Graðir kallar mikilvægari en fátækt fólk?

12.janúar 2019

Góðan daginn

Ég hefði átt að skrifa það sem mér datt í hug þegar ég vaknaði í nótt en er nú búin að gleyma hvernig ég reifst við allt og alla

Krónan er komin í hástökk aftur og allt að fara til fjandans

Sögur um graða þingmenn og ráðherra tröllríða netheimum í gær

Klaustursgaurinn stígur fram og hvítþvær sig og málar flokkinn sem hann var rekinn úr eins og skrattann úr sauðaleggnum. Ris gaursins er mikið og ekki síst þar sem hann er fyrrverandi síslugaur. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á skítlegt bréf sem hann sendi mér sem svar við bréfi mínu til þingmanna. Það væri að bera í bakkafullan lækinn og ekki ætla ég að blanda mér í mál fyllibittu á bar á Íslandi sem er svo heppinn að muna alls ekki hvað hann sagði og þekkja ekki einu sinni eigin rödd! Skrípalegt er það, svo mikið er víst.

Félag eldri borgara í Reykjavík, Grái herinn og Landssamband eldri borgara hafa nú tekið sig saman og gert auglýsingu, ekki bara lesna, hún er leikin skal ég segja ykkur.

Tilgangurinn er að vekja athygli á hversu erfitt er að vera 50 ára eða meira á Skrípaskeri og Viðar Eggertsson les með alvöruþunga og spyr hvort við treystum Þórunni H til þess að berjast fyrir bættum hag eldri borgara!

HAH, ertu að meina það Viðar?

Kellingin er nú búin að koma sér fyrir í stól LEB sem hún settist í með miklum dynk eftir að hafa gagnrýnt forvera sinn stanslaust fyrir aumingjaskap. Nú hefur frúin (óþarfi að kalla viðrulegar pelsfrúr Kellingar, finnst mér líklega) búin að starfa í kökuhóp ráðuneytis og skilaði niðurstöðum fyrir útlendinga og ekki krónu fyrir eldri borgara sem hafa greitt skatta og skyldur til ríkisins í 40 ár eða meira. Ekki króna fyrir fulla búsetu!

Svo spyr auglýsingin hvort ég teysti þessari frú?

Nei, er svar mitt.

Næsta auglýsing er um hvort ég teysti Kristbjörgu Kjeld (vona að nafnið sé rétt skrifað) til þess að leikstýra eða leika aðalhlutverk í leikriti. Þetta var einhvern vegin svona. Hvernig í veröldinni á ég að hafa skoðun á leikhæfileikum Kristbjargar? Mér fannst hún fínn upplesari og fínn leikari þegar ég sá hana leika en ég hef enga menntun til þess að meta starfshæfni hennar sem listamanns. Ég get þó sagt að ég treysti Kristbjörgu betur en Þórunni H.

Svo var einhvers staðar viðtal við Viðar og hann sagði minnir mig (ég nenni ekki að lesa viðtalið aftur) að félögin hefðu ákveðið að sýna fram á þann mikla auð sem liggur ónýttur í gömlu fólki og er gráhært! “Gömlu fólki og er gráhært” er mín túlkun!

Skemmtiklúbburinn með yfir 11 þúsund félagsmenn gerir það ekki endasleppt og er meira að segja búinn að plata velferðarráðuneytið til þess að taka þátt í kostnaðinum.

Hvað kostaði ævintýrið í heild?

Hver borgar það sem ráðuneytið borgar ekki?

Hvað fékk leikstjóri í laun?

Hvað fékk höfundur í laun?

Hvað kostar hver birting?

Þetta eru allt spurningar sem skemmtiklúbbur eldri Samfylkingarhóps, sem nú skipa stjórn FEB, þurfa að svara.

Mér er svo sem sama þó fylkinginarliðið sem komið er yfir 60 hópist í grúppu til þess að hafa gaman og halda dansiböll fyrir 100 manns og spilaklúbba og jólakortasölu og utanlandsferðir og guð má vita hvað grúppunni dettur í hug.

Það sem ég skil ekki er að fólk, venjulegt fólk, skuli láta plata sig til að borga félagsgjöld og vera svo auðtrúa að halda að samkoman ætli sér að berjast fyrir afnmámi þjófnaðar á lífeyrisgreiðslum þeirra sem hafa búið á landinu alla sína hundstíð eða að berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem skrimmta ekki af aumt skömmtuðum ellilífeyri.

Ég skil ekki að venjulegt fólk sjái ekki í gegnum plottið þegar formaður FEB fer inn á þing og flytur hugnæma jólakveðju úr ræðustól alþingis dulbúna sem fyrirspurn til þeirra sem aldrei hlusta og nýtur á sama tíma ljóma frægðar sem sparkmeistari fyrir áratugum og flokksbræður hans halda ekki vatni yfir því að fá að sitja hjá hetjunni.

Wilhelm Wessman hefur lýst því yfir að hvorki FEB eða LEB hafi svarað honum varðandi stuðning við málssókn hans vegna skerðinga á greiðslum til hans vegna tekna úr Lífeyrissjóði. Það virðist alveg sama hver situr í stólunum hjá FEB og LEB, fólki er skítsama um venjulega fólkið. Hagur þeirra vel stæðu er markmiðið og þar fæst árangurinn eins og kom í ljós á síðasta ári.

Hvað ætli það séu margir í stjórnum þessra sambanda sem taka hálfan ellilífeyri? Það væri fróðlegt að vita en auðvitað verður það ekki upplýst.

Hvað ætli það séu margir í stjón FEB sem njóta góðs af frítekjumarki atvinnutekna? Auðvitað verður það ekki gefið upp, persónulegar upplýsingar eða eitthvað svoleiðis.

Stjórnvöld hlusta á samtök sem hafa 11 þúsund manns á bak við sig. Reynslan hefur sýnt það.

Vinur minn einn kallar landið Skrípasker. Það er líklega réttnenfni því skrípleikurinn er alls staðar.

Skrípasker er eiginlega að verða að glæpaskeri.

Það er glæpur að láta fólk sem hefur 40 ára búsetu sitja á hakanum og ekkert gert til þess að bæta hag þess hóps. Það er glæpur sem gæti hæglega gerst í gjörspilltum löndum í mið Evrópu eða Brasilíu en ætti ekki að viðgangast í norrænu landi eins og Íslandi.

Graðir kallar hafa alla tíð haft sitt fram á landinu. Hvernig var það ekki með sýslumenn, lækna, presta og fleiri embættismenn, hér í denn. Þeir komu á sveitabæina og fengu staup og hlýtt rúm með ábót. Vinnukonurnar áttu ekki margra kosta völ og mörg voru börnin getin uppi í þessum hlýindum fyrri áratuga. Nú er allt vitlaust af því að einhverjir kallar sem ekki ráða við skaftið hafa nýtt sér vald sitt á síðari tímum. Auðvitað á ekki að láta kallana komast upp með svona athæfi en það sem ég skil ekki er að á meðan verið er að undirbúa enn eina gjöfina til glæpamannanna sem smjöttuðu í hruninu er ekki minnst einu orði á þann gjörning en allt fullt af sögum sem hafa verið sagðar oft áður af einum graðkalli!

Væri sama ákefð í umfjöllun um aðstæður fátæklinga á Íslandi og er notuð í graðkallaumfjöllun hefðu kjör almennings á Íslandi, bæði öryrkja og eldri borgara ásamt öðru fátæku fólki, verið bætt fyrir löngu.

Er ekki allt í lagi á Skrípaskeri, eða á ég kannski að breyta nafninu í Glæpasker?

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: