Hugleiðing á sunnudegi

9 . september 2018

Ég hlustaði með öðru eyranu á viðtal við formann flokks fólksins á Útvarpi Sögu.

Ríkisbubbar raða sér á garðinn, sagði einhver.

Hverjir eru þessir ríkisbubbar?

Hafa þingmenn hins ágæta flokks fyrir “fólkið okkar” afsalað sér einhverju af þeim launum og sposlun sem þeir fá?

Hafa þingmenn flokksins gengið á undan með góðu fordæmi eins og einn ágætur þingmaður hefur gert og ráðstafað “ofurlaunum” fyrir alþjóð?

Ég hef ekki séð neina yfirlýsingu frá flokki sem kennir sig við “fólkið okkar” um hvernig hann hyggist afsala sér einhverju af sposlunum eða ofurlaunum!

Það er ódýrt að vera með yfirlýsingar, en kannski betra að láta verkin tala.

Nú fellur gengi krónunnar og ekki hef ég séð mikil mótmæli frá hinum ágætu stjórnarandstöðu þingmönnum.

Er það bara hið besta mál að seðlabankinn taki sig til og felli gengið eins og enginn sé morgundagurinn?

Auðvitað vita allir að nú fara í hönd grimmar kjaraviðræður en fyrr má nú rota en dauðrota.

Katrín og VG hljóta að vera hamingjusöm þessa dagana. Ég er það hins vegar ekki, ég er öskureið.

Svo dettur 2 gamalmennum í hug að nú þurfi að setja af stað undirskriftasöfnun til þess að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.

Ábyrgðarmaður hefur ekki skrifað ýkja mikið um málið eftir því sem ég hef séð á facebook síðu hennar. Auðvitað er ég ekki vinur frúarinnar en læt mér þó finnast að hvatningin ætti að vera public svo allir geti séð.

Björgvin hamast og biðlar til fólks að koma nú og rita nafn sitt undir. Þetta sé ekkert mál.

Margir hafa tjáð sig og sagt málið of flókið og hafa gefist upp á að reyna.

Nei, nei, ekkert mál; segir maðurinn.

Eins og allir vita þá lána ég ekki nafn mitt á þetta og fæ bágt fyrir frá mörgum. Mér er skítsama þó fólk gagnrýni mig fyrir aumingjaskap og mannvonsku að skrifa ekki undir.

Málið er nefninlega þetta:

Hér er listi sem er vita gagnlaus og gerir verra en enginn.

Öryrkjar og eldri borgarar eiga ekki samleið í kjarabaráttu.

Öryrkjar eiga allt hið besta skilið og ég stend hundrað prósent með þeim í þeirra baráttu en þegar farið er að spyrða þessa hópa saman segi ég hingað og ekki lengra.

Ef þið haldið að þessi undirskriftalisti breyti einhverju þá gerir hann það.

Hann réttir stjórnvöldum tæki upp í hendurnar til þess að gera nákvæmlega ekki neitt fyrir þessa hópa því það sé svo dýrt og setji allt á hausinn í þjóðfélaginu.

Þessi spyrðing er nýtt fyrirbæri.

Hún er stórhættuleg og haldi hún áfram þá geta bæði öryrkjar og eldri borgarar gleymt kjarabótum um aldur og æfi.

Það er ágætt að tala um að eitthvað þurfi að gera og að ástandið sé svo slæmt að ekki nægi að skrifa og skrifa. Allt saman hárrétt. En, það er ekki sama hvernig eitthvað er framkvæmt, eitthvað annað en skrifa og skrifa.

Var haft samband við öryrkjabandalagið áður en listinn var settur í loftið?

Var haft samband við FEB og LEB áður en listinn fór af stað?

Var hugsað út í og skipulagt framhald málsins?

Var skoðað hvaða afleiðingar það gæti haft að spyrða þessa 2 hópa saman?

Var rætt hvernig hægt væri að ná til þeirra sem ekki hafa tölvur og ekki kunna á þær?

Var rætt hvernig hægt væri að hafa listann aðgengilegri fyrir ALLA?

Það er ekki vænlegt til árangurs að skella sér út í laugina án þess að kunna að synda, hvað þá að hafa ekki tiltækan kút eða kork til þess að hægt sé að komast að landi.

Núna stendur yfir flokksþing hjá þeim sem gefa sig út fyrir að vera fyrir “Fólkið í landinu”

Vonandi koma fréttir um hvaða frumvörp skuli lögð fram nú í upphafi þings. Auðvitað kemur ekki neitt, það er nefninlega svo ágæt afsökun að það séu bara 4 þingmenn og þeir séu í stjórnarandstöðu og geti þar af leiðandi ekki neitt.

Bara til þess að upplýsa stjórnarandstöðuþingmenn sem komast kannski einhvern tíman í stjórn þá er hægt að búa til frumvörp, leggja þau fram og draga svo aftur fram í dagsljósið þegar næstu kosningar og næsta stjórn verða á döfinni. Allt tilbúið, bara að standa við fínu orðin úr andstöðunni.

Þetta hlýtur hver maður að skilja.

Já, og svo var það með ríkisbubbana sem raða sér á jötuna, hvar býr þingmaðurinn sem sagði þetta? Væntanlega hefur sá þingmaður ekki raðað sér við katlana, eða hvað? Andstyggileg get ég verið en auðvitað ekki við öðru að búast.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: