Facebook síða mín “Milli lífs og dauða”

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur.

Ég er enn hoppandi reið yfir ósómanum í fjármálaráðherra og hvernig hann ræðst á okkur eftirlaunaþega.

Það fauk svo í mig í morgun þegar ég var að hugleiða hvað væri hægt að gera að ég deildi póstinum mínum, frá því í gær, út og suður.

Ég veit ekkert hvort einhver les eða hvað gerist. Égt verð að reyna eitthvað.

Fólk talar stundum um að ekki séu nægilega mikil skoðanaskipti á þessari síðu. Það er alveg rétt að þau mættu vera meiri og til þess að prófa setti ég upp grúppuna sem tengist þessari síðu.

Þegar ég ákvað í byrjun að halda svona síðu úti var ég að hugsa um okkur sem hafa flúið landið til þess einfaldlega að lifa af, þegar við værum komin á eftirlaun. Einnig var ég með í huga öryrkja sem af sömu ástæðu voru farin frá landinu.

Ég hafði rekið mig á að oft vantaði upplýsingar fyrir þessa hópa og fannst mér vert að prófa hvort svona síða bæri árangur.

Nafnið kom frá ágætum lesanda mínum og leist mér strax vel á það. Það er einfaldlega þannig að þeir sem flýja landið á þessum aldri eru að velja á milli lífs eða dauða.

Ég hélt um tíma úti bloggi á MBL. en hætti því og fór yfir á WordPress. Mér fannst nóg að skrifa um málefni hópanna á þessa síðu og vildi geta slakað á og snúið mér að erlendu vinum mínum og bloggað á ensku um allt annað en málefni fátæks fólks á Íslandi.

Nú hef ég tekið upp þann sið að birta það sem ég skrifa hér líka á blogginu mínu, einfaldlega til þess að það komi á hina eiginlegu Facebook síðu mína og nái þar með kannski til fleiri.

Baráttan hefur breyst og snýr nú meira að öllum fátækum á Íslandi. Svona þróaðist þetta hjá mér og ómögulegt að segja hvað gerist í framtíðinni.

Oft hef ég fyllst vonleysi og hugsað að þetta sé vonlaus barátta hjá mér og að ég ætti að hugsa um sjálfa mig og láta aðra berjast á Íslandi. Þegar vonleysi hefur birst hefur ætíð einhver haft samband áður en ég tók ákvörðun um að gefast upp. Einhver sem þakkaði mér fyrir eða sagði mér sögu sína eða bara lét í ljós vonleysi SITT.

Ég ákvað löngu áður en ég komst á eftirlaunaaldur að yfirgefa ísland. Ég vildi ekki verða gömul og þurfa að lepja dauðann úr skel. Það var mitt gæfuspor. Nú bý ég í Portúgal og er það endastöðin mín. Ég fæ greitt frá TR 182 þúsund á mánuði fyrir skatt og 149 þúsund frá Lifeyrisjsóði fyrir skatt. Lífeyrissjóðurinn greiðir niður það sem ég fæ frá TR. Þar sem ég bý erlendis fæ ég ekki heimilisuppbót því allar félagslegar bætur falla niður þegar flúið er frá einu af ríkasta landi heimsins.

Venjulega er ég ekki að flíka því hverjar tekjur mínar eru en geri þessa undantekningu núna. Ég kemst vel af í nýja landinu mínu. Ég stend ekki í þessari baráttu af því að ég lepji dauðann úr skel. Langt frá því. Ég stend í þessari baráttu vegna þess að margt af eldra fólki og margir þeirra sem eru fátækir á Íslandi hafa hreinlega ekki orku eða þor til þess að láta heyra í sér.

Ég hef þennann kjark og finnst mér renna blóðið til skyldunnar.

Hversu margir taka þátt í umræðunni hér er ekki aðalmálið. Aðalmálið er að fólk sjái að það er kannski von og einhverjir sem láta sig hag ALLRA skipta en ekki bara sumra. Ég er þakklát fyrir persónulegu skilaboðin sem ég fæ og þau ylja mér um hjartaræturnar. Stundum fæ ég andstyggileg skilaboð sem jaðra við einelti. Þau læt ég vera og eyði þeim og blokka sendanda. Það er einfaldlega þannig að þeir sem láta í sér heyra á opinberum vettvangi mega búast við öllu. Það er svo undir hverjum og einum komið hvað hann eða hún kýs að taka inn á sig.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: