Opið bréf til Alþingismanna – ofbeldi ?

  1. desember 2018

Opið bréf til alþingismanna

Þingmenn!

Ég veit ekki hvernig ég á að ávarpa ykkur. Mér finnst háttvirtir ekki eiga við alla. Mér finnst virðulegi ekki eiga við alla og ég get alls ekki sett Kæri þingmaður því margir eru mér ekki kærir þessa dagana og ég er ekki þekkt fyrir að smjaður og þess háttar.

Ofan á verður því að ávarpa ykkur einfaldelga sem

ÞINGMENN

6 úr ykkar hópi eru nú athlægi út um allan heim og ekkert hægt að gera til þess að losna við lýðinn. 6 fyllibyttur sem kjörnar hafa verið til þess að stjórna landinu og setja lög fyrir þjóðina til þess að hægt sé að bera virðingu fyrir öllum sitja að sumbli og þjóðfélagið fer á hvolf.

Þið komið hver á fætur öðrum í útvarps- og sjónvarpsþætti og ræðið alvarleika málsins og sumir geta ekki sofið vegna ásakana og ummæla þessa sóma hóps sem gengin er nú í Klaustur og verður líklega staðsettur þar næstu vikurnar en svo gleymist allt gumsið, nýjar kosningar og allir vinir.

Ég er hjartanlega sammála því að ummæli sexmenninganna eru viðbjóður og ég hef ekki hlustað á upptökuna, nema það sem birt var í viðtali við Lilju í gær. Það sem ég heyrði frá hópnum þar var miklu meira en nóg fyrir mig.

Lilja komst vel frá viðtalinu og var málefnaleg og hreinskilin.

Sigmundur hefur eins og venjulega logið áfram og auðvitað verður ekkert gert við hann. Hann stofnar bara nýjan flokk og allt í gúdí gúddí.

Einn kvenráðherra er hrædd. Ég veit ekki við hvað hún er hrædd. Líklegt þykir mér að ekki verði hún lamin eða húðstrýkt af öðrum þingmönnum.

Ofbeldið er auðvitað voðalegt og ef einhver dugur er í ykkur Þingmönnum, þá sjáið þið einhvern vegin til þess að 6 menningarnir, allir, víki af samkundunni og varamenn komi inn.

Ofbeldið er ekki bara á hinu háa Alþingi.

Ofbeldið er stundað daglega og þykir þeim sem að kjötkötlunum standa og ráða yfir ríkisfjármálunum ekki neitt athugavert við það ofbeldi og kalla það ekki einu sinni sínu rétta nafni.

Hér er ég að tala um kjör eldri borgara og öryrkja og hvernig ríkisstjórninni, sem margir ykkar þingmanna standa að, þykir ekkert athugavert við og styðjið ofbeldið daglega og ekkert heyrist í ykkur.

Þið þingmenn fenguð jólabónus sem skagar hátt upp í eftirlaun mín.

Ekki ætla ég að telja það eftir þó þið fáið bónus fyrir jólin, það er að segja ef mér þætti ekki sárt að vera beitt ofbeldi í hverjum einasta mánuði þegar ég er látin greiða niður þann lífeyri sem ég hef áunnið mér með greiðslu skatta til þjóðfélagsins alla mína hundstíð og tekjur mínar frá Lífeyrisjsóði verða að svo til engu þegar búið er að lækka lífeyrinn frá TR.

Auðvitað finnst ykkur þetta ekkert sambærilegt við ofbeldið sem sumum var sýnt með ummælum sexmenninganna á Klaustrinu yfir glasi á meðan verið var að ræða fjárlög fyrir næsta ár á vinnustað hópsins sem þau áttu auðvitað að vera á en kusu Klaustrið og sumbl frekar.

ÞINGMAÐUR

Hefur þú hugleitt hvernig fátækum eftirlaunaþega og öryrkja líður núna fyrir jólin?

Hefur þú hugleitt hvernig það er að hlusta á allar auglýsingarnar og horfa á allt sem hægt er að gera sér til gamans í þjóðfélaginu í desembermánuði, ef þú átt ekki fyrir mat nema rétt hálfan mánuðinn? Hefur þú hugleitt þessa líðan og hvort það gæti kannski jaðrað við ofbeldi að stjórnarherrar skammti svo þröngt að ekki sé hægt að lifa út mánuðinn?

Hefur þú hugleitt hvernig það er fyri öryrkjann með börn að geta ekki svarað því hvort jólagjafir verði í ár, eða hvort matur verði á borðum þessi jól?

Hefur þú hugleitt hvernig öryrkjanum líður sem getur ekki gefið barninu sínu nýtt klæði fyrir jólin eða leyft barninu að fara á jólaskemmtun með félögunum eða hvort barnið fái yfirleitt að borða yfir jólin? Hefur þú hugleitt þetta ÞINGMAÐUR?

Eldri borgarar, margir hverjir, kvíða hátíðsdögum meira en öðrum dögum. Jólin eru hjá þeim myndbirting helvítis á jörðu. Þeir eiga kannski ættingja sem þeir vildu gjarnan vera hjá um jólin en treysta sér ekki til þess að láta ættingjana sjá hve bágt ástandið er, bæði andlega og líkamlega.

Desember er hræðilegasti mánuður allra mánaða hjá slíkum eldri borgurum. Þeir bíða eftir því að janúar komi svo þeir geti andað aftur. Þeir standa á öndinni og hjartað berst eins og það sé að reyna að komast út úr líkamanum. Sumir hafa ekki þrek og stytta vanlíðanina og hraða för yfir í eilífðina. Aðrir þrauka eitt ár enn og reyna að vona að þið ÞINGMENN sjáið aumur að þeim sem byggðu upp þjóðfélagið og hættið að svelta þá þegar komið er að starfslokum.

Fyrirlitning sexmenninganna á öryrkjum var alveg kýrskýr. Kannski er það sem þeir sögðu um þann hóp á fylliríinu viðhorf fleiri sem sitja við stjórnvölinn.

Það er alla vega ljóst að gjörðirnar bera því viðhorfi vitni.

ÞINGMENN sem sitjið í ríkisstjórn!

Þið getið hneykslast á Klausturklíkunni og er það alveg rétt EN þið þurfið að líta í eigin barm og skoða hverjir það eru sem beita öryrkja og eftirlaunaþega ofbeldi ALLA DAGA allan ársins hring með því að skammta þessum hópum svo smánarleg kjör að ekki sæmir hundinum ykkar.

Nú er búið að leggja niður Kjararáð og þið ÞINGMENN búnir að verðtryggja laun ykkar.

Jólabónus eða ekki er ekki aðal málið. Aðal málið er að þið hvert og eitt ykkar sem situr í ríkisstjórn eruð kannski ekki svo mjög ólík þeim sem sátu að sumbli þegar litið er á framkomu ykkar við öryrkja og eldri borgara.

Ljósið í myrkrinu er þó að það eru nokkri ÞINGMENN sem sjá sóma sinn í því að grafast fyrir um hvernig spillingin hefur grasserað í áratugi á Alþingi Íslendinga og fá þessir ágætu þingmenn auðvitað bágt fyrir hjá spillingarliðinu, bæði því sem nú situr og því sem hefur setið að kjötkötlunum undanfarna áratugi.

Ég veit ekki hvort þetta bréf mitt hefur nokkur áhrif. Ég gat hins vegar ekki orða bundist og þegar ég hugsa til þess tíma þegar ég var að berjast í bökkum og sá ekki fram á næsta dag, hvað þá fram á jól fyrir fjölskylduna og það rifjaðist upp fyrir mér hvernig mér leið og hvernig ég náði ekki andanum þegar verið var að spyrja mig hvort ekki væri kominn tími til þess að fara að versla fyrir jólin, þá varð ég að tala við þingmennina sem einhverja sómatilfinningu hafa innra með sér og biðja þá að sýna eftirlaunafólki og öryrkjum sömu virðingu og kvótagreifum.

Ég get ekki sagt að mér sé létt í huga núna. Ég er ofboðslega reið og sár fyrir hönd þessara hópa og ef við, þessir hópar, hefðum fengið jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum og á Alþingi og fyllibytturnar þá hefði líklega eitthvað gerst í málum okkar.

Nei, öryrkjar og eftirlaunaþegar eru hornrekur í íslensku þjóðfélagi og verða líklega áfram á næsta ári á meðan fyllibyttur fá uppreisn æru og halda áfram að lepja veigar úr glasi og draga niður skó þeirra sem þeir vilja á meðan þeir ættu að vera í vinnunni á Alþingi.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: