Hrísgrjón í jólamat – Hafragrjón eftir jól

  1. desember 2018

Góðan daginn

Forngripur settist á Alþingi Íslendinga og allt fór á hvolf.

Samflokksmenn gripsins féllu á kné og þvoðu fætur gripsins í skjalli og mikill var heiðurinn sem hinu háa Alþingi Íslendinga var sýndur með því að skella gamalmenninu inn í nokkra daga af því það var enginn annar laus.

Það er sorglegt að hafa forystu fyrir stórum hópi eldri borgara sem skilur nákvæmlega EKKI NEITT hvernig lífið gengur fyrir sig. Þessi forysta er ábyggilega gott fólk en ætti líklega að vera við eitthvað annað en baráttu fyrir bættum kjörum þeirra sem lepja dauðann úr skel ALLA MÁNUÐI ársins.

Nú fýkur í einhvern og mér er hjartanlega sama.

Þeir sem tala fyrir hönd hópsins, jafnvel þó partur af hópnum sé ekki einu sinni félagi í dans klúbbnum, hafa engan skilning á hvernig lífið gengur fyrir sig fyrir utan kassana sem þeir búa í.

Þetta ágæta fólk telur okkur vitleysingunum trú um að það sé verið að reyna.

REYNA er líklega besta orðið sem lýsir því sem verið er að gera.

Þeir sem ekki hafa séð þáttinn sem sýndur er í sjónvarpi og er í samvinnu við FEB ættu að líta þar við. Þar kemur einfaldlega í ljós skilningsleysið og vankunnáttan ásamt máttleysi baráttunnar.

Brennivín og dansiböll eru ágæt. Flottir jepplingar ekki síður og svo mætti lengi telja.

Við, þessi vanþakklátu, étum ekki jepplingana og dansiböllin. Nei við þessar frekjudollur viljum fá mat á diskinn okkar, ALLTAF, og við erum svo óforskömmuð að vilja líka hafa húsaskjól, alla vega yfir veturinn.

Við þessi vanþakklátu og óforskömmuðu, sem ég er stolt af að tilheyra, erum ekki tölur á blaði eða lína á línuriti.

Við erum fólk, fólk sem líður illa, ekki síst nú þegar allt vellur í auglýsingum um allt sem kaupa þarf og gera þarf fyrir jólin.

Það er enginn fulltrúi okkar í stjórn stærsta félags eldri borgara á Íslandi. Enginn.

Félagsskapurinn er of fínn fyrir þá sem ekki komast í hárgreiðslu fyrir jólin eða þó ekki sé talaðu um bað hvað þá að geta borðað almennilegan hollan mat. Fína fólkið hópast saman á dansiböllum og veislum sem þeim sem draga fram lífið á eftirlaunum, sem eru ekki einu sinni bjóðandi föngum á Litla Hrauni, er ekki boðið til.

Einn ágætur vinur minn skrifaði að hann vildi geta fengið eitthvað annað að borða en hrísgrjón og hafragraut jafnvel þó hann væri kominn til ára sinna og hættur að vinna.

Þessi vinur minn er bara einn af mörgum sem anda léttar þegar stórhátíðir eru um garð gengnar.

Þessi vinur minn er ekki á þeim buxunum að gefast alveg upp en það eru margir aðrir vinir mínir og þeir sjá ekki fram á næsta dag og bíða einfaldlega eftir því að dauðinn taki þá til sín. Örvæntingin er fyrir ofan skilning þeirra sem stjórna dansiböllum og hátíðum hinna vel stæðu eldri borgara.

Þeir sem tala fyrir hönd eldri borgara eru ekki hópurinn sem bíður dauðans með óþreyju. Nei þeir eru hópurinn sem fer á skíði til útlanda ef ekki snjóar reglulega vel á Íslandi. Þeir sem tala fyrir hönd eldri borgara fara til útlanda um jólin og halda þar gleðskap, jafnvel fyrir alla fjölskylduna og vini, og spila svo golf í þokkabót.

Hvað ætli það mundi gera fyrir forystu eldri borgara á Íslandi,ef það fólk þyrfti að lifa á launum okkar sem höfum jafnvel sparað í áratugi í lífeyrissjóði og niðurgreiðum svo það sem lögbundið er frá TR?

Hvernig ætli forystunni liði eftir 3 mánuði eða svo á launum vinar míns sem ekki sér fram á annað en hrísgrjón og hafragraut jafnvel það sem eftir er af veru hans á þessari jörð?

Ég verð æfareið þegar ég horfi og hlusta á þingmenn mæra hinn forna kappa sem gat sparkað bolta í gamla daga og var svo heppinn að komast að ræðustólnum á Alþingi. Gamalmennið hefði líklega átt að sleppa því að tala um eigin frægð og nota þessa 5 daga til þess að ræða málefni vinar míns og hafragrautinn sem býður vinar míns eftir að hrísgrjónin þrýtur.

Ég fordæm forystu, langar mig helst til þess að segja.

Ég ætla ekki að fordæma forystu, það tekur því ekki.

Forystan heldur velli.

Forystan sér um að venjulegt fólk, fólk sem hefur reynslu af því að óska þess heitast að kvöldi að vakna ekki að morgni, forystan sér um að svoleiðis fólk komist aldrei til valda í félögum sem gætu haft áhrif til bættra kjara eldri borgara, ALLRA eldri borgara.

Nei það er ekki bara formaðurinn, það er öll forystan eins og hún leggur sig sem er grútmáttlaus í baráttu fyrir bættum kjörum og leiðréttingu á kjörum eldri borgara.

Það er ágætt að búa til línurit og það er líka ágætt að skamma mig fyrir að vera óforskömmuð og andstyggileg. Það er ágætt að komast í stjórn hjá félögum en sum félög eru svo ómerkileg að þau ættu að skipta um nafn og hætta að telja fólki trú um að verið sé að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara.

Á meðan forysta í baráttu fyrir eldri borgara er samansett af fólki sem hefur það fínt á efri árum breytist ekkert.

Á meðan forysta eldri borgara er leidd af fólki sem lifir á frægð áratugum aftur í tímann og gleymdi að færa sig inn í árið 2018 er engin von fyrir venjulega fólkið.

Vonleysið mum leiða suma í sjálfsmorð þegar líða tekur á veturinn en það má auðvitað ekki skemma jólahugvekjuna með svoleiðis tali.

Þegar sjálfsmorð er orðið eina úrræðið er svo mikið að í þjóðfélaginu að stokka ætti upp en það verður auðvitað ekki gert.

Það sem mun gerast er að kassar FEB og LEB munu fá hærri hliðar og séð verður til þess að ekki þurfi að tala um RAUNVERULEIKA sem grasserar utan kassanna.

Kannski getur vinur minn keypt sér dýrari hrísgrjórn fyrir jólin, svona til hátíðabrigða og það mundi auðvitað gleðja forystusveit eldri borgara.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: