Gengið er farið til andskotans – takk fyrir að tala endalaust um það baráttufólk fyrir eldri borgara!

17.okbóber 2018

Ég er öskureið.

Hefur einhver hér séð mig segja þetta áður?

Líklega, en ekkert sérlega oft þó.

Á örfáum dögum hef ég orðið fyrir launatapi sem nemur hvorki meira né minna en 26.628 krónum.

Gengið fellur og þetta er einfaldlega staðreynd hvernig ég kem út í dag og líklega enn verra á morgun þar sem hátökk krónunnar heldur áfram.

Tugir þúsunda íslendinga hafa flúið örbirgð á landinu og sest að í útlöndum í þeirri von að geta lifað dag frá degi án þess að þurfa að óttast að hafa ekki mat næsta dag.

Þessir Íslendingar hafa ekki hátt.

Þessir Íslendingar eru eftirlaunafólk og öryrkjar ásamt fátæku ungu fólki.

Á Íslandi er gamall pólitíkus sem skrifar fjálglega á hverjum einasta degi um að hækka skuli bætur TR og það skuli gera strax. Þessi ágæti pólitíkus vill ekki að honum sé mótmælt og segir að ég eigi ekki að vera að skrifa á móti honum. Nú er hann búinn að afreka að fá 7.905 manns til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun, sem var EKKI aðgengileg fyrir ALLA, og gaurinn kominn með mynd af sér ásamt fríðu föruneyti afhenda Steingrími listann.

Heimska sumra er svo ótrúlega dásamleg að meira að segja mig skortir orð.

Talar Björgvin og frúin sem var ábyrgðarmaður fyrirbærisins einhverntíman um þá Íslendinga sem hafa flúið land?

Tala þau einhvern tíman um hvernig eftirlaun frá TR eru skert vegna sparnaðar í Lífeyrissjóði?

Tala þau einhvern tíman um hina margfrægu heimilisuppbót sem hækkað hefur stórkostlega á meðan eðlilegum eftirlaunum hefur verið haldið niðri?

Tala þau einhvern tíman um þá sem hafa safnað áratugum saman í Lífeyrissjóð og niðurgreiða svo það sem kemur frá TR?

Og þá kem ég að rúsinunni í pylsuendanum.

Talar þetta fólk einhvern tíman um hvernig gengið, sem nú er handstýrt af valdagráðugri ríkisstjórn, fer með fólkið sem hefur flúið landið til þess að svelta ekki?

Nei, nú er fátt um lausnir og hefur reyndar alltaf verið. Það er hægt að heimta og heimta dag eftir dag og segja í sjónvarpi að þeir sem hafi rétt yfir 200 þúsund á mánuði komist ekki af og þurfi að fá aðstoð frá ættingjum eða bara eitthvað. Flott var það þegar ég horfði og hlustaði. Alveg hreint eins og út úr munni forhertra pólitíkusa sem hafa ekki hugmynd um hvernig venjulegt fólk lítur út.

Gengið á hástökksbraut hefur ekki bara áhrif á okkur sem höfum flúið landið. Það hefur áhrif á allt láglaunafólk á Íslandi hvaða hópi sem það tilheyrir.

Verðlag á landinu hækkar.

Lánin hækka.

Verðbólgan fer af stað.

Þeir sem eiga peninga koma þeim úr landi og er skítsama um “aumingjana”.

Eina prósentið sem á allt á landinu og lætur þjóðina borga hvert tapið á fætur öðru er nú himinlifandi yfir því að loksins loksins loksins sé komin gengisfelling!

Já, þetta hét gengisfelling og var venjulega gert í einu stökki t.d. þegar DO var við völd.

Nú er auðvtiað búið að finna upp fínna orð og kallast þetta sig.

Þeir sem berjast fyrir fátæka fólkið eru grútmáttlausir vegna heimsku. Þeir eru í fína skókassanum og fara ekki upp úr honu, líta ekki einu sinni út fyrir brúnina á kassa greyinu.

Er frú bandamaður öryrkja núna að þenja sig?

Er frúin flutt út og búin að fá sér nýja íbúð eða er hún enn á spenanum?

Tek þetta bara sem dæmi án þess að ætla að vera andstyggileg. Skattpeningar fátæka fólksins borga fyrir frúna formanns launin, er það ekki?

Viðbjóðslegt eiginhagsmunapot fárra er að éta íslenskt þjóðfélag innan frá og það er orðið holt og springur eins og graftarbóla rétt bráðum.

Jú, það var eitt svo VOÐA merkilegt við könnunina.

Steingrímur tók henni vel!

Hvaða endemis fíflalæti eru þetta?

Bjóst einhver við því að maðurinn yrði með fýlusvip og dónaskap fyrir framan sjónvarpsvélarnar?

Nei, líklega skemmtir skrattinn sér vel, hvar svo sem hann er niðurkominn núna, þegar hann horfir á íslenskt baráttufólk fyrir suma mega vart halda vatni yfir afreki sem verður lengi í mynnum haft, á sama tíma og ALDREI er minnst á aumingjana sem þurfa að taka á sig birgðar gengisfellingar og missa heimili sín og alla reisn.

Skrattinn sér í gegnum hræsnina og hlær dátt.

Ég sé líka í gegnum hræsnina en ég hlæ ekki.

Ég þjáist með fátæka fólkinu á Íslandi og ég er öskureið yfir því að enn og aftur er verið að stela af eftirlaunum mínum og forysta eldri borgara segir ekki neitt, ekki MÚKK.

Ég er æfareið og þið sem ætlið að bera í bætiflákann fyrir hræsnina getið auðvitað gert það en hugleiðið smávegis að þeir sem virkilega eru að berjast þurfa ekki að standa á torgum og berja sér á brjóst.

Alvöru baráttufólk berst með öllum tiltæknum ráðum og lætur ekki mikið fyrir sér fara.

Sem betur fer er til þannig fólk, þið hafið bara ekki komið auga á það. Það verður barátta þessa auðmjúka fólks sem mun koma á betra þjóðfélagi á meðan skrumararnir falla um eigin lappir.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: