Svar forseta Alþingis við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um kostnað við farsíma og nettengingar.
- Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna farsíma þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum.
2. Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna nettengingar á heimili þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum. Einnig komi fram sundurliðun á kostnaði við nettengingu og gjaldi vegna aðgangs að fjarskiptakerfi.
Skrifstofa Alþingis sundurliðar ekki símakostnað og nettengingar á heimili í bókhaldinu og er það í samræmi við skráningarlykla Fjársýslu ríkisins. Svar við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar er því tekið saman.
Símagjöld og afnotagjöld af línum eftir notendum og árum. | ||||
Þingmenn | Starfslið þingflokka og formenn flokka |
Starfslið skrifstofu Alþingis |
||
2013 | 28.292.381 | 17.682.760 | 1.063.855 | 9.545.766 |
2014 | 28.201.293 | 16.858.796 | 684.465 | 10.658.032 |
2015 | 21.299.774 | 14.412.139 | 606.008 | 6.281.627 |
2016 | 17.693.086 | 12.016.175 | 557.201 | 5.119.710 |
2017 | 14.123.976 | 8.395.556 | 754.042 | 4.974.378 |
109.610.510 | 69.365.426 | 3.665.571 | 36.579.513 | |
Símagjöld og afnotagjöld af línum sundurliðað eftir lánardrottnum og árum. |