Hvernig ætlar ráðherra að fækka öryrkjum? Á að svelta þá í hel?

28.mars 2019

Ég er svo döpur núna og ætti auðvitað ekki að láta neitt frá mér fara en hvað gerir maður ekki í neyð.

Wow farið á hausinn og auðvitað verður ekki langt þar til eigandinn hefur komið sér upp öðru fyrirtæki í einhverri mynd, þetta er jú Ísland og ég nenni ekki að tala um sukkið og viðbjóðinn.

Það sem ég nenni hins vegar að tala um eru hin ótrúlegu ummæli í umræðum í gær á Alþingi þar sem talað var um að öryrkjum fjölgaði meira en gott þætti!

Ráherra sem talaði er ábyggilega góður maður. Ég ætla ekkert að setja út á manngæsku hans eða vit. Hins vegar er hann sem ráðherra búsettur í einhverjum kassa sem er gjörsamlega lokaður og brúnirnar svo háar að herrann sér ekki út fyrir kassagreyið.

Það eru fleiri á hinu háa Alþingi sem búa í svona kössum, líklega langflestir og ættu þeir ef til vill að leita sér að öðru húsnæði.

Skilur ráðherrann ekki af hverju fólk verður öryrkjar?

Heldur hann að fólk setjist bara niður einn góðan veður dag og ákveði að nú skuli það verða öryrkjar?

Hvaða fíflagangur er þetta eiginlega í herranum?

Öryrkjar eru öryrkjar af því að þeir eru veikir. Þeir hafa sumir lent í slysum, sumir hafa fæðst fatlaðir og enn aðrir hafa misst heilsuna vegna lélegs aðbúnaðar eða hreinlega vegna vonleysis sem er afleiðing hinnar undursamlegu láglauna stefnu á einu ríkasta landi heimsins.

Ráðherrann vill fækka öryrkjum en þar sem hann býr í einangruðum kassa kemur hann ekki auga á neitt sem hægt er að gera til þess að fækka þeim, nema þá kannski helst að koma þeim fyrir kattarnef með sulti og viðbjóðslegum aðbúnaði.

Til þess að hjálpa herragreyinu ætla ég að benda honum á eftirfarandi:

Fátækt er böl sem legst á sálina og ekki síður á líkamann. Þegar ekki er hægt að hafa mat á diskinum alla daga mánaðarin, þegar ekki er hægt að hafa öruggt húsaskjól eða ef maður þarf að taka inn lyf eða fara til læknis og ekki eru til peningar þá lætur sál og líkami undan álaginu.

Til þess að fækka öryrkjum þarf að búa almennilega að þeim og herrann verður að klifra upp úr kassanum.

Fólk þarf að geta lifað af launum sem þeim eru borguð fyrir vinnu sína. Auðvitað er það frekja af mér að ætlast til þess að ráðherrann sem hefur harla góðar tekjur skilji aðstæður þar sem velta þarf fyrir sér hvort réttara sé að borða eða fara til læknis. Herrann hefur líklega ekki þörf fyrir að velta þessu fyrir sér ofan í kassanum sem hann býr í. Nei, herrann er líklega ekki vondur maður en hann er annað hvort nautheimskur eða siðblindur. Kannski heldur herrann að við séum öll fífl og skiljum ekki lífið. Getur það verið? Ég veit það ekki en ég veit hins vegar að margir ungir öryrkjar hafa misst heilsuna einfaldlega vegna þess hvernig þjóðfélag í einu ríkasta landi heimsins býr að fátæku fólki. Þegar fólk getur ekki lifað af launum fyrir vinnu sína er alveg pottþétt uppgjöf og veikindi handan við horni.

Núna er flugfélag komið á hausinn og allt þjófélagið á hvolfi yfir því. Fólkið missir vinnuna, fleiri öryrkjar verða til þegar vonleysis krumlan kreistir það og andleg líðan verður óbærileg. Ríkið, sem erum við, tekur við skuldunum og við borgum, við almenningur, eins og venjulega. Það skondna við þetta allt saman er að ég þori að éta hatt minn upp á að innan skamms verður eigandinn sem kom flugfélaginu á hausinn, og hefur skrifað hjartnæmt bréf til starfsfólksins sem nú er atvinnulaust, verður kominn á fullt í rekstri einhvers áður en árið er liðið.

Þannig er jú Ísland.

Kúlulán eru afskrifuð, fólkið borgar og framtíð þeirra sem skulduðu tryggð.

Gjaldþrot eru afskrifuð og eigendurinir halda áfram eins og ekkert sé í nýjum rekstri.

Á sama tíma og ráðherra kveinar upp úr kassanum sínum að öryrkjar séu of margir og of kostnaðarsamt að sjá þeim fyrir lífsviðurværi glottir hann líklega við tönn og hlakkar til að sjá hinn frábæra athafnamann rísa upp úr öskunni. Sá er jú ekki öryrki og líklega ekki á flæðiskeri staddur.

Hræsnin er ótæmandi hjá íslenskum pólitíkusum og Fjármálaráðherra svipljótur í stólnum þegar verið er að hamra á spillingunni. Auðvitað, hann heldur að hann og hans félagar eiga peninga þjóðarinnar og megi nota þá sér til framdráttar en ekki til þess að hjálpa einhverjum öryrkjum til þess að komast aftur út í lífið og halda reisn.

Nei, Ráherrar í þessari viðbjóðslegu ríkisstjórn búa í kössum og þurfa ALDREI að líta út fyrir brúnirnar og yrðu líklega örorku að bráð ef þeir hefðu samvisku og heiðarleika að leiðaljósi og litu á feril sinn í gegnum áratugina.

Hulda Björnsdóttir.

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: