Ég er skítapakk – ekki spurning

9.október 2018

Góðan daginn.

Þá er undirskriftasöfnun lokið, söfnun sem ég hef verið alfarið á móti og sem hefur lýst ótrúlegum hroka og virðingarleysi fyrir eldri borgurum sem ekki eru tölvuvæddir. Skítapakk höfum við verið kölluð sem ekki vildum skrifa nafn okkar undir eitthvað óljóst sem er hvorki málstað eldri borgara eða öryrkja til framdráttar.

Já, ég tilheyri skítapakkinu eða vonda fólkinu og öllum þeim illnöfnum sem við sem voguðum okkur að hafa aðra skoðun á málinu höfum verið kölluð.

Hrokinn og mannfyrirlitningin sem hefur lekið í stríðum straumum þessa síðustu daga frá þeim sem telja sig vera í fararbroddi fyrir baráttu bættra kjara eldri borgara og öryrkja er óendanlegur.

Líklega halda þessir ágætu skríbentar að hrokinn og fyrirlitningin séu það besta til þess að fá stjórnvöld til þess að bæta kjör þessara hópa.

Hrokinn og fyrirlitningin sem eldra fólki er sýnd með því að heimta að þeir skrifi undir sama hvort þeir séu sammála eða ekki er fyrir neðan allar hellur.

Staðreyndin er sú að ekki eru allir eldri borgarar með Facebook.

Ekki eiga allir eldri borgarar aðstandandendur sem geta aðstoðað þá.

Ef skríbentarnir halda að allir eldri borgarar séu svona sirka 70 og eitthvað ára þá er það miskilningur.

Það er ómerkilegt að ráðast á liggjandi mann.

Það er spurning sem hægt væri að varpa fram hvað formaður fjármálanefndar FEB bætti kjör eldri borgara mikið á meðan hann var formaður?

Auðvitað má ekki spyrja svona.

Það er ekki í samræmi við helgislepjuna.

Það má líka spyrja um sannleiksgildi þess að einn eldri borgari hafi sett þessa könnun af stað og notið sáralítillar aðstoðar.

Það má spyrja hvesu margar greinar þessi hetja hefur skrifað um málefni eldri borgara undanfarin 2 ár.

Það má líka spyrja hvers vegna ábyrgðarmaðurinn vísaði gagnrýni til Björngvins þegar hún varð uppiskroppa með mótrök.

Það mætti alveg fara ofan í saumana á sannleiksgildi fullyrðinga um eitt og annað í þessu ferli.

Ég er auðvitað skítapakk og nenni ekki að eyða tíma í það.

Skítapakk eins og ég er auðvitað ómerkilegir lygarar sem eiga ekki að gera neitt annað en halda kjafti.

Það verður fróðlegt að sjá hvað nú gerist í þessu dásamlega framtaki sem rómað er um höf og lönd.

Veit fólk virkilega hvað það var að skrifa undir?

eða, var fólk kannski bara að skrifa undir eitthvað af því einhver sagði að það þyrfti að gera eitthvað og ekki skipti máli hvað þetta eitthvað væri?

Nú er því haldið fram að þöggun hafi verið í gangi.

Þöggun fjölmiðla, þöggun fólks sem hafði aðra skoðun, þöggun samtaka eldri borgara og gengið svo langt að halda fram að félög eldri borgara hafi beinlínis lagt stein í götu fyrirbærisins.

Ég hef ekki séð neina yfirlýsingu frá FEB eða LEB um þessa söfnun? Hafi hún farið fram hjá mér væri ágætt að fá ábendingu um hvar og hvenær.

Skítapakk!

er það ekki réttnefni á mér?

jú, líklega er það svo.

 

Með kveðju

frá Huldu Björnsdóttur skítapakki

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: