Guðmundur Ingi talar mannamál og meira að segja skilur það sem hann er að tala um.

27.apríl 2018
Góðan daginn gott fólk.
Hér í Penela skiptast á skin og skúrir.
Í dag er ískalt, í gær var ég í sumarkjól.
Næstu dagar verða kaldir en svo hlýnar eitthvað á ný.
Eins og þeir vita sem fylgjast með skrifum mínum er ég ekkert æst í að vera með trilljón Facebook vini og yfirleitt sendi ég ekki vinabeiðni.
Undantekning er ágæt til þess að sanna regluna.
Ég sendi vinabeiðni í gær til Guðmundar Inga Kristinssonar.
Hvers vegna?
Jú, ég hef fylgst með honum og þingmönnum Flokks fólksins.
Flokkur fólksins hefur valdið mér vonbrigðum en Guðmundur stendur upp úr og sker sig úr.
Hann talar um málefni öryrkja og eftirlaunaþega af þekkingu og skilningi.
Hann er ekki með háfleigar yfirlýsingar. Hann er bara að tala um hlutina eins og þeir eru.
Á Facebook síðu minni “Milli lífs og dauða”  deildi ég umræðu frá Alþingi og hvet ég alla til þess að hlusata.
Hér er Guðmundur Ingi að tala um heimilisuppbótina sem notuð er til þess að fá ellilífeyri upp í 300.000.
Eins og ég hef sagt mörgum sinnum áður, þá er heimilisuppbót ekki ellilífeyrir, hún er félagsleg aðstoð og sama hvernig BB og formaður FEB og LEB og varaformaður LEB hamast í 300.000 þá hækkar ellilífeyrir ekki upp í 300.000. Hann er einfaldlega 239.484 krónur og ekki krónu meira.
Væri ekki flott að taka inn í dæmið til dæmis bílastyrk sem hægt er að sækja um.
Ég nenni ekki að æsa mig mikið svona í morgunsárið í kulda og trekki en heimilisuppbót, þessi félagslega aðstoð, er krónur 60.516.
Ellilífeyrir er 239.484 og ef bætt er við félagslegri uppbót krónum 60.516 kemur út 300.000. Þessi bévaðans tala sem þeir sem eru í forystu fyrir samtök eldri borgara halda í heimsku sinni að séu ellilaun.
Nú vona ég að Guðmundur Ingi leggist á sveif með mér og breyti umræðunni þannig að farið verði að tala um réttar tölur þegar vitnað er um hin dásamlegu eftirlaun.
239.484 fyrir skatt. Það eru ellilaun frá TR.
Er eitthvað erfitt að skilja þetta?
Mér finnst þetta einfalt.
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: