Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna eru aðgengilegar á vef Alþingis

3. apríl 2018
Góðan daginn
Tölvan mín var einhverju flippi fyrr í morgun svo nú er ég búin að deila því sem ég ætlaði í bili. Ég tók upplýsingar um 4 þingmenn og deildi þeim á facebook síðu mina.

Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna sem birtast nú á vef Alþingis eru það sem ég hef deilt í morgunsárið.

Spurningar sem vakna hjá mér eru meðal annars þessar:

Hvers vegna á Alþingi að greiða formönnum stjórnmálaflokka álag fyrir að vera formenn? Getur ekki hver flokkur greitt sínum formanni? Allir flokkar fá ríflegt framlag frá ríkinu.

Þegar skoðað er skjalið af vef alþingis sýnist mér að einhverjir viti ekki alveg hvar þeir búa? Getur það verið? Er mönnum farið að förlast eða er þetta bara Steingríms plott ? eða Sigmundar plott?

Annað sem ég rak augun í er að laun ráðherra er ansi lítil miðað við marga aðra þingmenn.
Af hverju?
Jú, það er skýring á því. Kostnaður annar en föst laun er greiddur af viðkomandi ráðuneytum.
Hvað eru það háar tölur?

Að lokum er þetta:
Ekki eru öll kurl komin til grafar þó þetta framlag upplýsinga sé hið besta mál.

Við skulum líka hafa í huga að kjararáð semur ekki um sérgreiðslur. Þær eru skammtaðar, ríflega, af alþingismönnum sjálfum. Forsætisnefnd ákveður sporslurnar.

Auðvitað eru ein milljón engin ægileg laun miðað við forstjóra úti í bæ. Hins vegar verður þessi eina milljón nokkuð drjúg þegar allt sem skammtað er í kringum milljónina bætist við.

Hvernig er með kaffistofu á alþingi? hver borgar fyrir kaffið og matinn sem þar er látin í té? Er ekki mötuneyti líka starfandi?

Fleira mætti taka til
Hvað með aukastörf framhjá störfum alþingis? Ég sá ekki betur en Páll Magnússon væri að fara að gera eitthvað í sjónvarpi? Hefur hann ekki nóg að gera sem þingmaður?

Er þingmanns starfið kannski bara 50 % starf og óþarfi að vera að greiða fyrir fullt starf?

Og ekki má gleyma skattfrelsinu sem hægt er að nýta sér svo um munar.

Já, það er ekki sama Jón og Séra Jón

Auðvitað er ég eftirlaunaþegi sem á að halda kjafti og ekki láta mér detta í hug að fetta fingur út í laun og hlunnindi 63ja þingmanna og fjölda aðstoðarmanna, á sama tíma og svo naumt er skammtaður ellilífeyrir og örörkubætur að ekki er hægt að komast af. Og alls ekki að hækka laun í landinu hjá þeim lægst launuðu.

Nei, ekki sjá til þess að ALLIR geti lifað dag frá degi á forríku Íslandi. Það er bara fyrir SUMA.

Ég hvet alla til þess að fara inn á vef Alþingis og skoða laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Upplýsingarnar sem eru þar núna eru fyrir janúar og febrúar 2018. Eingöngu eru þarna upplýsignar um greiðslur frá Alþingi. Ráherrar frá eins og ég sagði fyrr launagreiðslur frá viðkomandi ráðuneyti.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: