Formaður FEB fer á kostum ! og ég ekkert nema vanþakklætið !

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur.

Hér ligg ég í rúminu fárveik af flensu og opna facebook eins og hálfviti.

Auðvitað á ég að láta þjóðfélagsumræðu í friði á svona dögum og einbeita mér að því að ná bata og hætta að hósta og vera illt í hálsinu og höfðinu.

Ellert formaður FEB sá til þess að ég er nú sest við tölvuna mína, áður en ég leggst aftur fyrir.

Ég beið eftir páskahugleiðingu formannsins en hún kom ekki. Mikið var ég fegin að þurfa ekki að þjást undir bullinu og fagurgalanum.

Í gær var svo hugleiðingin, þessi yndislega fallega hugleiðing frá manni sem á að vera að berjast af krafti fyrir bættum kjörum eldri borgara sem tilheyra millistétt og lágstétt þjóðfélgsins.

Af veikum mætti varð ég fjúkandi reið og stóð upp úr rúminu, í bili.

Formaðurinn er sérfræðingur í að blab la blab la blab la út og suður.

Hvað ætli hann hafi í laun á mánuði?

Hvernig húsi ætli hann búi í?

Hvað ætli sé í matinn hjá honum?

Hvað fer hann oft í leikhús, bíó, á tónleika og fleira sem telst til skemmtunnar?

Hvað fer hann oft til útlanda á ári?

Hvað fer hann oft í ferðalög um landið á ári?

Ég gæti haldið áfram að spyrja svona en auðvitað kemur mér þetta ekkert við. Mér datt þetta í hug þegar ég las bullið og var að reyna að skilja af hverju maðurinn talar eins og hann gerir.

Hér er dæmi um það skásta að mínu mati í langri hugvekju formanns félagsskapar sem er með 11.500 félagsmenn, handónýta stjórn sem sjaldan lætur frá sér heyra og nú síðast framkvæmdastjóra sem stendur gleiður og ræðir um skemmtiferðir í þætti sem virðist vera fyrir koníak og kökur:

“Í byrjun þessa árs, strax í janúar, var farið fram á það við nýja ríkisstjórn, að skipa starfshóp til að rýna og laga, það greiðslukerfi sem nú er notað. Og hækka lífeyri og laun hjá þeim sem minnst hafa. Í byrjun marsmánaðar s.l. var samþykkt að hefja þá umræðu og vinnu. Blessuð sé sú ákvörðun. En svo hvað? Ekkert. Engin nefnd, enginn umræða. Og tíminn líður. Kannske hefur ríkisstjórnin verið upptekin með fjármálaáætlun til framtíðar, 2025 og nú hefur verið kynnt. Þar eiga milljarðar að fara í hitt og þetta, sem ég geri ekki lítið úr. En hvergi sé ég eina einustu krónu sem á fara í vasa eldri borgara. Hefur það gleymst eða er það talið svo lítið að það taki ekki að nefna það? Við vorum ekki að biðja um neitt fyrir árið 2025, heldur strax.”

Formaðurinn lýsti yfir sigri ekki fyrir löngu. Sigurinn fólst í því að hann hafði komi því í gegn að svæfa málið í nefnd, af því orð eru jú til alls fyrst eins og svo vinsælt er hjá manninum.

Blessuð sé sú ákvörðun, segir formaðurinn.

Bölvuð sé sú ákvörðun, segi ég.

Formaður FEB er eins og ég hef oft sagt áður staddur einhvers staðar úti í geymi. Hann hefur ekki nokkurn skilning á hvernig alvöru barátta er háð.

Hann talar út og suður og kannski á ég að vera þakklát fyrir að ekki skuli fleiri stjórnarmenn FEB halda uppi SAMRÆÐUM á Facebook.

Ein undantekning er þó á stjórn FEB. Þar er einn maður sem segir hlutina eins og þeir eru og skefur ekkert utan af þeim. Ég velti fyrir mér hvort eitthvað sé hlustað á hann. Allavega hefur formaðurinn ekki tekið sér nýja stjórnarmanninn til fyrirmyndar í skrifum sínum.

Nei formaður FEB er enn við sama heygarðshornið. Hann er enn jafn hættulegur baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara og hann var á síðasta ári, að mínu áliti.

Ég þakka guði fyrir þegar formaðurinn lætur vera að stæra sig af SIGRUM sem hann hefur unnið í baráttunni.

Hann hefur ekki unnið neitt.

Hann hefur gert okkur hlægileg í augum ríkisstjórnar og ætti að hafa skömm fyrir.

Ríkisstjórnin veit sem er að barátta FEB er bara fyrir þá vel stæðu en ekki fyrir okkur “ÓLÆSU AUMINGJANA”

Angar FEB á Facebook halda að sjálfsögðu ekki vatni yfir fallegu skrifum formannsins og birta þau á Gráa hers síðunni og Lifðu Núna og kæmi mér ekki á óvart að hann fengi inni á LEB síðunni.

Hræsnin lætur ekki að sér hæða en hún fæðir ekki okkur sem þurfum á bættum kjörum að halda. Við etum ekki hræsnina og hún skýlir okkur ekki fyrir vatni og vindum. Að hugsa sér að svona apparat skuli vera í forsvari fyrir þig og mig, þetta venjulega fólk, sem margt lepur dauðann úr skel.

Bla blab la blab la blab la blab la bla fæðir okkur ekki eða klæðir.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: