. Rigning og kuldi væntanlegur og verður alla vega næstu 7 daga. Auðvitað er þetta ekkert miðað við snjó á Íslandi og ég er svo sem ekkert að kvarta mikið.
Ég vona að þið hafið það gott þennan 1, dag apríl mánaðar og hlaupið ekki af ykkur hornin í tilefni dagsins.
Ætla ekkert að rífast í dag en það kemur dagur eftir þennan dag.
Hulda Björnsdóttir