Eftirlaun frá TR falla niður ef þú býrð utan EES og ekki í USA eða Kanada? Er það ekki einkennilegt?

17.apríl 2018
Góðan daginn kæru lesendur.
Það kom fyrirspurn hérna á síðuna okkar “Milli lífs og dauða” fyrir nokkru varðandi greiðslur TR til þeirra sem búa á Tailandi.
Ég fór að velta þessu máli alvarlega fyrir mér og hafði samband við TR og Lífeyrissjóðinn minn, sem er VR.
Búi eftirlaunaþegi utan EES og ekki í Bandaríkjunum eða Kanada missir hann rétt til eftirlauna frá TR.
Réttindi til greiðslna frá Lífeyrissjóði falla hins vegar ekki niður, það eru réttindi sem fylgja einstaklingi hvar svo sem hann býr.
Mér finnst þetta einkennilegt.
Hafi ég greitt skatta og skyldur alla mína stafsæfi á Íslandi og taki svo ákvörðun um að eyða síðasta hluta ævinnar utan EES og ekki í Bandaríkjunum eða Kanada, missi ég réttindi mín til eftirlauna hjá TR.
Hvað veldur þessu?
Hver ákvað að þetta ætti að vera svona?
Mér finnst þetta mjög einkennilegt svo ekki sé meira sagt.
Getur einhver svarað þessu?
Fólki á eftirlaunaaldri gæti dottið í hug að flytja til Thailands eða Kína eða Ástralíu eða guð veit hvað. Það er ódýrara að lifa í þessum löndum og veðráttan er hlý og notaleg, sem margir sækjast eftir þegar á efri ár er komið.
Ég veit að það hafa verið gerðir samningar á milli EES landa og Kanada og Bandaríkjanna og Íslands. Ekki svara mér þannig.
Mig þyrstir í vitneskju um hvers vegna þarf að fella niður áunnin réttindi bara vegna búsetu? Ég er ekki að tala um félagslega aðstoð, ég er að tala um ellilífeyri, sem by the way er núna kr.239,484 fyrir skatt og eftir skatt 204.914 krónur. Rétt aðeins fyrir fjármálaráðherra ef svo ótrúlega vildi til að hann læsi þetta einhversstaðar. 300.000 krónur eru tilbúin tala sem ráðherranum hentar að veifa framan í almenning.
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

3 thoughts on “Eftirlaun frá TR falla niður ef þú býrð utan EES og ekki í USA eða Kanada? Er það ekki einkennilegt?”

  1. Af hverju má fólk ekki ráða hvar það býr þegar það er hætt að vinna. Þetta er mjög einkennilegt. Leifar af átthagafjötrum? Þú býrð bara þar sem okkur þóknast annars færðu ekki neitt!

    Liked by 1 person

  2. Góðar ábendingar Huldu.En Spánn er í EES og því eiga greiðslur að haldast á Spáni.En mér finnst undarlegt,að þetta skuli falla niður á Thalandi,í Kína og víðar. En til þess að greiðslur haldist í Kína og víðar þarf sérstakansamning um málið. Kær kveðja

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: