Hvatning til okkar sem viljum árið 2019 bjartara en árið 2018

1.janúar 2019
Ég skrifaði á Pírataspjallið fyrir nokkrum dögum en finnst full ástæða til þess að koma með þessar hugleiðingar mínar hér inn og koma þær í lok þess sem er að velkjast í huga mínum þessa stundina.

Fyrst þetta:

Á sama tíma og verið er að ýja að því að setja á stofn enn eitt flokksapparatið og það að vera fyrir fólk sem er orðið 60 ára og eldra, þá erum við með fólk inni á Alþingi sem er virkilega að fletta ofan hinu og þessu sem hefur fengið að grassera í áratugi.

Við þurfum engin smástyrni sem hafa ekki hugmynd um hvernig venjulegir eldri borgarar hafa það.

Við þurfum ekki nýjan flokk með niðurlægjandi nafni fyrir þá sem eru komnir yfir 60 ára markið.

Það þarf enginn að segja mér að fyrrverandi bankastjóri, þó hann sé úr eldra kerfi, hafi það svo slæmt að hann skilji hvernig þeim líður sem fá rétt rúmar 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur.

Við vitum hvernig baráttan hjá FEB hefur verið. Þau hafa fengið allt í gegn fyrir elítuna en ekkert fyrir okkur hin.

Þetta nýja apparat sem á að fara að stofna til þess að koma valdagráðugum velstæðum köllum í góða stöðu er blekking og venjulega fólkið má ekki láta blekkja sig eina ferðina enn með fagurgala sem er minna virði en ekki neitt.

Hér kemur svo innleggið mitt á Pírataspjallið

“Það getur vel verið að ég hafi áður sagt það sem ég ætla að segja en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Ég hef fylgst með stjórnmálum í áratugi, hóf að fylgjast með mjög ung og er nú 73 ára. Ég man aldrei eftir því að önnur eins barátta fyrir upplýsingastreymi frá Alþingi hafi verið háð hvorki utan þings né innan, og sú sem nú hefur litið dagsins ljós, vegna þrautseigju þingmanna Pírata.

Við kvörtum yfir því sem miður fer og gleymum oft að þakka fyrir það sem vel er gert. Þess vegna er ég nú að skrifa hér.

Ég er svo óendanlega þakklát þingmönnum Pírata, öllum, fyrir baráttu þeirra á nýliðnu þingi og hvernig þeir hafa ekki látið vaða yfir sig á skítugum skónum og haldið sínu striki. Það er full þörf á ungu fólki með bein í nefinu eins og þingmenn flokksins virðast allir hafa.

Nú í árslok vil ég senda öllum þingmönnum Pírata bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakka þeim fyrir að vera ungt fólk sem þorir.

Þakka ykkur öllum fyrir baráttuna sem stundum hefur virst vonlaus en þið hafið ekki gefist upp. Þakka ykkur fyrir að fletta ofan af spillinguni lag fyrir lag rétt eins og verið sé að vinna með lauk. Hvert lag sem opnast leiðir í ljós enn meiri rotnun og tími kominn til þess að ALLIR fulltrúar þjóðarinnar á hinu háa Alþingi líti í eigin barm og uppræti spilinguna.
Með nýárskveðjum til allra Pírata. /Hulda Björnsdóttir” Hér endar það sem ég skrifaði á Pírataspjallið.

Hvatning til okkar á þessum fyrsta degi nýs árs er þessi:

Nú er tími til þess að standa með þeim sem vilja spillinguna upp á borðið.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: