Svona líta sjálfselskupúkar út í krónum talið!

15.janúar 2019

Ég var kölluð sjálfselsk í morgun. Þar sem ég var á leið upp á spítala þegar ég las commentið þurfti ég að fresta svarinu en hér kemur það, því full ástæða er til svars.

Einstaklingur no.1 sem hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð fær eftirfarandi frá TR:

Ellilífeyrir kr.248.105 mínus skattur krónur 35.203, samtals útborgað frá TR krónur 212.902 eftir skatt

 

Einstkalingur no.2 sem hefur greitt í lífeyrissjóð í 40 ár með 100 prósent búsetu á Íslandi fær eftirfarandi frá TR:

Ellilífeyrir kr 190.167 mínus skattur 13.801, samtals útborgað frá TR krónur 176.366 eftir skatt

Sá sem hefur aldrei greitt í Lífeyrissjóð fær á mánuði í tekjur krónur 212.902 frá TR og eru það ráðstöfunartekjur hans, sem er auðvitað galið á sama tíma og húsaleiga getur hæglega verið langt yfir 100 þúsund krónur á mánuði.

Sá sem hefur sparað í Lífeyrissjóð í 40 ár og fær þaðan 153.751 krónur á mánuði fyrir skatt eða krónur 96.955 krónur eftir skatt, fær í heildartekjur, TR plús Lífeyrissjóður, krónur 273.321

Mismunurinn á þessum tveimur einstaklingum er krónur 60.419 krónur, þeim sem greiddi í Lífeyrisjsóð í 40 ár, í hag.

Takið eftir: 153.751 króna verður að krónum 60.419

273.321 krónur á mánuði er ekki há tala og alls ekki til þess að lifa af sæmilegu lífi, hvað þá að hægt sé að kalla þann einstakling sjálfselskupúka þó hann vilji sjá sparnaðinn sinn í buddunni sinni en ekki í ríkishítinni.

Óréttlætið er til staðar en það má ekki tala um það.

Fólk sem skrifar um málefni fyrri einstaklingsins í að minnsta kosti 360 skipti á ári ætti einstaka sinnum að taka málstað þess em greiðir niður það sem fæst frá TR með sparnaði sínum , eða það finnst mér.

Málið er svo flókið að það er ekki hægt að ræða það með þeim sem minna fær, eru aumingjaleg rök, finnst mér.

Fyrir nýju almannatryggingalögin var frítekjumark rúmlega 100 þúsund, mig minnir 109 þúsund eða þar um bil.

Auðvitað er sjálfsagt að fara í mál við ríkið og krefja það um réttlæti og að það fylgi því sem lagt var upp með varðandi lífeyrissparnað en hefur verið krukkað í endalaust. Það mál er sjálfsagt og komið af stað, loksins og fagna ég því og mun styðja það með því litla sem ég get.

Það þarf engin málaferli til þess að bæta hag einstaklingsins sem ég tala um í dæmi 2.

Það sem þarf að gera er að hækka frítekjumarkið upp í það sem það var fyrir nýju lögin. Það mundi hjálpa og sá sem sparaði þyrfti ekki að lepja dauðann eins mikið úr skel og hann gerir núna.

153 þúsund króna greiðsla frá Lífeyrissjóði er ekki há tala. Þetta dæmi gæti verið um konu eða mann sem höfðu rétt tæplega meðallaun eða undir þeim á starfsævi sinni.

Ég ætla að leyfa mér að halda áfram að tala um einstakling númer 2. Það er ekki á kostnað þess sem er númer 1 í dæminu mínu.

Ef einhver sér hag sínum vel borgið með því að kalla mig sjálfselskupúka fyrir vikið getur sá hinn sami gert það. Mér eiginlega sama, þó það hafi fokið í mig í morgun.

Commentarinn í morgun er annað hvort illa stæður eða mjög vel stæður. Hann gæti líka verið pólitískt himpingympi sem hefur unun af því að ráðast á þá sem af alvöru vilja bættann hag þeirra sem lepja dauðann úr skel. Ég get ekkert dæmt um manninn en mikið hlýtur honum að líða vel eftir morguninn og er það gott.

Þeir sem hafa ekkert betra til málanna að leggja halda því áfram og ætla ég ekki að blanda mér í þeirra mál.

Ég ætla hins vegar að halda mínu striki og við sem erum á mínum aldri eða eldri eigum ekki eftir að njóta góðs af málssókninni sem nú er að sigla af stað. Við förum að öllum líkindum í gröfina með okkar endalausa óréttlæti, nema ef fólk hisjaði upp um sig og færi að tala um hækkun frítekjumarksins fyrir alla, ekki bara þá sem vinna fram í rauðann dauðann, eða þá sem hafa efni á að taka hálfan lífeyri, og sjái til þess að markið verði 109 þúsund krónur í stað 25 þúsund króna á mánuði.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: