Eldar loga á Íslandi

24.apríl 2018
Góðan daginn kæri lesandi.
Þá er vor hér í Penela. 27 stig í gær og líklega annað eins í dag. Á morgun kólnar og á fimmtudag er aftur orðið brrrrr kalt.
Þó er ljós í myrkrinu að hafa fengið viku þar sem sólin skín og vermir vangana og forsmekkur á sumarið, sem kemur í júní, vekur von. Ég sá einhvers staðar á portúgölskum miðli að búist væri við enn meiri eldum þetta sumar en í fyrra. Vonandi rætist sú spá ekki því nú er verið að hreinsa um allt meginlandið brunarústir frá síðasta sumri og hausti. Það er ekki spurning að veðurfar í landinu mun verða allt annað í sumar. Þúsundir hektara sem voru skógi vaxnir á síðasta ári eru nú nakin eyðimörk. 100 metra radíus frá húsum á að vera auður samkvæmt nýjum lögum um trjágróður.
Margir af útlendingum sem hafa sest að hér, bretar og hollendingar, hafa byggt hús sín úti í skógi til þess að þurfa ekki að vera með innfædda í næsta nágrenni. Ég hef ekki séð mikið frá útlendinga commúnunum um þessi mál en það á ábyggilega eftir að heyrast frá þeim í sumar þegar eldar fara að loga.

Eldar loga ekki bara með ógnarmætti eyðileggingar hér í landi. Þeir loga á Íslandi og eyra engu. Ríkisstjórn sem nú hefur sýnt sitt hárrétta andlit með VG Katrínu í farabroddi. Nú á að kremja niður alla tilburði til þess að almenningur fái að njóta góðærisins.
Nú á að sjá til þess að lágmarkslaun og skattpíning éti upp börnin sín, rétt eins og skógareldar éta upp aldagömul tré. Ríkisstjórnin kremur öryrkja undir fæti og heldur áfram að svíkja loforð sem auðvitað var aldrei neitt að marka.

Krónu á móti krónu skerðingu hjá öryrkjum á ekki að afnema, alla vega ekki næstu mánuðina og líklega ekki á meðan þessi ógnar stjórn er við völd.

Áfram eiga láglaunastéttir að greiða hæstu skattana á Íslandi.

Áfram eiga öryrkjar, fátækt fólk, barnafólk, 70 prósent eldri borgara og láglaunastéttir, að borga undir rassinn á auðmönnum sem taka sér laun eins og þeir búi í spilltustu Afríku.

Enn og aftur kemur í ljós að FEB og LEB og Grái herinn eru gjörsamlega grútmáttlaus og hafa engann áhuga á 70 prósentunum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þessi vita gagnslausu samtök ætla nú að setjast á fund með pólitíkusum í Reykjavík af því að það eru að koma kosningar.

Grái herinn getur ekki einu sinni séð sóma sinn í því að vera ekki að birta greinar sem eru fullar af staðreynda villum. Nei, herinn er upptekinn við eitthvað allt annað og svo segir hann ef gerð er athugasemd að greinin hafi birst einhvers staðar opinberlega.

Líklegt þætti mér að herinn eða sá eða þeir sem halda úti síðu hersins séu kannski ekki endilega með allar staðreyndir á hreinu og gleypi bara hrátt það sem einhver pótintáti skrifar.

Hvað er svo hægt að gera í málinu?

30 prósent af eldri borgurum gætu hugsanlega enn einu sinni kosið Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju? Jú, líklega eru þessi 30 prósent vel stæð og hafa nákvæmlega enga tilfinningu fyrir því hvernig það er að lifa á lágmarkslaunum.

Ég veit ekki hvort stjórnarandstaða væri eitthvað betri.

Við sjáum jú hvernig VG trúlofaðist fyrir kosningar leynilega Sjálfstæðisflokki og Framsókn og er nú kominn í eina sæng með íhaldinu og ljómar eins og sólin. Viðbjóðurinn á sér engin takmkörk.

Flokkur fólksins mundi án efa ganga í sæng með íhaldinu og koma þeim til valda enn eina ferðina. Framsókn væri auðvitað til í að halda hjónabandinu áfram. VG þurrkast vonandi út í næstu kosningum því aðra eins svikara hef ég ekki séð í áratugi. Viðreisn gæti vel gengið í sængina líka, það er jú ýmislegt hægt að láta sig hafa fyrir fallega stóla og góð laun.

Maður fyllist vonleysi þegar horft er upp á eldana sem geysa á Íslandi og ekkert virðist geta slökkt.

Hér í landinu mínu eru þó slökkvilið sem ráða niðurlögum eldanna.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: