Opið bréf til þingmanna – Hvernig virkar kerfi Almannatrygginga fyrir eldri borgara?

24.september 2018

Opið bréf til þingmanna nú við upphaf vetrar.

Bréf frá eldri borgara sem reynir að útskýra hvernig búið er að fólki í landi sem veður í peningum þegar gæluverkefni eiga í hlut.

Ég er komin á þá skoðun að ef til vill liggi tregða þingmanna til að leiðrétta kjör eldri borgara í því hvernig þeir nýta sér tölulæsi sitt.

Þingheimur talar yfirleitt um heildarútgjöld sem skipta milljörðum eða alla vega mörgum milljónum.

Þetta gerir það að verkum að þingheimur skilur ekki hvernig einstaklingur þrífst á kerfi sem virðist vera gert til þess að sem allra flestir eldri borgarar SVELTI að minnsta kosti hálfu hungri.

Til þess að hjálpa upp á tölulæsi þeirra sem eiga í erfiðleikum þá er hér mitt dæmi, sem er ágætt og lýsir vel hvernig kerfið virkar fyrir þá sem hafa sparað og farið eftir lögum og reglum.

Frá Lífeyrissjóði fæ ég krónur 152.000 á mánuði fyrir skatt

Frá Tryggingastofnun fæ ég krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt

Samtals gerir þetta krónur 334.334 fyrir skatt, og eftir skatt eru þetta 264.726 krónur

Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimlisuppbót, sem ég fengi annars ef ég byggi ein og á Íslandi. Heimilisuppbót er ekki partur af lífeyri, hún er félagsleg aðstoð sem ég ætti rétt á ef búseta mín væri ekki erlendis.

Skoðum dæmið aðeins betur.

Ef ég fengi ekkert frá Lífeyrissjóði, hefði aldrei sparað í hann, þá væru tekjur mínar þessar:

Frá TR 239.484 krónur á mánuði fyrir skatta.

Eftir skatt væri upphæðin krónur 204.914 á mánuði.

Eins og ég sagði fyrr fæ ég greiddar krónur 152.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og verða þær til þess að lífeyrir frá TR LÆKKAR um krónur 57.150 á mánuði fyrir skatt.

Greiðsla til mín frá Lífeyrissjóði niðurgreiðir lífeyri frá TR um 57.150 krónur á mánuði, er þetta ekki eitthvað einkennilegt?.

Annað sem ég vil einnig vekja athygli á er að mismunur á greiðslum til mín og þess sem aldrei hefur greitt í lífeyrisjsóð eru krónur 59.182 eftir skatt.

Ég fengi kr. 264.726 eftir skatt

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrisjsóð fengi kr. 204.914 eftir skatt

Frítekjumark eftirlauna frá TR eru krónur 25 þúsund á mánuði.

Frítekjumark eftirlauna vegna atvinnutekna eru krónur 100 þúsund á mánuði.

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri eru 45%

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimlisuppbót ( sem ég fæ ekki og sem er ekki partur af lífeyri heldur félagsleg uppbót) eru 11.90%

Greiðslur frá TR falla niður ef aðrar tekjur fara yfir 557.187 krónur á máuði.

Það er ýmislegt einkennilegt í þessum lögum. Til dæmis er heimlisuppbót notuð til þess að skreyta tölur á hátíðlegum stundum stjórnmálamanna þegar þeir þurfa að berja sér á brjóst fyrir hve vel er búið að öldruðum á Íslandi.

Eftirlaun frá Lífeyrissjóðum eiga auðvitað ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá TR. Sá sparnaður var og á að vera til viðbótar við lögbundnar greiðslur frá TR en ekki til þess að greiða niður ábyrgð ríkisins.

Með kveðju

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda9

I am Icelandic but live in Portugal. When I was young I had a dream. I wanted to travel around the world. I wanted to experience different cultures. My dream came true and I went to London. When going through the Chinese display in the British Museum I began to cry. I cried and experienced this longing and sadness. At that moment I knew I had to go to China. Arriving there for the first time I felt finally at home, a feeling I never had in Iceland. In Iceland I was an outsider. My mother passed away and I decided to move. My destination was China. I lived there for a while but had to sell my house and move because permanent residence was not granted to me. I moved to Portugal and that was 6 and a half years ago. In China I taught English and dance. In Portugal I am a retired resident. Now I am 72 years old. I love to write and want to share with you some of my experience in those 2 countries and also just my simple thoughts. Portugal is my final destination on this earth. Even though I have many years behind me, my mind is clear. I enjoy the life and make the most of every day. I love to sing, to study and most of all I love to be alive. I hope you will enjoy reading my thoughts that I share with you.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s