Eitt og annað á föstudegi

21.desemeber 2018

Góðan daginn

Nú er kalt í litla landinu mínu jafnvel þó sólin skíni í bili.

Ég ætlaði að fara til Vieira De Leria í dag og anda að mér sjávarloftinu og hlusta á niðinn þegar öldurnar skella á ströndinni.

Eftir að opna Facebook og sjá að slys eru rétt í næsta nágrenni mínu, hvað þá á hraðbrautum og fjölfarnanir vegum, breyttist áætlunin og líklega held ég mig heima í dag og fram að áramótum þar til æsingurinn í umferðinni er liðinn og lífið komið í samt far aftur.

Kemst lífið í samt far aftur í Janúar í litla landinu mínu?

Það er stór spurning.

Við erum að horfa upp á gulu vestin rísa upp hér og mótmæla í Lissabon og stærri stöðum þar sem tekið er mark á mótmælum.

Í Miranda do Corvo var fundur fyrir nokkrum dögum þar sem einn íbúi mótmælti kaupum á nýjum bíl fyrir stjórnarherrana og vildi almúginn að bílnum yrði skilað og 2 nýjir keyptir í staðinn, það er ódýrari bíl, því hægt er að fá 2 góða fyrir verð þess sem keyptur var.

Verðhækkanir eru væntanlegar á öllu hér í litla landinu á nýja árinu, öllu nema rafmagni, sem virðist lækka vegna ofgreiðslu undanfarinna ára.

Útlendingar, bretatittirnir, mótmæla og bera saman Lissabon og London.

Tittirnir ættu að skammast sín og hunskast til þess að borga skatta til þjóðfélagsins, eða trítla til baka og setjast að í London aftur. Ég verð æf þegar ég hugsa til þess að við sem erum að reyna að vera heiðarleg búum við það að nágrannar í næsta húsi sem eru útlendingar borgi ekki krónu til samfélagsins en andskotist yfir því ef reynt er að halda heilsugæslu uppi og gera við vegi ásamt ýmsu fleiru sem skattar hjá venjulegu fólki eru notaðir til, og tittirnir nýta sér óspart.

Heimtufrekja bretanna er svo yfirgengileg að ég hugsa að þeir gætu sómt sér vel í elítunni á Íslandi.

Þá til baka að fréttum frá Skrípaskeri.

Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá að fyllibytturnar ætla að stefna öryrkjanum fyrir Landsrétt.

Hvað er eiginlega að þessum dómadags fíflum? Og þetta kýs fólk til þess að stjórna landinu, aftur og aftur.

Svo hlustaði ég á frú formann FF þar sem hún hellti sér yfir Útvarp Sögu og Pétur var nú ekki alveg sammála frúnni.

Síðan hlustaði ég á frúna í 18 mínútna “Samtali” á Bítinu þar sem hún fór yfir ferilinn.

Í báðum þessum tilfellum segir frúin að 2menningarnir hafi verið komnir yfir til Miðflokksins fyrir löngu.

Hvers vegna tók hún þá inn í flokkinn í byrjun? væri kannski ágæt spurning.

Ég ætla ekki að blanda mér meira í málefni FF en vona að þeir sem ætla að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum hugsi sig 10 sinnum um áður en þeir krossa við hana.

Ég hef vonda tilfinningu gagnvart Samfylkingu og forystu þess flokks. Ég held að þetta sé sami grauturinn þegar komið er í ráðherrastólana og sýndi sig þegar VG fengu völdin.

Ég er oft sannspá og þetta er tilfinning sem heldur fyrir mér vöku því kjósendur á Íslandi eru stundum svo ótrúlega trúgjarnir og gleypa hrá fallegu loforðin og skáldlegu yfirlýsingarnar.

Nú streyma inn jólakveðjur alls staðar frá, e-mail, Facebook, Messenger og guð má vita hvað.

Ég ætla mér að senda eina jólakveðju þann 23 á Facebook og það verður að duga. 23. er dagurinn sem í sumum löndum fólk er komið í jólin þar sem tímakornið er annað.

Kannski skrifa ég langt mail til bestu vina minna og segi frá ævintýrum ársins en það er ekkert endilega víst að það verði fyrir jól. Það gæti allt eins orðið eftir jól, eða á milli jóla og nýárs. Allt fer þetta eftir því hvort holterinn verður farinn af bringunni eða ekki.

Rétt að lokum.

Ég leyfði einum gaur að hringja í mig þar sem ég var svo einföld að trúa því að maðurinn ætlaði að leggjast í baráttu fyrir kjörum eldri borgara. Gaurinn reyndist ekki allur þar sem hann var séður og skyndilega var ég komin með commentara á ALLT sem ég setti inn á Facebook mína. Þegar hálfvitinn spurði hvort ég biði í bjúgu þá fékk ég nóg. Ég býð ekki í bjúgu og þeir sem eru í vandræðum með sína titti eða smá bjúgu verða að snúa sér eitthvað annað. Voðalega geta menn verið nautheimskir og ég ekki síður að trúa fagurgala um vilja til baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara þegar bjúgu eða bjúga er það sem rekur hálvitann áfram.

Guð blessi Skrípasker og forði því frá Miðflokksmönnum og fleiri slíkum.

Spillingin er endalaus og þarf að hreinsa til í GÖMLU flokkunum og henda út þeim sem halda úti fagurgala og loforðaflaumi sem rennur eins og rjómasósa upp úr pottum þeirra sem eiga peninga til þess að hafa humar og rækjur í forrétti.

Það gæti komið að því að á Skrípaskeri, rétt eins og í litla landinu mínu, risi almúginn upp og klæddist vestum og berði á spillingu og sukki. Kannski er árið 2019 ár breytinga og fagurlitaðra vesta. Ég mundi fagna því.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: