Skrifaðu undir fíflið þitt!

2.september 2018

Góðan daginn

(afrit af pósti á síðu “Milli lífs og dauða” á Facebook)

Eins og þeir vita sem fylgjast með hér þá er ég hætt að skrifa reglulega um málefni eldri borgara þar sem það tekur á og ég hef ekki nægilega krafta til þess að taka umræðuna á hverjum degi.

Það koma þó tímar þar sem ég get ekki þagað.

Ég hlusta aldrei á íslenskt sjónvarp eða útvarp en á góða vinkonu sem sendir mér tengla þegar eitthvað mikið gerist og er ég þakklát fyrir það.

Nú er ég hundskömmuð fyrir að hunskast ekki til þess að skrifa undir lista sem spákonan og gamli maðurinn settu af stað.

Ég er svo ósvífin að sýna ekki samstöðu með hverju sem er.

Þessi listi á að tryggja öryrkjum og eldri borgurum flott líf samkvæmt þvi sem skrifað hefur verið.

Ágætt ef svo væri.

Áskorun tryggir ekki eitt eða neitt.

Æi, þegiðu nú, segir einhver.

Hunskastu til þess að skrifa undir og hættu að gagnrýna, segir sá hinn sami.

Fyrirgefðu, segi ég

Ég get ekki sett nafn mitt undir hvað sem er. Mundir þú skrifa undir hvað sem er? Spyr ég

Auðvitað gæti ég haldið þessu áfram en þetta er nóg í bili.

Ég læt ekki nafn mitt undir hvað sem er. Ég deildi póstinum og söfnuninni hér á síðunni minni og gaf fólki kost á að gera upp við sig hvað það gerði án þess að ég væri að hafa áhrif á fólk. Ég sagði daginn eftir að ég hefði hugsað málið og ákveðið að skrifa ekki undir.

Bara heiðarlegt finnst mér.

Ég skoðaði síðu Erlu og blogg. Ég fann sáralítið public um kjör eldri borgara og ekki sé ég miklar auglýsingar frá spákonunni.

Gamli maðurinn heldur áfram að halda málinu á lofti.

Semsagt þetta var um lista sem ég neita að láta kalla mig aumingja og félagsskít fyrir vegna þess að ég lána ekki nafn mitt undir hann.

Það er ofboðslega heitt hér í Penela í augnablikinu og þvotturinn sleikir sólina og líklega verða rúmfötin orðin þurr fyrir kvöldið.

Í vikunni hélt ég að nú væri komið að endalokum hjá mér. Ég var dauðlasin í 2 daga en svo bráði af mér. Það er seigt í mér og líklega tóri ég eitthvað áfram.

Ég álpaðist til þess að skoða netbankann minn í morgunn og sá þá að í síðasta mánuði hafði ég eytt 20 krónum í þjónustugjöld.

Hvaða þjónustugjöld eru það?

Jú, þegar ég opna netbankann þarf ég að slá inn öryggisnúmer og þegar ég millifæri þarf ég að slá aftur inn nýtt öryggisnúmer, semsagt 20 krónur.

Ég er fúl og þennan mánuð borga ég fyrir að vera fífl og vilja vita hvað ég á inni á reikningi mínum hjá Íslandsbanka og að ég tali nú ekki um að ég þurfi að hafa launin mín til ráðstöfunar í Portúgal og til þess að það sé hægt þarf ég að millifæra og kostar það 900 krónur og til viðbótar 20 krónur. Mér finnst þetta rán en get auðvitað ekkert gert í málinu og ætla þar með að passa að fara aldrei inn á síðuna til þess að athuga hvað ég hafi fengið greitt.

Ég man ekki betur en bankinn hafi skilað gróða!

Auðvitað er þetta tittlingaskítur sem ég er að ergja mig yfir en mér finnst þetta ósvífið. Fólk er hvatt til þess að nota netið og sparar þar með starfsfólk.

Bankar skammast sín ekki og ég ætti bara að þegja.

Handónýt forysta eldri borgara blómstrar sem aldrei fyrr.

Klíkuskapur og bræðralag heldur uppi bæði FEB og LEB.

Verður það ekki dásamlegt þegar framkvæmdastjóri hjá FEB verður formaður FEB og svo Ellert formaður LEB?

Jú, það er sko hægt að hlakka til þess að kjör þessa hóps komist í almennilegt horf, ekki spurning.

Svo gengur ríkisstjórnin að fjárhag landsins dauðum og allt fer til fjandans eins og árið 2008.

Eldri borgarar verða að skila til baka því sem þeir hafa fengið og kúludrottningar fá kauphækkun.

Gamli maðurinn og spákonan halda uppi kjörunum, eða hvað?

Sunnudgur í Penela og auminginn sem ekki lánar nafn sitt með uppsteit.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: