Sólbrúnir sólarfarar eta saltfisk

  1. apríl 2018

Góðan daginn kæru lesendur Ég veit ekki hvort ég hef minnst á það áður að það er rigning í Penela! Það rignir endalaust og ég er að hamast við að vera jákvæð ásamt öllum vinum mínum og fólkinu sem býr hérna.

Í gær sá ég myndir frá einni úr VG þar sem hún sólaði sig í Portúgal! Já, sólaði sig. Hvar er það? Jú, auðvitað í Algarve. Veðrið þar er allt annað en hér uppi á meginlandinu. Algarve er bara fyrir ferðamenn og þá sem vinna við ferðaþjónustuna, en veðrið er gott alla vega á þessum árstíma og frú VG unir sér vel og etur íslenskan saltfisk!

Hún heldur að fiskurinn sé íslenskur.

Hér kostar kíló af íslenskum saltfisk tæpar 18 evrur en sá norski ekki nema rúmlega 8. Dettur einhverjum í hug að veitingahús séu að selja ódýran mat og kaupa fokdýran fisk frá Íslandi? Ég bara spyr. Frúin, sem talaði af svo miklum þunga um að fátækt þyrfti að útrýma er nú í páskafríi og er það fínt. Auðvitað þarf þetta fólk að hvíla sig. Skárra væri það nú.

Mér finnst þó að þegar komið er úr saltfiskátinu og sólinni ætti að vera fyrsta verk VG og hinnar sólbrúnu frúar að hækka greiðslur frá TR til eftirlaunaþega og öryrkja. Hún, frúin og VG ættu að láta þetta renna ljúflega í gegnum þingið og allir sólbrúnir þingmenn hljóta að samþykkja eins og skot.

Hjá mér er ískalt, rigning og vosbúð en ég bý ekki í Algarve. Ég bý í hinu raunverulega Portúgal og hér er vorið ekki komið, ekki enn.

Ég læt það fara í taugarnar á mér þegar ég horfi á snjó í fjöllum að fólk í sólbaði sé að segja mér frá hvernig veðrið sé hér í landinu.

Jæja, sólbrúnu þingmenn og sólarfarar. Nú er rétti tíminn til þess að hysja upp um sig buxurnar og fara í almennileg föt og bretta upp ermar og taka til í loforðabunkanum. Henda út sviknu loforðunum, þau eru bara ógeð, og taka inn framkvæmdir.

Framkvæmdir eru flottar. Þær geta til dæmis orðið þess valdandi að allir, ÞIÐ VITIÐ, sko ALLIR, eigi í sig og á ALLA daga mánaðarins.

Svona framkvæmdir eru svo ægilega góðar fyrir sólbrúnar sálir.

Svo er auðvitað ágætt að hækka upphæðir lægstu launa í landinu og hætta að andskotast í því að hagsældin sé svo MIKIL að ekki sé hægt að rugga þeim bát og hækka lág laun í landinu.

Ég vona að sólarfararnir, þessir brosandi, þykku og bústnu, hafi munað eftir vörninni og komi ekki skaðbrenndir til starfa að nýju. Það væri nú alveg voðalegt ofan á allt saltfisk átið.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: