Könnunin er búin – guði sé lof fyrir það

13.október 2018

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það hroki og rangfærslur, hverju nafni sem nefnast.

Ég veit ekki hvort ég ætla að skrifa meira um dæmalausa könnun sem Björgvin Guðmundsson stóð fyrir að gerð yrði og fékk til liðs við sig 82 ára konu sem hann hefur vart haldið vatni yfir hvað væri ægilega dugleg og að hún hefði bara gert þetta allt ALEIN eða hérum bil.

Nú er hinn ágæti skríbent búinn að gera 7.905 undirskriftir að 8.000.

Eitthvað er ekki alveg í lagi með tölulæsið hjá manninum.

Dásamlegt útvarps- og sjónvarpsviðtal við frúna sá ég. Mér fannst það nú frekar rýrt en auðvitað er ég bara gömul kelling sem væli og skil ekki þegar kraftaverking gerast.

Já, og svo er það með alla þöggunina sem var í gangi til þess að koma í veg fyrir að fólk setti nafn sitt á listann. Það er enn verið að hamra á þögguninni. Það er enn hamrað á því að konan hafi sett framtakið af stað ein og óstudd.

Hver hefur skrifað mest um þetta fyrirbæri og stutt það á hverjum einasta degi með loforðaræðu um gamla eldri borgarann sem var svo duglegur?

Hver var það sem birti á hverjum einasta degi listan, í commentum og utan commenta?

Hverjir voru svo það sem fylgdu aleinu frúnni til Steingríms inn á Alþingi til þess að skila inn listanum frábæra’

Ég þarf ekkert að segja hvaða fólk þetta er, það vita það allir sem vita vilja.

Nú er fyrirbærið liðið.

Nú getur Steingrímur sett listann í skúffuna hjá sér og geymt til betri tíma.

Ég er auðvitað andstyggileg og vanþakklát.

Ég veit það.

Ég er svo kröfuhörð að ég styð ekki hvað sem er.

Ég er líka svo viðbjóðsleg að sjá ekki hvað gamla konan var ægilega dugleg.

“Mikill fjöldi hefur sýnt viðbrögð” segir einn af helstu skríbentum um málefni eldri borgara og þegar spurður hvar þessi viðbrögð hafi verið þá eru þau á Facebook og í síma.

Það er hægt að skoða viðbrögðin.

Hvað mörg like?

Hvað margir deila skrifunum?

Hvað margir skrifa comment?

Þetta er allt aðgengilegt ef fólk nennir að fletta því upp.

Hræsnin gæti hljóðað svona:

Dásamlegt hvað endalaust er skrifað um málefni eldri borgara og sorglegt að það skuli í raun vera aðeins einn maður. Hvar er allt hitt fólkið? Getur það ekki hunskast til þess að skrifa og hringja og tala og mótmæla og guð má vita hvað?

Já, hræsnin lætur ekki að sér hæða.

Félag eldri borgara talaði ekki niður þessa könnun, eftir því sem ég best veit.

Landsambandið ekki heldur.

Aðgerðir eru rétt að hefjast, sagði sú gamla duglega kona.

Nú bíð ég spennt eftir næstu aðgerðum.

Vonandi verða þær í samráði við fleiri en einn.

Nei, það er reyndar ekki mikil von til þess.

Það er betra að geta bent á dásemd 82 ára gamalmennis sem reis upp.

Fyrirgefið að ég skuli ekki vera yfir mig hrifin.

Ég hef betri hnöppum að hneppa en að andskotast yfir því sem mér finnst æluleg hræsni.

Það skiptir engu máli, nákvæmlega engu máli, hvað baráttufólk er ungt eða gamalt. Baráttan er það sem telur, ekki árin.

Hulda Björnsdóttir.

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: