Er allt að verða galið á Skrípaskeri?

28.desember 2018

Gasalega sniðug hugmynd!

Afritað af vef Alþingis:

“Þingflokkar eftir alþingiskosningar 2017

Átta stjórnmálasamtök fengu fulltrúa kjörna á Alþingi í alþingiskosningunum 28. október 2017: Flokkur fólksins (4), Framsóknarflokkur (8), Miðflokkur (7), Píratar (6), Samfylkingin (7), Sjálfstæðisflokkur (16), Viðreisn (4) og Vinstri hreyfingin – grænt framboð (11).”

 

Hér að ofan sést hvernig Alþingi er skipað núna. Átta sjórnmálasamtök með fulltrúa þar.

Svo kemur hin gasalega sniðuga hugmynd frá Ragnari Önundarsyni um að stofna nýjan flokk, einn enn, átta eru ekki nóg, og á nýji flokkurinn að vera fyrir 60 ára og eldri.

Vel á minnst, það eru 2 þingmenn, sem voru reknir úr Flokki Fólksins sem sitja utan flokka á þingi núna, svo það eru eiginlega 9 öfl á hinu göfuga alþingi þegar árið 2019 gengur í garð.

Já, það veitir sko ekki af því að stofna enn eitt nýtt framboðið. Ég veit reyndar ekki, og nenni ekki að fletta því upp, hve gamlir brottreknu gaurarnir eru, en kannski er hér að verða til skjól fyrir þá.

Hér eru nokkur ummæli um hugmyndina:

“hroðaleg hugmynd; ef “frekjukynslóðin” – sá hópur – sem graðgaði til sín bestu bitunum af hagvexti sl 50 ára – platar blásnsnauða eldri borgara til að púkka undir framboð eignafólksins sem heimtar bæði skattfrelsi eigna og peninga . . . .”

“Já og endilega hafið það gamla Sjálfstæðismenn s.s. Ellert Schram og fleiri elli smelli, eða kjósið bara Pírata og þá lagast þetta og svo margt annað.”

“Ekki er öll vitleysan eins á þessu skeri”

“Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur opnaði fyrir umræður um framboð, þeirra sem eru eldri en sextugur, í næstu þingkosningum. Ragnar skrifaði um hugsanlegt framboð sem hann kallar „Gömlu brýnin“.

Ragnar segir undirtektir hafa verið hreint ágætar og allir nema einn, sem hafa tjáð sig, hafi verið jákvæðir.

Enn er óvíst hvert þetta leiðir en augljóst er að hugmyndin nýtur meðbyrs.

#Á næsta ári stofnum við sérstakan stjórnmálaflokk aldraðra, ,,Gömlu brýnin” gæti verið vinnuheiti hans. Enginn fær að vera á lista nema vera 60+,“ skrifaði Ragnar.”

Jæja, ég fór og gúgglaði hver þessi ágæti maður væri, þ.e. Ragnar Önundarson, og langaði að vita hvort hann væri kannski einn af almúganum sem berst í bökkum, eða hvort hann væri einn af elítunni.

Fyrrverandi bankastjóri, fyrrverandi hitt og þetta og veit sínu viti samkvæmt gúgglinu. Sérfræðingur í hinu og þessu, til dæmis um hvernig prófíl myndir stjórnmálakonur eiga að hafa á Facebook!

Hvað er að fólki?

Ætlar fólk virkilega að falla fyrir svona bulli?

Á nú að blekkja okkur sem varla eigum til hnífs og skeiðar og fá okkur til þess að kjósa nýtt apparat, enn eitt apparatið, sem kemur til með að kosta okkur, skattgreiðendur, morð fjár?

Ætlar fólk að láta  glepjast?

Ætlar fólk sem undanfarið hefur til dæmis verið dyggt stuðningsfólk Flokks Fólksins að snúa sér á hina hliðina og fara í samflot bara með hverju sem er ef það heitir eitthvað sem vísar til “gamalt”?

Þessi hugmynd er fyrir elítuna og ekki almennan eldri borgara.

Ef þið eruð svo barnaleg að trúa fagurgalanum, þá þið um það en Skrípasker hélt ég að gæti ekki orðið skrípalegra.

Svei mér þá, það er allt orðið bandvitlaust á þessu skeri og líklega er því ekki viðbjargandi.

Þið sem gleypið þessa hugmynd ættuð að gúggla gaurinn og ef þið, eftir gúgglið, eruð enn á því að styðja ruglið lýsir það best hugarástandi ykkar, stuðningsmannanna.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, held þó að hláturinn verði ofan á því heimskan er svo dásamleg.

Hvað málefni á þessi nýji flokkur að hafa?

Á bara að hafa málefni eldri borgara á stefnuskrá?

Á kannski að hafa utanríkismál með, eða barnaverndarmál? Bara svona til þess að taka smá dæmi.

Já, já, bjóðið bara fram og safnið saman gömlum Sjöllum og Siðflokksgaurum og kannski nokkrum Samfylkingarmönnum og konum og sjáið svo hvað kemur út úr fyrirbærinu.

Væri ekki nær fyrir þá sem hafa einhvern minnsta áhuga á því að bæta kjör eldri kynslóðarinna, þess hluta hennar sem þarf bætt kjör, því það eru ekki allir, væri ekki nær fyrir umbótafólkið að snúa sér til flokka sem eru nú þegar til og fá þá í lið með sér, frekar enn að stofna enn eitt nýtt apparat og sundra þvi sem fyrir er?

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: