Og þakklætið drýpur af trjánum !

27.desember 2018

Góðan daginn

Óendanlegt þakklæti mitt heldur áfram og takmörk þess verða enn endalausari þegar ég skoða hvernig hin dásamlega hækkun eftirlauna frá TR lítur út, ég er að tala um 3,6 prósentin góðu!

Ellilífeyrir er krónur 248.105 núna frá 1.janúar 2019 (3,6 % hækkunin!)

Þetta er svo dásamlegt og ég er í skýjunum borin þar um af endalausu þakklæti til hins örláta fjármálaráðherra og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem brosir fagurlega til okkar og segir okkur að allt sé svo dásamlegt.

Af hverju skil ég ekki það sem fjármálaráðherrann, fyrrverandi forsætisráðherra og frú núverandi forsætisráðherra eru að reyna af alkunnri manngæsku að troða inn í gamalt höfuð mitt? Af hverju? Hvað er eiginlega að mér? Er ég komin með elliglöp?

Einu sinni, fyrir langa löngu, var talað um að laun þingmanna væru svo lág að ekkert almennilegt fólk fengist til þess að fara á þing.

Einu sinni, fyrir langa löngu, var ákveðið að búa til apparat sem ákveddi laun þingheims og allt varð svo ægilega gott, eða hvað?

Skríllinn, almenningur, sem hefur það betra en nokkru sinni, að sögn fjármálaráðherra, reis upp þegar hann sá hvernig Kjararáðið, apparatið, skammtaði þingheimi og þeim sem undir ráðið heyrðu, gull af gulldiskum. Nei, nú var kominn tími til þess að leggja niður þetta bévaðans apparat og láta þingheim fá laun eins og annað fólk!

Fjármálaráðherrann lagði fram frumvarp sem var auðvitað samþykkt af stjórn og örfáum stjórnarandstöðu þingmönnum. Nú var búið að redda málinu og skríllinn gat troðið mótmælum upp í munninn á sér aftur, eða var það?

Þegar fólk fer að skoða frumvarpið kemur dásemdin í ljós.

Launin eru verðtryggð!

Þakklæti mitt fyrir hönd þingheims drýpur eins og hunang af trjánum og þegar ég skoða eftirlaunin mín eftir að hafa greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins í 40 ár verð ég enn auðmýkri og fell eiginlega alveg í stafi.

Ellilífeyrir hækkaði um dásamlegu 3,6 prósentin um áramót og verður 1.janúar 2019 krónur 248.105, hvorki meira né minna, en auðvitað fyrir skatt.

Hvað er ég eiginlega að belgja mig út?

Jú, staðreyndin mín er svona í laginu.

Á árinu 2018 voru eftirlaun mín frá TR krónur 182 þúsund krónur, rétt rúmlega og fara nú upp í heilar 188.445 krónur á mánuði.

Hvaða bull er þetta í þér manneskja, gæti einhver sagt. Ellilaun frá TR eru 248.105 á mánuði, þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

Dásemdin er sú að ég veit nákvæmlega hvað ég er að tala um. TR reiknar mér tekjur frá Lífeyrissjóði upp á krónur 157.572 á mánuði (fer úr rúmlega 152 þúsundum á mánuði árið 2018, það er jú væntanleg verðbólga á landinu fagra).

Til þess að sjá um að ég sé nú ekki að dansa um í auðævum á gamals aldri eru lögin yndislegu þannig að 157 þúsundin mín lækka greiðsluna frá TR niður í 188.445 á mánuði.

Sanngjarnt eða hvað?

Lífeyrissjóðurinn minn lækkar um 59.660 krónur á mánuði vegna þess dásemdar fyrirkomulags sem heitir SKERÐINGAR.

Æi, vertu ekki að rausa þetta manneskja, hættu þessu vanþakklæti og snúðu þér að því að vera þakklát fyrir að vel sé búið að þingheimi sem setur öll fallegu lögin og sér um að ALLIR FÁI EKKI jafnt!

Það verður að hugsa vel um fuglana sem eiga auðævi landsins, þú hlýtur að skilja það, og þú getur bara verið hamingjusöm. Þú færð að greiða fyrir auðævin og vertu ekki að kvarta endalaust manneskja.

Auðvitað er ég ekkert annað en þakklæti annan daginn í röð, það hljóta allir að sjá. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við allt þakklætið en reyni að finna eitthvað á morgun.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: