Ráðherra og hálfur ellilífeyrir frá TR

  1. september 2018

Enn eina ferðina ætlar ráðherra að klóra í bakkann og reyna að stagbæta teppið sem er að sligast undan bótunum.

Hér að neðan er lýst frumvarpi sem leggja á fram í október og er varðandi töku hálfs ellilífeyris frá TR.

“Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar (hálfur líf­eyrir).

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingum á því skilyrði fyrir greiðslu hálfs lífeyris frá almanna­tryggingum að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og frá almannatrygg­ingum verði að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri almannatrygginga. Enn fremur er í frumvarpinu lagt til að það skilyrði verði sett fyrir töku hálfs lífeyris að lífeyrisþegi stundi að hámarki hálft starf og jafnframt að greiðslur verði tekjutengdar. (Október)”

Það kemur ekki fram neitt um hverjar tekjutengingarnar verða og fleira sem verður fróðlegt að sjá þegar frumvarpið verður lagt fram. Ég hefði viljað sjá þetta ákvæði um hálfa lífeyrinn fellt niður en nú er verið að stagbæta enn eina ferðina gjörning sem hefur valdið úlfúð.

Ég talaði við Lífeyrissjóð VR og taka hálfs lífeyris er fyrst núna, frá 1. sept. að ganga í gildi.

Lífeyrissjóðirnir hafa verið að breyta kerfinu hjá sér til þess að hægt sé að framkvæma þetta ákvæði laganna.

Ég er eiginlega kjaftstopp að sjá þetta.

Ég spyr mig:

Hverjum datt þetta í hug?

Var það FEB eða LEB sem kom með þessa tillögu?

Ég er nokkuð örugg um að ráðherra sjálfum eða ríkisstjórn hefur ekki dottið þetta SNJALLÆRÐI í hug.

Hvað kemur næst?

Ég læt þetta duga í dag en mikið er ég ofboðslega svekkt.

 

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: