Þakklætið er að drepa mig!

26.desember 2018
Góðan daginn
Þakklæti er að drepa mig, alveg að gera út af við mig.

Af hverju?

Jú, ég fæ 3,6 prósenta hækkun á tekjur frá TR þann 1,janúar 2019 og ég ræð mér ekki. Úr þessu verður svo auðvitað mun minna þar sem ég er svo ósvífin að hafa sparað í lífeyrisjsóð og nú er ég að njóta þeirra ávaxta og þá kemur auðvitað stóri bróðir og skekur mig og skammar og refsingin er skertar tekjur frá TR.

Ég er svo innilega þakklát fyrir að blessaðir alþingismennirnir skuli nú vera búnir að leggja niður Kjararáð og í leiðinni að verðtryggja launin sín. Ég er svo óstjórnlega glöð og þakklát fyrir rausnarskap þingheims við sjálfan sig. Þetta er bara dásemd ein og ekkert annað.

Bara passa upp á að alþingismenn fái verðtryggð laun og þá er allt annað í fínum farvegi. Jú, ég veit að á Íslandi er annar í jólum en fjandakornið ég er svo full af þakklæti fyrir þessi 3,6 prósent sem eftirlaunin mín hækka núna um áramótin að ég bara get ekki orða bundist. Skrípasker er svo dásamlegt og alltaf samkvæmt sjálfu sér að ég ætti líklega að skammast mín og pakka saman og flytja í sæluna, eða hvað?

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: