Ég er fjúkandi ill !

6.apríl 2018
Það er kominn miður dagur og rignir eins og ég veit ekki hvað hér í Penela. Ég held að englarnir þurfi að koma sér í frí og hætta þessu endalausa þrifnaðaræði þar sem þeir skrúbba allt og skúra með rigningu sem er grimmari en hefur þekkst hér í landi.

Í svona veðri á maður auðvitað að vera undir teppi með góða bók og heitt súkkulaði í bolla.

Ég var svo heimsk að skoða Facebook áður en ég bjó til súkkulaðið og breiddi yfir mig teppi og nú er ég FJÚKANDI ILL.

Hvað er eiginlega að fólki?

Hvernig getur nokkur maður talað um félagslegar uppbætur sem grunnlífeyri?

Upphæð eftirlauna frá TR eru kr. 239.484 og ekki krónu meira í janúar árið 2018.
Það þýðir ekkert að röfla um 60 þúsund krónu heimilisuppbót. Hún er ekki lífeyrir. Hún er félagsleg aðstoð, rétt eins og bílastyrkur, húsaleigubætur, afsláttur í sundlaugar og strætó og allt mögulegt annað.

Bjarni Ben lýgur eins og honum einum er lagið þegar hann heldur því fram að eftirlaun frá TR séu 300.000.

Hvað er eiginlega að ykkur sem takið undir þetta andskotans rugl í manninum?

Haldið þið að eitthvað batni með því að spila með lýginni og stappa niður fótum og segja VÍST ERU ÞETTA 300.000 Á MÁNUÐI?

Þið þurfið ekkert að trúa mér.
Þið getið hringt í TR eða farið inn á reiknivél TR og séð þetta svart á hvítu:
Ellilífeyrir er í janúar 2018 kr. 239.484 og ekki eyrir fram yfir það.

Í nýrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir því að kerfi TR sem varðar öryrkja verði lagfært og einfaldað. Það er gott mál. Kerfið hjá öryrkjum er svo flókið að heimskingi eins og fjármálaráðherra, núverandi, sem er ólæs á tölur, getur hvorki botnað upp né niður í því rugli öllu.

Ef þið haldið að BB sé að laga kerfið fyrir þá sem lægst hafa launin eða fyrir barnafólk, hvað þá fyrir þá sem eru í þeirri stöðu að þurfa að fá greitt frá TR, þá vaðið þið í villu.
BB og ríkisstjórnin eru að lagfæra kerfið fyrir hina hæst launuðu og best stæðu í þjóðfélaginu. Þeim er skítsama um okkur sem erum undir meðallagi.

!% skattalækkun er ekki fyrir hina lægst launuðu.
Vitiði ekki að prósentuhækkanir eða lækkanir koma sér ALLTAF BEST FYRIR HINA BETUR STÆÐU? ALLTAF.

Þetta veit og skilur fólk sem er með tölulegt læsi. Þeir sem ekki hafa það ljúga út og suður og treysta því að hinir vitleysingarnir taki upp varnir fyrir viðbjóðslegan málstað.
Að fjármálaráðherra skuli voga sér að brigsla mér og mínum hóp um heimsku og ólæsi er óforskammað og ætti þessi maður ekki að láta sjá sig á almnnafæri.

Ég er ofsalega reið.

Ég er svo reið að ég finn ekki fyrir sársauka þó fjármálaráðherra geri grín að mér og mínum líkum og hlæji að okkur.

Ég er bara reið.

Hvar er Grái herinn?
Hefur hann enga skoðun og birtir bara fréttir frá fjölmiðlum.

Hvar er FEB? Félagsskírteini, ferðir erlendis, dansiböll eru á síðu FEB núna.

Hvar er LEB?
Heyrist ekkert frá þeim, af hverju?

Ég hvet fólk til þess að skoða síðu LEB. Formaður þeirra samtaka er fyrrverandi formaður FEB og ekki var baráttan upp á marga fiska hjá þeirri frú.

Er formaður FEB kominn til útlanda eins og Helgi P sem laumaði sér úr landi hægt og hljótt?

Nýr þáttur á vegum FEB er ágætis dæmi um hvaða áherslur eru þar efst á baugi, já lífið er list, hahh! Utanlandsferðir og koníaksdrykkja efst á baugi.

Hvar er Flokkur Fólksins núna? Af hverju mótmælir hann ekki hátt lygi fjármálaráðherra? Eru þingmennirnir uppteknir við að ræða úrsögn úr EES?

Spillingarsukkið á Alþingi er svo yfirgengilegt að maður fyrirverður sig fyrir að tilheyra þessari þjóð. Þingmaður Pírata sem hefur verið ötull við að fletta ofan af viðbjóðnum þarf að verja gjörðir sínar.

Er Logi virkilega eini þingmaðurinn sem skilur að 1% skattalækkun kemur lægsta hópnum ekki til góða og að prósentulækkun komi honum og öðrum hátekjumönnum og konum best? Eða er hann kannski bara eini þingmaðurinn sem þorir að viðurkenna staðreyndina.
Forsætisráðherra er sakleysið uppmálað á myndum á sama tíma og hún svíkur öll kosningalofrð rétt eins og að drekka vatn.

Ríkisstjórnina frá, segir fólk.

Jæja, og hvað ætlar þetta fólk svo að kjósa?

Allir flokkar sem hafa farið í samstarf með þeim bláa hafa tapað og hinn himinblái komist áfram til valda. Heldur fólk virkilega að eitthvað breytist núna?

Áætlunin sem var lögð fram núna er copy og paste frá fyrri ríkisstjórn.

Hvað er eiginlega að þjóðinni?

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: