24.janúar 2019
Þetta gætu verið dæmi um afa þinn eða ömmu.
Finnst þér þetta boðlegt fyrir ættingja þína?
Treystir þú þér til þess að lifa af þessum tekjum?
Hér kemur samanburður á 100 þúsund krónu tekjum á mánuði, í öðru tilfellinu er um atvinnutekjur að ræða og hinu tilfellinu er um greiðslur frá Lífeyrissjóði að ræða.
Dæmi 1.
100 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði
Greiðslur frá TR: Ellilífeyrir krónur 248.105 (engin skerðing)
Orlofs- og desemberuppbætur krónur 93.555
Samtals tekjur á mánuði eftir skatt (frá TR + 100 þúsund króna atvinnutekjur) 275.962
Dæmi 2.
100 þúsund krónur í tekjur frá Lífeyrissjóði á mánuði
Greiðslur frá TR. Ellilífeyrir krónur 214.355
Orlofs og desemberuppbætur krónur 75.555
Samtals tekjur á mánuði eftir skatt (frá TR + 100 þúsund frá Lífeyrisjsóði) 254.679
Sá sem hefur sparað í Lífeyrissjóð fær 21.283 krónum MINNA en sá sem er með atvinnutekjur.
Mismunur á orlofs og desemberuppbót er krónur 18.000, þeim sem fær tekjur sínar úr Lífeyrissjóði í óhag.
Hvers vegna er þetta svona?
Jú, eftir mikla baráttu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis tókst þeim að fá ATVINNUTEKJUR minna skertar en tekjur frá Lífeyrissjóðum. Þórunn H, núverandi formaður LEB barðist fyrir þessu með kjafti og klóm og náði árangri. 25 þúsund króna frítekjumark fyrir tekjur frá Lífeyrissjóði en 100 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna.
Einstaklingur sem hefur krónur 153.751 á mánuði frá Lífeyrissjóði fær eftir skatt í tekjur frá TR + Lífeyrissjóði krónur 273.321. Hann hefur minna í tekjur á mánuði en sá sem fær einungis 100 þúsund frá Lífeyrissjóði og munar þar 2.641 krónum.
Er þetta það sem þú vilt til hand afa þínum og ömmu?
Finnst þér þetta réttlátt?
Gætir þú lifað af þessum tekjum?
Treystir þú þér til þess að breyta þessu afa þínum og ömmu í vil?
Vilt þú gera eitthvað í málinu?
Hvað viltu gera?
Eða er þér kannski bara alveg sama og yppir öxlum?
Hulda Björnsdóttir