Opið bréf til þingmanna

9.september 2018

Til þingmanna sem nú setjast í stólana og fara að vinna fyrir framan alþjóð með það að markmiði að öllum Íslendingum líði vel og allir hafi bæði húsaskjól og mat alla daga vikunnar og alla mánuði ársins.

Ég átti afmæli í maí og varð 73 ára gömul. Allt mitt líf hef ég unnið og greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Ég hef borgað lögbundin gjöld í lífeyrissjóð, sparað í sparnað sem var lögbundinn og brann upp og varð að engu.

Þar sem ég er kona hef ég ekki verið á ofurlaunum karlmanna en þó á sæmilegum launum mest alla starfsæfi mína.

Nú er ég komin á eftirlauna aldur og farin að njóta ávaxta erfiðis míns og nota sparnaðinn í lífeyrissjóð, rétt eins og mér var tjáð þegar ég var yngri og var að kvarta yfir því að þurfa að borga 4 prósent af launum mínum í lífeyrissjóð. Þetta er til þess að tryggja þér áhyggjulaust ævikvöld, var mér sagt í föðurlegum tón yfirmanna minna sem ætíð voru karlmenn.

Ég bý erlendis. Tók þá ákvörðun mjög ung að búa ekki á Íslandi þegar ég yrði gömul. Ég sá mjög fljótlega hvernig búið var að eldra fólki á landi þar sem sukkað var með peninga þjóðarinnar til hagsældar fyrir hina ríku.

Lífeyrir minn eftir 40 ára starfsæfi og greiðslu skatta allan þann tíma er þessi:

Frá Lífeyrissjóði fæ ég krónur 152.000 á mánuði fyrir skatt

Frá Tryggingastofnun fæ ég krónur 182.334 á mánuði fyrir skatt

Samtals gerir þetta krónur 334.334 fyrir skatt, og eftir skatt eru þetta 264.726 krónur

Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimlisuppbót, sem ég fengi annars ef ég byggi ein og á Íslandi. Heimilisuppbót er ekki partur af lífeyri, hún er félagsleg aðstoð sem ég ætti rétt á ef búseta mín væri ekki erlendis.

Skoðum dæmið aðeins betur.

Ef ég fengi ekkert frá Lífeyrissjóði, hefði aldrei sparað í hann, þá væru tekjur mínar þessar:

Frá TR 239.484 krónur á mánuði fyrir skatta.

Eftir skatt væri upphæðin krónur 204.914 á mánuði.

Eins og ég sagði fyrr fæ ég greiddar krónur 152.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði og verða þær til þess að lífeyrir frá TR lækkar um krónur 57.150 á mánuði fyrir skatt.

Greiðsla til mín frá Lífeyrissjóði niðurgreiðir lífeyri frá TR um 57.150 krónur á mánuði, er þetta ekki eitthvað einkennilegt?.

Annað sem ég vil einnig vekja athygli á er að mismunur á greiðslum til mín og þess sem aldrei hefur greitt í lífeyrisjsóð eru krónur 59.182 eftir skatt.

Ég fengi kr. 264.726 eftir skatt

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrisjsóð fengi kr. 204.914 eftir skatt

Frítekjumark eftirlauna frá TR eru krónur 25 þúsund á mánuði.

Frítekjumark eftirlauna vegna atvinnutekna eru krónur 100 þúsund á mánuði.

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á ellilífeyri eru 45%

Áhrif tekna yfir frítekjumörkum á heimlisuppbót ( sem ég fæ ekki og sem er ekki partur af lífeyri heldur félagsleg uppbót) eru 11.90%

Greiðslur frá TR falla niður ef aðrar tekjur fara yfir 557.187 krónur á máuði.

Það er ýmislegt einkennilegt í þessum lögum. Til dæmis er heimlisuppbót notuð til þess að skreyta tölur á hátíðlegum stundum stjórnmálamanna þegar þeir þurfa að berja sér á brjóst fyrir hve vel er búið að öldruðum á Íslandi.

Eftirlaun frá Lífeyrissjóðum eiga auðvitað ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá TR. Sá sparnaður var og á að vera til viðbótar við lögbundnar greiðslur frá TR en ekki til þess að greiða niður ábyrgð ríkisins.

Ég verð hrygg þegar ég sé sparnaðinn minn étinn upp til þess að hinir ríku geti fengið meira, því ekki eru þeir peningar notaðir til hagsbóta fyrir þá sem lifa undir framfærsluviðmiðum.

Að það skuli viðgangast að fólki sé skammtað svo naumt úr hnefa að það hafi ekki til hnífs og skeiðar alla daga ársins er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi.

Nú kemur alþingi saman eftir helgina og men setjast að karpi um eitt og annað í sölum þingsins.

Stór orð verða líklega látin falla og helgisvipur málaður á andlit. Allt er þetta ágætt en því miður óætt.

Ég skora á þingmenn í stjórnarandstöðu að bretta upp ermarnar og flytja frumvörp um breytingu á lögum um almannatryggingar.

Ég skora einnig á þingmenn stjórnar að standa við stóru loforðin, Bjarni Ben skrifaði hugljúft bréf árið 2013 þar sem hann lofaði þessum hópi, eldri borgurum, að hann mundi laga kjör þeirra. Nú eru liðin 5 ár og ekkert hefur batnað.

Ég skora einnig á forsætisráðherra sem flutti hjartnæma ræðu um að þessi hópur gæti ekki beðið eftir kjarabótinni. Það var reyndar áður en hún varð ráðherra en það hefur ekkert breyst.

Fólk getur ekki beðið.

Fólkið er að deyja og það getur ekki verið að þið sem á þingi starfið og fáið fín laun fyrir látið það spyrjast um ykkur, enn eina ferðina, að ekkert verði gert í málefnum eldri borgara.

Gleymið því ekki að þetta er fólkið sem byggði upp góðærið sem þið nú njótið.

Gleymið ekki heldur að þetta fólk tók á sig miklar fórnir þegar gróðapungar settu landið á hausinn.

Nú er tími til alvarlegra aðgerða og samtöl og viðtöl eru komin nægilega mörg og þarf ekki fleiri. Skýrslurnar eru allar til nú þegar og þarf bara að opna skúffurnar. Úttektin er hin sama. Forsendurnar eru þær sömu. Nú er komið að þingheimi að sýna að Ísland sé gott land fyrir alla, ekki bara fyrir 1 prósent þjóðarinnar.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

One thought on “Opið bréf til þingmanna”

  1. Mér þætti vænt um ef þið deilduð þessum pósti sem víðast. Ég hef ekki aðgang að stjórnmálamönnum en hef látið þetta á Facebook síðu mina. Vonandi náum við eyrum einhverra.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: