Ég hvet fólk til að taka ekki þátt í nýjustu undirskriftasöfnuninni um kjör eldri borgara!

28.ágúst 2018
Góðan daginn gott fólk

Eins og allir vita þá er ég hætt að skrifa um málefni eldri borgara en nú er komin upp staða þar sem ég tel mig knúna til þess að leggja orð í belg aftur.

Í gær skrifaði ég um nýju undirskriftasöfnunina sem Björgvin og Erla Magna Alexandersdóttir standa fyrir.

Ég er búin að hugsa málið og get ekki fyrir mitt litla líf stutt þessa undirskriftasöfnun.

Framtakið er í raun gott en meingallað.

Ég tel það mjög varasamt að hafa ákveðna tölu sem viðmið.

Við höfum rekið okkur grimmilega á hvernig 300 þúsundin hafa verið notuð, eða réttara sagt misnotuð og lapin upp eftir hverjum rugludallinu á fætur öðrum sem hinn heilagi sannleikur.

Viðar Eggertsson kom með tillögu að texta sem ég tel mjög eðlilegan og mundi ég ekki hika við að skrifa undir slíka söfnun.

“„Við undirrituð skorum á stjórnvöld að breyta lögum um framfærslu aldraðra og öryrkja. Þannig að lágmarks framfærslu viðmið hins opinbera og birt eru á vefsíðu Velferðarráðuneytisins verði þau laun sem aldraðir og öryrkjar þessa lands búi að minnsta kosti við. Það er með öllu forkastanlegt að öldruðum skuli ekki búið áhyggjulaust ævikvöld og þeir, sem og öryrkjar, þurfi að kvíða hverjum nýjum degi.” Tilvitnun lýkur

Mér finnst þessi texti segja það sem við erum í raun að fara fram á.

Erla Magna segir ekki hægt að breyta texta þeirrar söfnunar sem nú er í gangi nema að fella hana niður og þá tapist allir þeir sem nú þegar hafa skrifað undir.

Er það ekki bara allt í lagi?

Það er ekki eins og þúsundir manna hafi skrifað nafn sitt nú þegar.

Annað sem mér finnst í hæsta máta undarlegt og það er með nafnalista sem hægt er að senda á e-mail og síðan verða þau nöfn sett inn. Þetta er gert skilst mér fyrir þá sem ekki hafa íslykil eða rafræn skilríki.

Ha?

Rafrænu skilríkin voru til þess að tryggja að allt væri satt og rétt en nú er hægt að safna nöfnm og skrá inn. Hvernig má þetta nú vera?

Björgvin blessaður segir í morgun að undirskriftalistinn TRYGGI eldri borgurum bætt kjör!

Ég nenni hreinlega ekki að fara út í hversu alvarlegt bull og þvæla þetta er. Ég bara nenni því ekki.

Það er ekki hægt að gleðjast yfir endalausu vanhugsuðu bulli.

Ég mun ekki hvetja til þess að skrifað verði undir núverandi lista.

Ég mun ekki skrifa undir hann sjálf og ég mun ekki dreifa honum.

Ég tel þetta framtak sett fram í flýti og betra væri að draga það til baka og gera þetta þannig að ríkisstjórn gæfist ekki tækifæri til þess að hlæja að baráttuaðferðum eldri borgara eina ferðina enn.

Með kveðju til þeirra sem hana vilja þiggja
Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: