Áskorun til stjórnarmanna í FEB
31.ágúst 2018
Ég hlustaði á viðtal við Ellert formann FEB í Kastljósi
Stjórnarmenn í FEB!
Ég beini þeirri áskorun til ykkar að þið útskýrið fyrir formanni félags sem er með rúmlega 11 þúsund félagsmenn, að staðreyndir skipti máli.
Ég beini þeirri áskorun til stjórnarmanna að þeir útskýri fyrir formanni FEB að eftirlaun frá TR eru EKKI 300 þúsund krónur á mánuði.
Ég beini þeirri áskorun til stjórnarmanna FEB að þeir, ef þeim er ekki kunnugt um þessa staðreynd, fari inn á vef TR og fletti upp tölunum.
Ellilífeyrir fyrir skatt er krónur 239.484
Á vef TR er hægt að sjá allar upplýsingar um eftirlaun.
Ég beini einnig þeirri áskorun til stjórnarmanna FEB að þeir útskýri fyrir formanninum að eftirlaun séu ekki bætur, ekki ölmusa eða fátækrastyrkur.
Ég vona að stjórnarmenn komi formanni FEB í skilning um að eftirlaun frá TR eru áunnin réttindi sem hver og einn á rétt á sem kominn er yfir ákveðinn aldur.
Að hlusta á viðtal eins og það sem var í Kastljósi þar sem rætt var við mann sem fer með formennsku í 11 þúsund manna félagi og er í samræðum við ríkisstjórn landsins um breytingar á kjörum þessa hóps, fyllir mig slíkri örvæntingu að líklega næ ég mér ekki í bráð.
Það eru mörg orð sem mig langar til þess að nota til þess að lýsa tilfinningum mínum en ég læt það vera í bili.
Einhver verður að stoppa bullið sem rennur út úr munni formannsins og líklega er stjórn FEB sá vettvangur sem væri vænlegur til árangurs.
ÞETTA GETUR EKKI HALDIÐ ÁFRAM SVONA. Stjórnin verður að grípa í taumana. Maðurinn er staddur úti í móa og kemst ekki inn í raunveruleikann.
Hulda Björnsdóttir