Hugleiðing á Sunnudegi og kveðja til Pírata

  1. september 2018

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna þingmenn virðast vera alveg út úr kú við almenning og ekki geta sett sig inn í mál hins venjulega borgara.

Hvað er það sem veldur þessu, er það áhugaleysi eða er það kannski einfaldlega þekkingarskortur?

Lög og reglugerðir eru hrikalega flókin og þar sitja á fremsta bekk held ég skattalögin og lög um almannatryggingar.

Líklega hrís þingmönnum hugur við því að setja sig inn í stagbætt lög um almannatryggingar, jafnvel þó þau séu ekki nema rúmlega árs gömul.

Pétur Blöndal, heitinn, líkti bákninu við bútasaumsteppi. Hann reyndi í 10 ár að bæta ófreskjuna og láta hana líta þokkalega út.

Misvitrir stjórnarherrar ráku lúkurnar niður í teppið og grautuðu meðal annars í skerðingum eftirlauna, öllum til mikilla vandræða um leið og login voru lögð fram.

Tryggingastofnun borgaði vitlaust út fyrstu mánuðina og fór eftir því sem hafði verið ætlað að gera en ekki eftir bókstaf laganna sem reyndar var vegna innsláttarvillu!

Innsláttarvillu, já ég segi og held mig við það.

Flokkur Fólksins, þetta nýja fyrirbæri sló sér upp og fór í mál út af villunni. Auðvitað tapaðist málið, þegar loksins kom niðurstaða mörgum mörgum mánuðum síðar. Það var alltaf ljóst hver hugsunin var á bak við lögin og skerðingarnar en Fólks flokkurinn komst líklega inn á þing vegna málsins.

Fólk trúði því að þarna væri komið afl sem mundi loksins, loksins, berjast fyrir almúgann og sveltandi börn og gamalmenni.

Formaðurinn talar fallega og maður klökknar. Ég hafði trú á þessu fyrirbæri, það er flokknum, og hefði að öllu líkindum kosið þetta ef ég hefði ekki verið búin að tapa kosningarétti á Íslandi vegna útlegðar!

Trú mín á þennann flokk hefur horfið. Það er nefninlega þannig í huga mínum að fagurgali er versta hræsni sem hægt er að hugsa sér. Þetta fyrirbæri er með 4 þingmenn, kjörna fulltrúa fólksins, á Alþingi Íslendinga.

Ég sendi bréf í vikunni til ALLRA þingmanna, semsagt e-mail, því ég hef ekki tök á því að setjast að á alþingi og sitja fyrir fulltrúunum og afhenda þeim bréf í eigin persónu. Það hefði ég þó gert væri ég á Íslandi.

Hefði nú mátt búast við að Flokkur fólksins mundi ólmur svara mér og lýsa yfir stuðningi sínum og skilningi á ergelsi mínu. Þetta er jú flokkurinn sem talar um fátækt fólk og ranglæti sýnkt og heilagt.

Nei,

Flokkur fólksins hefur ekki látið mig hafa svo míkið sem, Éttu skýt!

Auðvitað vissi ég að Bjarni foringi og hans lið ásamt Katrínar hjörð og Framsókn mundu ekki svara svona heimskingja. Það kom ekkert á óvart þar. Viðreisn er auðvitað ekkert annað en afleggjari Bjarna og þaðan bjóst ég ekki við neinu enda búin að reyna að leiða fyrrverandi velferðarráðherra í allan sannleikann en hann virti mig ekki viðlits þá enda atvinnurekanda maður í húð og hár.

Samfylkingin hefði átt að láta í sér heyra finnst mér. Ekkert þaðan.

Hins vegar kom mér á óvart og var mikið gleðiefni að 2 fulltrúar Pírata svöruðu og tóku mig alvarlega.

Það eru ungir menn og konur í þessum óhefðbundna flokki og hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim. Ég móðgaðist reyndar þegar ein úr hópnum talaði í útvarpinu um eldri borgar sem fólk “á sveit” en læt ekki eina eyðileggja fyrir mér tilfinninguna fyrir heildinni.

Ég held að Píratar séu að gera margt mjög gott og fara þeir ábyggilega í fínustu taugar “elítunnar” á þingi þegar þeir eru að andskotast í því að spyrja um allt mögulegt og ómögulegt.

Ég er svoddan kvikindi að í hvert sinn sem ég sé eitthvað nýtt í spurningum og svörum þá hlakkar í mér og ég hugsa hlýtt til unga fólksins sem heimtar svör og lætur ekki gamla uxa vaða yfir sig á skítugum skónum.

Það er ótal margt sem þarf að bæta í regluverkinu sem stýrir greiðslum til þingmanna. Ég var eiginlega ekkert hissa þegar ég las að ekki er hægt að afþakka húsnæðisstyrk þó þingmaður vildi. Ég er sannfærð um að það er eitt og annað sem ekki er talað um og þykir sjálfsagt að þiggja þegar komið er í stólana.

Efling trausts á Alþingi er líklega undir því komið hvað Píratar verða úthaldsgóðir að sópa undan teppi þeirra sem hafa í áratugi skammtað sér og sínum án þess að nokkuð eftirlit væri með.

Ég er alvarlega að velta fyrir mér að endurnýja rétt minn til þess að kjósa á Íslandi. Auðvitað er það bara eitt atkvæði en ég veit svo sannarlega hvert það mundi fara. Ég þarf að kynna mér hvernig ég endurheimti réttinn og svo dríf ég í því. Það er ekki langt í að stjórnleysan springi jafnvel þó fullkomið make up og kjóll séu í boði til þess að horfa á.

Kæru Píratar, takk fyrir að svara mér. Takk fyrir að nenna að setja ykkur inn í mál, flókin mál og takk fyrir að standa vaktina fyrir almúgann og fylgja samvisku ykkar og drengskaparheiti.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: