Nýárskveðja til vina minna

1.janúar 2019

Góðan daginn kæri lesandi.

Nýtt ár hefur heilsað og ég óska öllum sem þessa síðu heimsækja, gleði og gæfu á nýju ári.

49251703_1226134860871672_4053839662974763008_o

Þessi gaur sem situr keikur í stofunni hjá mér er táknið sem ég ætla að helga mér þetta árið.

Hann er svo bjartur og fallegur og fullur af baráttuvilja og lætur ekkert buga sig.

Þannig vil ég að árið mitt verði, það er árið 2019.

2018 var snúið og ekki alltaf auðvelt að koma mér í gang en heilsan er líklega það dýrmætasta sem við eigum. Ég hef gert það sem hægt er til þess að halda mér á löppunum og held því áfram á þessu nýja ári og svo verður árangurinn að koma í ljós og kannski verða næstu áramót allt öðruvísi en þessi.

Barátta fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja er snúin.

Ég var spurð fyrir nokkrum dögum hvað ég vildi gera og hvernig ég vildi haga baráttunni.

Ég held að ég sé komin með tillögu en er enn að velta henni fyrir mér og móta hana í huganum. Þegar hún kemst á blað verðið þið þau fyrstu sem sjá hugmyndina, ég get lofað ykkur því.

Það er gleðilegt að sjá hvernig fylgjendum hefur fjölgað hérna á síðunni (Milli lífs og dauða” á Facebook), sem er jú síðan okkar, og nýir bætast við.

Ég hef ekki gert neitt í því að auglýsa síðuna en það gæti hugsanlega verið hugmynd fyrir ykkur að mæla með henni ef ykkur finnst hún þess virði.

Eftir því sem fleiri comment koma á póstana því meiri dreifingu fær spjallið. Það þarf ekki endilega að vera neitt ofboðslega gáfulegt comment, bara eitthvað lítið og fuglinn flýgur af stað.

Ég vona að dagurinn verði ykkur sæmilegur og sendi kærar nýárskveðjur til ykkar frá Penela.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: