Ég hef fengið svar frá einum þingmanni við opnu bréfi mínu! Fleiri gætu verið á leiðinni!

12.september 2018

Vegna opins bréfs míns þann 9.september 2018 langar mig til þess að koma með eftirfarandi:

Eins og þið vitið sendi ég bréfið til allra þingmanna.

Nú í morgunn fékk ég svar frá Birni Leví.

Mér þótti afskaplega vænt um það og ekki síst þar sem hann hefur sýnt í mörgu að hann er að vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir spillinguna og eina prósentið.

Það er greinilegt af svari Björns að hann gerir sér grein fyrir hvernig málið stendur og skilur rök mín fyrir ábendingum um makalaust óréttlætið sem viðgengst gagnvart eldri borgurum vellauðugs landsins.

Björn Leví varpar fram í svari sínu eftirfarandi spurningu:

“Hvað er hægt að gera í þessu? Sú spurning er risastór og alls ekki auðveld, því miður. Allar hugmyndir vel þegnar.”

Eins og sjá má þá er hann að óska eftir hugmyndum til lausnar. Nú er komið að okkur að leggja höfuðin í bleyti og koma með markvissar lausnir, ekki bara stór orð og heimta að allt verði gott í fyrramálið. Nei, lausnir taka tíma og hugsun. Eins og ég hef sagt áður þá megum við ekki þjóta í að gera eitthvað bara til þess að gera eitthvað.

Það þarf að ígrunda málið vel og horfa á endalokin en ekki bara einhverja flýti uppákomu.

Ég sá mynd af stjórn FEB þar sem hún er sögð hafa hittst á vinnufundi í gær, 11.september.

Flott mynd af 9 manns og formaðurinn með geislabaug og er það líklega vel við hæfi.

Það voru nöfn fjögurra stjórnarmanna og fletti ég upp Facebook síðum þeirra.

Svo skoðaði ég hvað þetta fólk hefði skrifað um málefni eldri borgara á Facebook síðurnar.

Jamm,

Ekki var það nú ýkja mikið, allavega ekki public, því auðvitað er ég ekki vinur þessa fólks og sé ekki hvað það er að bardúsa með vinum.

Þegar ég skrifa um málefni eldri borgara er það ALLTAF public, ALLTAF.

Mér finnst full ástæða til þess að ALLIR sjái það sem ég er að leggja til málanna. Stundum er fólk sammála mér og stundum ekki. Stundum fæ ég hrós og stundum ekki. Stundum er ég húðskömmuð í einkaskilaboðum og óskað út í ystu myrkur. Þetta er bara eðli þess að vilja láta í sér heyra og ég sætti mig við skammirnar og gleðst yfir hrósinu.

Að forystumenn í samtökum eldri borgara í félagi sem er með yfir 11 þúsund manns innanborðs skuli ekki alla daga sjá ástæðu til þess að hamast í málefnum eldri borgara finnst mér aumingjalegt.

Það er ekki nóg að vera með flotta menntun eða fínan starfsferil, slíkt gefur ekki salt í grautinn hjá þeim sem stjórnarmenn eru umboðsmenn fyrir.

Ég tek þó fram að Finnur Birgisson er ötull við að láta í sér heyra og er ég ánægð með það. Hann er virkur í commentum og segir skoðun sína umbúðalaust. Það er einmitt það sem þarf í svona tilfellum.

Þögn stjórnarmanna er aumingjaleg finnst mér.

Formaður LEB setti inn comment á undirskriftasöfnun Björgvins og Erlu. Óttalega var það nú lítið og ekki gerir frúin sér grein fyrir því að valdaferill hennar, þ.e. formanns LEB, á stórann þátt í því að rokið var í þessa söfnun.

Hefði frú Þórunn H. sýnt meiri þekkingu og baráttuvilja fyrir alla eldri borgara hefði ekki verið þörf á að rjúka í að gera eitthvað! Frúin hefur haft ansi langan tíma til þess að vinna fyrir lítilmagnann og lýsti því yfir að vegna þekkingar sinnar hefði hún ákveðið að halda áfram í forystusveit eldri borgara þegar hún gerðist formaður landssambandins. Líklega gengur svona forysta í erfðir og næsti formaður LEB verður sá sem er núverandi formaður FEB í Reykjavík og nágrenni. Guð hjálpi okkur þá! Og núverandi framkvæmdastjóri FEB gæti orðið næsti formaður FEB. Jamm, bjartir tímar framundan þar.

Forysta eldri borgara hefur brugðist.

Við, hinn almenni borgari, þurfum að taka okkur til og hugsa út raunhæfar lausnir á flóknu máli eins og Björn Leví biður um.

Við, hinn almenni borgari, erum þau sem vitum hvernig það er að lifa af smáaurum sem okkur eru skammtaðir og hvernig við niðurgreiðum með sparnaði okkar eftirlaun frá TR.

Við getum til dæmis sest niður og skrifað um aðstæður okkar og sent til þingheims. Það eru allar e-mail adressur á vef Alþingis.

Þeir sem búa á Íslandi geta farið á þingpalla, þeir geta farið á fund þingmanna, þeir geta látið í sér heyra á fundum þar sem þingmenn eru. Þetta eru nokkur dæmi sem hægt er að nýta sér fyrir íbúa landins.

Þeir sem búa erlendis og hafa flúið land geta sent e-mail til allra þingmanna og sagt frá því hvers vegna þeir sáu þann kost einann að yfirgefa fjölskyldu og vini á Íslandi, einfaldlega til þess að lifa af. Þeir geta sagt frá því hvernig valið var “Á milli lífs og dauða”.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: