Eru eftirlaun ÖLMUSA?

21.apríl 2018
Góðan daginn kæri lesandi.

Þar sem ég bý ekki á Íslandi eru íslenskar hefðir ekki efst í huga mér og við hér í Penela höldum til dæmis ekki upp á sumardaginn fyrsta í apríl. Sumardagurinn hjá okkur er ekki fyrr en í júní, núna er bara vor hérna.

Ég held að það sé þó nauðsynlegt fyrir mig að óska íslenskum lesendum til hamingju með sumarið og vona að það verði öllum farsælt.

Fólk gerir sér líklega ekki grein fyrir því hvað ég er EKKI lengur bundin af því sem er íslenskt. Ég er þó alls ekki að gera lítið úr því, ekki misskilja mig.

Mér var boðið að setja like við “MANNLÍF”,
Hvers vegna ætti ég að vera að lesa þetta blað´? Ég hef ekki minnsta áhuga á því sem þar er verið að skrifa um, sýnist mér, eftir að hafa skoðað það sem er í nýjasta blaði.
Ég hef reyndar aldrei haft áhuga á svona blöðum.

Jæja, þó svo að góð vinkona af Facebook sjái um blaðið þá ætla ég að láta það ógert að líka það. Ég hef ekki nema 24 klukkutíma í sólarhring og þarf að sinna öllu mögulegu.

Auðvitað óska ég blaðinu alls hins besta.

Jæja, þá kem ég að ástæðu þess að ég er að skrifa á íslensku. Í fyrsta lagi þá þykir mér eðlilegt að halda við málinu og geri það með skrifum hér. Í öðru lagi rennur mér blóðið til skyldunnar og finnst ég eiga að leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir bættum kjörum þeirra sem berjast í bökkum á landinu þar sem ég fæddist og eyddi 40 árum af starfsæfi minni, eða rúmlega það.

Ágætur maður setti í athugasemd hér á síðuna hjá okkur að litið væri á greiðslur frá TR sem ölmusu.

Ég hef verið að hugsa um þetta og held að það sé mikið til í þessu áliti hans. Framkoma stjórnvalda bendir til slíks. Málflutningur margra þeirra sem skrifa um þessi mál styðja þessa kenningu. Það er endalaust talað um þá sem minnst hafa.

Það eru ekki bara þeir sem minnst hafa sem sitja í súpunni.

Það eru líka við sem höfum greitt í lífeyrissjóði og sparað þar til efri áranna. Okkur er refsað fyrir sparnaðinn og við látin niðurgreiða greiðslur TR.

Svo ég tali nú ekki um þá sem svo ósvífnir hafa verið að flytja af landi brott. Þeir eru algjört TABÚ. Þeir missa heimilisuppbót sem er svo falleg rós í hnappagat fjármálaráðherra og slíkra. Eins og ég hef sagt hundrað sinnum er heimilisuppbót ekki partur af ellilífeyri. Hún er félagsleg aðstoð og ekkert annað. Slíkt telst ekki til eftirlauna.

Formaður FEB og LEB og fleiri skríbentar halda kyrfilega kjafti um svona smámuni.

Svo eru það átthagafjötrarnir.
Þú skalt ekki láta þig dreyma um að flytja til Japan, Indlands, Kína, Ástralíu, Thailands og fleiri landa sem ekki teljast til EES eða Bandaríkjanna eða Canada.

Nei, þú átt ekki val, ef þú ætlar að halda eftirlaunum frá TR. Sem urðu jú til vegna þess að þú borgaðir skatta til þjóðfélagsins.

Ég missti andlitið þegar ég las að frú Forsætis ætlaði að láta skoða nákvæmlega kerfi Almannatrygginga.

Ný lög árið 2016 voru afkvæmi 10 ára skoðunnar!

Hvar hefur frú forsætis alið manninn?

Áfram held ég að andskotast í málefnum þeirra sem lepja dauðann úr skel á Íslandi. Ég hef ekki mikla trú á því að það beri einhvern árangur og allavega verður ekki skrifuð um þá baráttu glansgrein í MANNLÍF, það er ég nokkuð sannfærð um.

Ölmusa eða ekki, þá eigum við rétt á að geta lifað mannsæmandi lífi jafnvel þó við séum það ósvífin að verða meira en 67 ára venjulegt fólk.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: