Hver er að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara?

18.nóvember 2018

Er einhver alvöru barátta fyrir bættum kjörum eldri borgara?

Hvað er Grái herinn eiginlega?

Tekið af síðu hersins:

“Grái herinn – baráttuhópur innan FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Hann berst fyrir mannsæmandi kjörum og virðingu allra.”

 “Baráttuhópurinn er sjálfstæður, en starfar undir merkjum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Áherslan er einkum á réttindi eftirlaunafólks, það er þeirra sem hafa áunnið sér rétt til eftirlauna úr lífeyrissjóðum, þótt takmarkið sé vissulega að allir eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi og átt „áhyggjulaust ævikvöld“, eins og lofað var þegar stofnað var til Lífeyrissjóða hér um árið. Þessum markmiðum verður þó ekki náð nema að til komi víðtæk hugarfarsbreyting í samfélaginu í garð aldraðra, sem og samstaða allra þeirra, sem láta sig þessi mál varða.”

 “Í herráði Gráa hersins sitja nú:

Erna Indriðadóttir, herforingi

Ásdís Skúladóttir, Bryndís Hagan Torfadóttir, Ellert B. Schram, Gísli Jafetsson, Wilhelm Wessman og Þórunn Sveinbjörnsdóttir”

Tilvitnun lýkur.

Á ég að trúa því að formaður LEB sé í stjórn hersins?

Það getur varla verið, þetta hljóta að vera gamlar upplýsingar.

Það er sorglegt að félag eins og FEB skuli ekki vera í alvöru að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara.

Árið 2018 er jólakortasala á dagskrá FEB, ha, JÓLAKORTASALA? Komon, gangið inn í nútímann, ef þið vilduð vera svo elskuleg.

Staðreyndin er sú að þingmenn hlusta á talsmenn félaganna og taka mark á kröfum þeirra, það kemur fram í upplýsingum um störf nefndar um fjárlög á alþingi.

Þeir sem eru í forsvari fyrir eldri borgara og koma fram fyrir hönd þessara félaga sem ég nefni hér á undan tugga endalaust um upphæðir eftirlauna frá TR og tala um 300 þúsund.

Þetta fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að 60 þúsund króna heimilisuppbót er félagsleg aðstoð en ekki lífeyrir, rétt eins og t.d. húsaleigubætur sem sumir fá.

Hvernig er hægt að treysta fólki sem kemur fram fyrir hönd okkar eldri borgara sem veit stundum ekki hvað 2svar sinum 2 eru?

Ég viðurkenni það fúslega að ég hamast endalaust á þessum félögum FEB og LEB. Það er einfaldlega þannig að þetta er fólkið sem talar fyrir hönd hópsins og þetta fólk er inni í einhverjum ótrúlegum kassa og kemst ekki upp úr honum.

Mér er þó kunnugt um að einn í stjórn FEB veit hvað heimilisuppbót er og hvernig hún hefur verið hækkuð mun meira en eftirlaunin sjálf. Það heyrðist mikið í þeim stjórnarmanni áður en hann fór í geymið en nú er heldur minna sem ég sé frá honum. Hvað veldur? Ég batt vonir við að eitthvað breyttist. Kannski er eitthvað að breytast og ég sé það bara ekki.

Þegar fólk flýr land til þess að komast af þá missir það alla félagslega aðstoð og þar á meðal heimilisuppbót!

Eftirlaunin minnka frá TR strax um rúm 60 þúsund á mánuði og skiptir þá ekki máli hvort fólk býr eitt eða ekki.

Annað sem er vert að hafa í huga fyrir þá sem hyggja á flutninga. Það er ekki sama hvert þið farið. Ef þið farið til dæmis til Asíu landa fáið þið ekki eftirlaun frá TR. Sumum gæti dottið í hug að flytja til dæmis til Tælands. Nei þangað komast eftirlaun frá TR ekki, sama hvaða árafjölda þið eigið að baki á Íslandi. Ástralía gæti líka verið hugsanlega áhugaverð fyrir suma. Nei, ekki þangað segja reglurnar.

Þið megið búa í Evrópu, Canada og Bandaríkjunum ef þið ætlið að fá eftirlaun frá Tr en ekki láta ykkur dreyma um aðra staði.

Eru þetta ekki átthagafjötrar?

Auðvitað liggja einhver rök að baki svona reglum, eins og öllum reglum, en þau eru einkennileg svo ekki sé meira sagt.

Ég vildi óska að fólk hætti að tala um heimilisuppbót í sama orði og eftirlaun frá TR.

Af hverju talar þetta sama fólk ekki um húsaleigurbætur sem sumir fá?

Ef einhverjum dettur í hug að það sé nóg að skilja við makann og þá komi heimilisuppbótin eins og fljúgandi fugl væri ágætt að skoða málið betur.

Það er ekki nóg að skilja, það þarf að fytja í burtu af heimilinu og það þarf að búa einn. Ef eftirlaunaþegi er til dæmis lasinn og þarf aðstoð 24 klst á sólarhring og einhver býr hjá honum til þess að aðstoða hann fellur heimilisuppbótin, félagslegi styrkurinn, niður.

Ef eftirlaunaþegi hefur ekki efni á því að búa einn og flytur til barna sinna þá býr hann ekki lengur einn og félagslegi pakkinn, heimilisuppbótin, fellur niður.

Já, ég veit það vel að þessi heimilisppbótarpakki var settur á fyrir nokkrum árum til þess að létta undir með þeim sem búa einir! Þið getið sparað ykkur að útskýra það fyrir mér, ég veit það.

Það er hægt að skoða dæmið enn lengur en ég læt þetta nægja í dag.

25 þúsund króna frítekjumark er í gildi núna.

Fyrir nýju almannatryggingalögin var frítekjumarkið rétt rúmlega 100 þúsund.

Fyrir samþykkt nýju almannatryggingalaganna var ætlunin að fella frítekjumark alveg niður og setja á krónu á móti krónu skerðingu en á síðustu stundu datt einhverjum það snjallræði í hug til þess að troða upp í mótmæli að setja af einskærri gjafmildi inn 25 þúsund króna markið!

Jafnvel þó hið háæruverðuga alþingi sæi sér ekki fært að fella niður allar skerðingar þá væri strax bót í því að hækka frítekjumarkið fyrir alla, ekki bara fyrir þá sem enn eru að vinna, upp í það sem það var fyrir nýju lögin, sem sagt t.d 109 þúsund á mánuði.

Auðvitað yrðu teknir skattar en eyðslufé yrði meira og mundi skila sér út í þjóðfélagið.

Fólk hefði aðeins meira á milli handanna og gæti leyst út lyfin sín og keypt sér mat alla daga.

Ég hef haldið því fram og geri enn að þegar fólk er svelt hálfu hungri og hefur ekki hússkjól verða til ótal vandamál sem kosta ríkið mun meira en þessi einfalda aðgerð að hækka frítekjumarkið hjá öllum upp í 109 þúsund á mánuði.

Það þýðir lítið að hækka eftirlaunin og niðurgreiða þau með greiðslum frá Lífeyrissjóðum eins og nú gerist. Hækki eftirlaunin frá TR í núverandi kerfi lækkar verðgildi þess sem fæst frá Lífeyrissjóði. Fólkið er eiginlega fast í gildru sem ómögulegt er að komast upp úr miðað við þetta lákúrulega 25 þúsund króna frítekjumark.

Ég bara nenni ekki að tala um flokka sem lofuðu öllu fögru fyrir kosningar og komust að með uppgjafa fólk frá öðrum flokkum eða flokka sem töldu einföldum kjósendum um að aldrei yrði farið í samstarf með þeim sem voru að fara frá vegna spillingar og óstjórnar en sitja nú eins og þægir krakkar undir ofurstjórn þeirra sem drepa flokka í stríðum straumi sem voga sér að fara í samstarf. Ég bara nenni ekki að tala um þetta á sunnudagsmorgni í hávaðaroki.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: