OPIÐ bréf til þingmanna sent með e-maili til allra þingmanna og vona ég að þeir opni mailið og lesi bréfið.

  1. nóvember 2018

OPIÐ bréf til þingmanna sent með e-maili til allra þingmanna og vona ég að þeir opni mailið og lesi bréfið.

Ég niðurgreiði greiðslu frá TR með sparnaði mínum í Lífeyrissjóð.

Vitið þið af þessu háttvirtu þingmenn?

Finnst ykkur þetta vera í lagi?

Ætlið þið að gera eitthvað í málinu?

Ég ætla að leyfa mér að sýna fram á hvernig mitt persónulega dæmi lítur út í krónum. Ég tek mig sem dæmi þar sem ég tilheyri ekki hópnum sem hefur aldrei greitt í Lífeyrissjóð, einhverra hluta vegna og ég tilheyri heldur ekki hópnum sem er allra verst settur í þessu kerfi. Ég tek mig sem dæmi vegna þess að hækki eftirlaun frá TR mun ég fá enn minna af tekjum mínum frá Lífeyrissjóði, sem ég hef þó greitt í samkvæmt lögum í 40 ár, eða alla starfsæfi mína á Íslandi.

Það er nefninlega þannig að í núverandi kerfi niðurgreiðir sparnaður minn í Lífeyrissjóð það sem ég á rétt á að fá frá Tryggingastofnun ríksins!

Lífeyrir minn eftir 40 ára starfsæfi og greiðslu skatta allan þann tíma er þessi:

Frá Lífeyrissjóði fæ ég krónur 152.000 á mánuði fyrir skatt

Frá Tryggingastofnun fæ ég krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt

Samtals gerir þetta krónur 334.334 fyrir skatt, og eftir skatt eru þetta 264.726 krónur

Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimlisuppbót, sem ég fengi annars ef ég byggi ein og á Íslandi. Heimilisuppbót er ekki partur af lífeyri, hún er félagsleg aðstoð sem ég ætti rétt á ef búseta mín væri ekki erlendis.

Skoðum dæmið aðeins betur.

Ef ég fengi ekkert frá Lífeyrissjóði, hefði aldrei sparað í hann, þá væru tekjur mínar þessar:

Frá TR 239.484 krónur á mánuði fyrir skatta.

Eftir skatt væri upphæðin krónur 204.914 á mánuði.

Eins og ég sagði fyrr fæ ég greiddar krónur 152.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og verða þær til þess að lífeyrir frá TR lækkar um krónur 57.150 á mánuði fyrir skatt.

Greiðsla til mín frá Lífeyrissjóði niðurgreiðir lífeyri frá TR um 57.150 krónur á mánuði, er þetta ekki eitthvað einkennilegt?.

Annað sem ég vil einnig vekja athygli á er að mismunur á greiðslum til mín og þess sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru krónur 59.182 eftir skatt.

Ég fengi kr. 264.726 eftir skatt

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð fengi kr. 204.914 eftir skatt

Ég fengi 59.182 krónum meira samkvæmt núverandi kerfi en sá sem aldrei hefur greitt í Lífeyrissjóð

Frítekjumark eftirlauna frá TR eru krónur 25 þúsund á mánuði.

Þá spyr ég:

Nú hefur gengið tekið á sig uppsveiflu svo um munar. Verðbólga fer væntanlega af stað. Laun frá Lífeyrissjóði hækka um verðbólgu prósentuna. Hvað gerist þá?

Hækki lífeyrir frá TR og hækki greiðslur frá Lífeyrissjóði vegna verðbólgu, hver greiðir þá hækkunina frá TR? Jú, hækkun Lífeyrissjóðstekna niðurgreiðir hækkunina hjá TR. Skerðingarkerfið er þannig.

25 þúsund króna frítekjumark breytist ekki

Jú, jú, það er 100 þúsund króna frítekjumark ef fólk er enn á vinnumarkaði.

Jú, það er líka hægt að taka hálfan ellilífeyri og fá óskertar greiðslur frá TR, auðvitað bara hálfar greiðslur, en engine skerðing þar.

Hver hefur efni á því að taka hálfan ellilífeyri?

Er það fólk eins og ég sem niðurgreiðir það sem greitt er frá TR?

Nei, það eru þeir sem einhverra hluta vegna hafa það góðar tekjur að þeir þyrftu ekki endilega að sækja um ellilífeyri frá TR.

Venjulegt fólk, fólk eins og ég, getur ekki frestað því að taka eftirlaun frá TR. Venjulegt fólk eins og ég er ekki par hrifið af því að hafa borgað í lífeyrissjóð alla sína starfsæfi og niðurgreiða svo þau réttindi sem hafa áunnist við það að greiða skatta og skyldur til samfélagsins.

Skerðingar vegna greiðslna úr Lífeyrissjóði eru til háborinnar skammar fyrir íslensk þjóðfélag.

Alþingismenn geta, ef þeir vilja, fundið peninga í hýtinni til þess að afnema þessar skerðingar hjá venjulegu fólki en auðvitað þyrfti að vera þak á gjörningnum.

Ég sé ekki ástæðu til þess að sá sem hefur t.d. milljón á mánuði í tekjur, einhverjar tekjur, eigi að fá greitt frá opinberu kerfi. Þeir sem svo er ástatt fyrir geta séð um sig sjálfir á meðan við hinn venjulegi lítilmótlegi eldri borgari sem byggði upp þjóðfélagið fyrir þá sem nú sitja hið háa Alþingi eiga ekki að þurfa að niðurgreiða með sparnaði sínum það sem þeim er skammtað með lögum í ellilífeyri frá TR.

Einhver gæti sagt að mér væri heitt í hamsi.

Já, það er rétt.

Ég vona að alþingismenn sjái sóma sinn í því að opna þetta mail frá mér og lesi það. Setjist síðan niður og hugleiðið málið. Ég gæti verið ættingi ykkar. Ég gæti verið móðir ykkar. Ég gæti verið einhver úti í bæ og ekkert skyld ykkur.

Það sem ég er, ásamt svo mörgum öðrum, er eldri borgari sem er ekki par hrifinn af stjórnaháttum sem passa upp á að eldri borgarar geti helst ekki lifað og fyrir víst ekki haft mat á diskinum sínum alla daga mánaðarins.

Það eru til peningar.

Spurningin er einfaldlega í hvað þeir eru notaðir.

Ríkið er ekki síður ég og fátæku eldri borgararnir, en þú ágæti þingmaður, sem þarft líklega ekki að kvíða eftirlaunadeginum þínum.

Nú er kominn tími til þess að sýna manneskjuhliðina og afnema skerðingar á eftirlaunum frá TR og setja þak á skerðingarnar. Þeir sem hafa milljón á mánuði eiga ekki að fá eftirlaun frá TR.

Virðingarfyllst

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: