27.ágúst 2018
Hér á Facebook er nú farinn af stað undirskriftalisti varðandi bætt kjör eldri borgara og er það ábyggilega hið besta mál.
Í morgun hefur listinn eitthvað hikstað en líklega verða agnúar lagfærðir eftir því sem líður á daginn.
Ég ætla hér að eftir að setja inn linkinn en fyrst er eitt og annað sem mig langar til þess að fá betri skýringu á.
Ég spurði um rökin fyrir upphæðinni sem er söfnuninni og fékk þetta svar frá Björgvin.
“.Rökin fyrir upphæðinni: Upphæðin miðast við lágmarkslífeyri fyrir þá,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR þannig að þeir geti haft vel fyrir öllum nauðsynlegum útgjöldum og þurfi ekki að neita sér um að fara til læknis og að kaupa lyf eins og oft gerist í dag. Eiga einnig að geta veitt sér eitthvað til viðbótar,verið með tölvu og ef til vill bíl. þetta er síst of mikið.”
Hver er svo upphæðin sem er verið að tala um?
Jón Erlendsson skrifar á síðu Björgvins:
“——————————————————
ALDRAÐIR OG ÖRYRKJAR!
——————————————————
Undirskriftasöfnunin á netinu hefst í dag.
MÁNUDAGINN 27. ágúst 2018
——————————————————
Hún er að frumkvæði margra t.d.
– Hins ötula baráttumanns
Björgvins Guðmundssonar
sem 86 ára gamall –
– er í fullu – launalausu starfi við að berjast
fyrir bættum kjörum hinna lægst-launuðu.
——————————————————-
– Tilgangur undirskriftasöfnunarinnar er
– að mótmæla lélegum kjörum
– eldra fólks og öryrkja.
– og taka fyrstu skrefin til úrbóta.
——————————————————
Undirskriftasöfnunin
er á: island.is
——————————————————
Skorað er á stjórnvöld
– að hækka lífeyri
– í 318 þús á mán eftir skatt.
– Þetta er lágmark!
——————————————————
Hafi menn ekki aðgang að island.is
(þ.e. eru me- sk. “Íslykil”
(þ.e. aðgangsorð að undirskriftasöfnunni
og fjölmörgu öðru! => Best að útvega sér
hann – hvaðsem öðru líður!)
– þarf að afla hans frá Þjóðskrá
SÍMI: 515-5300
– Ís-Lykill-Inn er sendur:
– Tafar-laust í heimabanka viðkomandi
– ellegar í bréfpósti (á ca. 2-3 dögum)
(Hröð og fín afgreiðsla hjá Þjóðskrá í þessu efni”)
——————————————————“
Jón Erlendsson, verkfræðingur
Fyrrverandi Forstöðumaður Upplýsingaþjónstu
Háskóla Íslands.
JE-Mánudaginn 27-ágúst 2018 8.39 GMT”
Hér að ofan er smá skýring og upphæðin er 318 þúsund eftir skatt og svo mörg voru þau orð Jóns.
So far so good.
Björgvin er samkvæmt þessu í fullu launalausu starfi við að berjast fyrir kjörum hinna lægst launuðu.
Ekki ætla ég að gera lítið úr skrifum Björgvins. Hann skrifar á hverjum degi eitthvað á Facebook síðu sína og les ég það stundum og stundum ekki. Það eru ekki mörg comment sem þar birtast og ekki heldur mörg like. Ég velti því fyrir hve margir raunverulega lesi skrifin. Kannski eru það fleiri en sem láta sjá sig annað hvort í commentum eða likum.
Það má ekki gagnrýna Björgvin, ég hef rekið mig á það. Ég er heldur ekki að gagnrýna einn eða neinn.
Ég vil þó benda á að Björgvin er á nokkuð góðum eftirlaunum frá ríkinu sem fyrrverandi eitt og annað.
“Æviágrip
Björgvin Guðmundsson er fæddur 13. september 1932 í Reykjavík. Varð stúdent frá MR 1953, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1958, blaðamaður og fréttaritstjóri við Alþýðublaðið og Vísi um 11 ára skeið, umsjónarmaður Efst á baugi í ríkisútvarpinu í 10 ár, forstjóri BÚR í 2 ár, framkvæmdastjóri Íslensks nýfisks í 9 ár, starfsmaður stjórnarráðsins í 28 ár, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í 12 ár. Formaður borgarráðs í 1 ár.”
Það eru fleiri en Björgvin sem skrifa um málefni eldri borgara og þiggja ekki laun fyrir svo mér finnst það hallærislegt að vera að flíka því að maðurinn eyði tíma sínum í þessi mál.
Já já, ég veit það að ekki má vera að tala um þetta en mér finnst allt í lagi að benda á SMÁATRIÐIN.
Ég veit ekkert hvort ég skrifa undir þessa söfnun.
Það eru agnúar á henni sem eru ekki boðlegir. Líklega verða þeir agnúar lagaðir, eða það hlýtur að vera.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða fólk Jón og Erla eru enda skiptir það litlu máli fyrir svona uppákomu.
Hér að neðan er linkurinn sem boðið er upp á til þess að skrifa undir.
http://listar.island.is/Stydjum/23
Hverjum og einum er frjálst að skrifa undir og hef ég enga skoðun á því hvort fólk gerir það eða ekki.
Ég mun ekki skrifa undir að svo stöddu. Það þarf að sníða agnúana af fyrst.
Vilji fólk fá leiðbeiningar eða aðstoð við að skrifa undir þá bendi ég þeim á að hafa samband við Björgvin. Ég veit ekkert um þetta mál.
Með kveðju
Hulda Björnsdóttir