Eru íslenskir fjölmiðlar í þöggunarham?

20.október 2018

Góðan daginn

Hér í Penela er fallegt vetrarveður, sól og sæmilega hlýtt þar sem hún skýn.

Viðurinn kemur í hús í dag og þá get ég hitað upp með arninum. Þegar kólnar meira verður sentral hitunin sett í gang og þá fljóta evrurnar eins og iðandi foss út um gluggann.

Það er munur á því að borga 8 evrur á mánuði fyrir gas og stökkva svo yfir veturinn upp í 3 eða 4 hundruð. Ég er auðvitað kuldaskræfa með of þröngar æðar og skildi vetrar snjóbuxurnar eftir á Íslandi fyrir mörgum mörgum árum. Það væri oft gott að hafa þær hér í litla landinu mínu en vonandi halda þær hita á einhverjum Íslendingi sem þarf þeirra með. Þær voru góðar!

Jæja, nú er ég komin langt út fyrir erindið.

Hvers vegna sest ég niður núna og skrifa?

Jú, ég hef verið að hugleiða svolítið hvernig fólk sem skrifar um kjör eldri borgara og öryrkja finnur fjölina sína.

Einhverjir virðast hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum og er það fínt.

Aðrir hafa líklega ekki aðgang að einu eða neinu öðru en Facebook.

Einhverjir hafa sett upp sérstakar bloggsíður og enn aðrir hafa sett upp sér síður á Facebook.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur úti þáttum í sjónvarpi þar sem fjallað er um málefni þeirra sem standa sæmilega að vígi, sýnist mér.

Og einn netmiðill er í loftinu, það er að segja einn sem ég veit um, kannski eru þeir fleiri.

Þá eru það einstaklingarnir sem skrifa á Facebook síðuna sína og hafa kannski ekki aðgang að neinu öðru.

Síðast en ekki síst eru svo þeir sem hvorki hafa Facebokk, blogg, netmiðil eða aðgang að fjölmiðlum. Þessi hópur talar sín á milli og við vini og kunningja um málefnin.

Þetta eru leiðirnar sem mér detta í hug í augnablikinu.

Nú bregður svo við að þeir sem hafa getað farið í fjölmiðla þegar þeim hefur líkað, halda því fram að fjölmiðlar séu komnir í vont hlutverk og kannski orðnir óvinir viðkomandi.

Það er talað um ÞÖGGUN og ég bíð spennt eftir því að nú komi upp hróp um að fjölmiðlar, langflestir, séu orðnir ÓVINIR ÞJÓÐARINNAR.

Ég hef trú á fjölmiðlum.

Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvað fjölmiðlum finnst merkilegt og hvað ekki.

Ég fer ekki í fýlu ef fjölmiðill vill ekki birta það sem ég er að skrifa um málefni sem liggja mér þungt á hjarta. Eg bíð bara róleg eftir því að minn tími komi.

Það eru margar leiðir til í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja.

Ég er þó farin að hallast að því að best sé að snúa sér beint til þingheims. Það tekur tíma að ná athygli þeirra, sérstaklega ef maður er ekki á landinu.

Þolinmæði er það sem ég hef verið að argast við. Þolinmæði og að gefast ekki upp. Ég held að það sé líka nokkuð vænlegt til árangurs þegar verið er að heimta að kjör eldri borgara og öryrkja séu leiðrétt STRAX að benda á hvar peningarnir sem á að nota strax séu niður komnir.

Það er ekkert endilega víst að þingheimur hafi komið auga á STRAX peningana og þá er auðvitað ekkert auðveldara en að þeir sem skrifa kannski dag eftir dag eftir dag eftir dag um að leiðrétta SKULI kjörin STRAX bendi þingheimi á í hvaða skúffu skuli fara.

Það er ánægjulegt þegar þingmenn taka eftir því sem verið er að skrifa. Ég er sannfærð um að fleiri en þeir sem hafa orð á því hvað þeir hafa lesið, hafa séð skrif og vaknað aðeins til hugsunar sem er örlítið á skjön við það sem venjulega er. Það er hins vegar óþarfi og ekki vænlegt til árangurs að æpa um þöggun og valdnýðslu fjölmiðla þó þeir birti ekki allt sem kemur til dæmis á Facebook eða á blogg síðum.

Ég er sannfærð um að engin þöggun sé í gangi. Fréttamat er bara misjafnt og getur breyst á einu augnabliki.

Einn góðann veðurdag verða fjölmiðlar ábyggilega fullir áhuga á málefnum eldri borgara. Það þarf bara þolinmæði og þrautseigju þeirra sem eru að vekja athygli á málefninu og óþarfi að fara í fýlu þó BESTI STAÐUR færist til í einhverju blaði.

Þorlinmæðin borgar sig yfirleitt.

Ég ætti kannski að enda þetta með því að berja mér aðeins á brjóst! Nei, ég held ég geymi það til betri tíma, og kannski þarf ég bara ekkert að berja mér brjóst.

Ég er bjartsýnni núna en ég var fyrir nokkrum vikum. Ég held að ég hafi fundið part af fjölinni minni og líklega fylgir heil spýta í kjölfarið.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: