Verkalýðsforystan tekur baráttu öryrkja og eldri borgara upp á sína arma!

25.febrúar 2019

Góðan daginn

Ég er að velta fyrir mér hvort fólk geri sér almennt grein fyrir hversu mikil tíðindi það eru þegar verkalýðsfélög lýsa stuðningi við kjör eldri borgara og öryrkja?

Höfum við hugleitt hvað þetta getur þýtt?

Eins og ég hef sagt hundrað sinnum hér þá finnst mér forysta eldri borgara grútmáttlaus og það sem verra er að hún er oft, að því er mér sýnist, að vinna fyrir þá sem betur mega sín.

Dæmi um vinnubrögð sem ég er að tala um eru til dæmis half and half eftirlaunin, frítekjumark fyrir þá sem eru enn að vinna og að ég minnist nú ekki á þætti í sjónvarpi sem hafa verið um eitt og annað, sem ekki kemur þeim sem eru matarlaus síðustu daga mánaðanna, við.

Hin ótrúlegu viðtöl við formann Landssambands eldri borgara þar sem hún vill að ipad öpp leiðbeini eldri borgurum um hvenær kominn sé tími til þess að taka meðölin er svo hlægilegt að orð eru ekki nægilega sterk.

Veit formanns nefna ekki að margir eldri borgara eiga ekki ipad eða iphone. Margir þeirra kunna ekki á tölvur og hvernig á að hugsa um þá? Bara láta þá eiga sig?

Frú formaður LEB gæti vel farið í ferðalag niður á jörðina og litið á fátæku eldri borgarana, rétt svona til tilbreytingar. Henni yrði ábyggilega ekki boðið þar í vínarbrauð og kökur. Hins vegar gæti verið til hunda eða katta matur í dós og vatnsdropi úr krananum.

Gráa strýið sem nú er aðalmerkið um að hægt sé að treysta fólki fyrir hinu og þessu er auðvitað kapituli út af fyrir sig sem ég ætla ekki að minnast á þennan morguninn.

Nei, alvöru baráttufólk fyrir bættum kjörum eldri borgara og réttlæti eru fólk eins og Sólveig, Ragnar Þór og Vilhjálmur. Hafið þið lesið greinina eftir Ragnar Þór þar sem hann segir frá því þegar hann settist niður með föður sínum og komst að raun um hver kjör hans yrðu þegar hann hætti að vinna?

Hafið þið lesið yfirlýsinguna frá Ragnari þar sem hann lofar að styrkja málssókn gegn ríkinu sem nú er að fara í gang vegna þjófnaðar á sparnaði okkar í lífeyrissjóði?

Við skulum ekki láta fara fram hjá okkur hin stóru tíðindi sem eru að verkalýðsforystan er nú í fyrsta skipti í mörg ár að taka eldri borgara og öryrkja með í baráttuna fyrir mannsæmandi lífi á landi þar sem peningar drjúpa af trjánum, en bara fyrir fólk eins og fjármálaráðherra og hans líka.

Lygi þeirra sem standa í ræðustól Alþingis og halda því fram að hækkanir hafi verið tugir prósenta og skerðingar afnumdar hér og þar er kannski ekki lygi. Kannski eru fullyrðingar þessa fólks bara einskær heimska og vanþekking að ég minnist ekki á gengdarlausann hroka.

Kannski væri ágætt að FEB gerði myndbönd eins og þau um gráa hárið, þar sem sýnd væru andlit þeirra sem ekki eiga mat á diskinn sinn núna þegar nokkrir dagar eru eftir af þessum mánuði, og horfa fram á nákvæmlega sömu stöðu í næsta mánuði, reyndar aðeins verri því sá mánuður er lengri en þessi.

Auðvitað hef ég ekki trú á baráttu LEB eða FEB eða yfirleitt annarra félaga eldri borgar. Ekki fyrir bættum kjörum. Dansiböll og bingó eru líklega ofar í huga stjórnenda og koníaksglös á kaffistofum.

Ég tek ofan fyrir nýju forystunni í verkalýðsmálum. Þar er fólk sem skilur hvað það er að eiga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.

Alþingismenn þyrftu að setjast á skólabekk og læra um líf venjulegs fólks en auðvitað gerist það ekki. Þeir sem komu sér inn með undirferli og smeðjulegum brosum og þóttust ætla að berjast fyrir kjörum fátæklinga greiddu atkvæði gegn því að skattar yrðu hækkaðir á hátekjur. Svona eru nú sumir samkvæmir sjálfum sér og nú búnir að ganga í eina sæng með einum latasta þingmanni allra tíma sem mætir í vinnuna þegar honum sýnist og býr á eyðibýli á meðan konan lifir í vellystingum á höfuðborgarsvæðinu.

Já það er ekki að undra að fólk kjósi sama sukkið yfir sig aftur og aftur, eða hvað? Trúir einhver því að í flokki eins af ríkustu mönnu landsins verði barist fyrir málefnum fátæks fólks bara af því að 2 bættust við þingflokkinn. Tveir sem lugu sig inn á þing en sýna nú sitt rétta andlit. Trúir fólk bara hverju sem er?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: