Aukagreiðslur er ágæt búbót

 

2.apríl 2018
Góðan daginn
Hér að neðan eru áhugaverðar upplýsingar teknar af vef Alþingis í morgun.
Ég hvet fólk til þess að lesa þetta og jafnframt að fara inn á vef þingsins og skoða allt sem hægt er að sjá þar.

Launin, þ.e. föstu launin, segja ekki nema hálfa söguna.
Allar uppbætur og niðurgreiðslur og viðbótargreiðslur og endurgreiðslur eru auðvitað til þess að auka tekjur þingmanna. Það er nokkuð gott að hafa ágætislaun og síðan að fá í ofanálag kostnað við skrifstofuhald, ferðakostnað, húsnæðiskostnað og ýmislegt SMÁVEGIS í viðbót.

EKKI AÐ UNDRA AÐ SUMUM ÞINGMÖNNUM FINNIST FÓLK EINS OG ÉG FULL AF ÖFUND OG SKÍTKASTI ÞEGAR VIÐ ERUM AÐ FARA OFAN Í SAUMANA Á ÞVÍ HVAÐ RAUNVERULEGA ER GREITT FYRIR ÞINGSETU.

Á SAMA TÍMA OG EFTIRLAUN, ÖRORKUBÆTUR OG LÁGMARKSLAUN Í LANDINU ERU UNDIR OPINBERUM FRAMFÆRSLUVIÐMIÐUM, HELD ÉG ÁFRAM AÐ ANDSKOTAST Í ÞESSUM TÖLUM ALÞINGISMANNA OG ÞEIRRA ATHÖFNUM EÐA ATHAFNALEYSI.

“Skattskylda
Að frátöldu þingfararkaupi og starfskostnaði eru allar greiðslur til þingmanna fyrir kostnaði sem hlýst af þingsetu undanskildar tekjuskatti. Ef útgjöld, sem tengjast starfskostnaði, eru studd reikningum koma þau til lækkunar á skattstofni.

Biðlaun
Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, sem frá 30. október 2016 eru 1.101.194 kr. á mánuði, og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.

Ferðakostnaður innan lands
Auk fastrar greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi eiga þingmenn rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis á eigin bifreið, bílaleigubíl, eða með almenningsfarartækjum. Sérstakt ákvæði er um þingmenn sem búa utan Reykjavíkur og aka daglega til og frá vinnustað. Samanber reglur um þingfararkostnað.

Starfskostnaður.
Alþingismaður á rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi hans gegn framvísun reikninga. Hámark slíkrar greiðslu er [480.000] kr. á ári hverju.
Alþingismaður getur einnig valið að fá greiddan starfskostnað sem fasta mánaðarlega fjárhæð, [40.000 kr.], og þá dregst staðgreiðsla af fjárhæðinni. Ef þingmaður fær fasta mánaðarlega greiðslu getur hann framvísað reikningum fyrir greiddum starfskostnaði og koma samþykktir reikningar þá til lækkunar á skattstofni við næstu mánaðarútborgun starfskostnaðar. Ef fjárhæðin er hærri en sem nemur mánaðarlegum starfskostnaði kemur mismunurinn til lækkunar í næsta mánuði eða á næstu mánuðum þar á eftir.
Reikningar þurfa að berast skrifstofu fyrir 20. hvers mánaðar ef taka á tillit til þeirra við næstu útborgun starfskostnaðar.

Eftirfarandi kostnaður alþingismanns skal endurgreiddur:
1. Fundir, ráðstefnur, námskeið o.fl.:
a. Fundir sem alþingismaður stendur fyrir (fundaraðstaða, auglýsingar, kaffi og meðlæti).
b. Fundir, ráðstefnur, námskeið og fyrirlestrar sem alþingismaður sækir vegna starfa sinna og hann þarf að greiða fyrir (fundar , námskeiðs eða ráðstefnugjöld).
c. Ráðstefnur, fundir og námskeið er þingmaður sækir erlendis (ferðakostnaður, þátttökugjald) enda hafi kostnaðaráætlun áður verið kynnt skrifstofunni og hún samþykkt hana.
2. Bækur, fréttablöð, tímarit og ritföng:
a. Fagbækur, fréttablöð og tímarit sem þingmaður kaupir vegna starfs síns.
b. Ritföng til nota utan skrifstofunnar.
3. Póstburðargjöld og sími:
a. Póstburðargjöld fyrir útsendingar ef þingmaður kýs að nota ekki póstþjónustu skrifstofunnar.
b. Símakostnaður í tengslum við sérstök starfstengd verkefni sem Alþingi greiðir ekki.
4. Móttaka gesta, blóm og gjafir:
Móttaka gesta, blóm og gjafir í tengslum við starf alþingismanns. Tilefni útgjalda þarf að vera umfram það sem telja má til almennrar venju. Að hámarki má endurgreiða [6.000 kr.] í hverri gjöf. Endurgreiðslur skulu ekki vera hærri en [25.000 kr.] á mánuði að jafnaði.
5. Leigubifreiðar:
Endurgreiða má kostnað við leigubifreiðar innan lands í tengslum við störf þingmanns.
6. Annað
a. Framlög og styrkir til stjórnmálaflokka.
b. Sérfræðiaðstoð og gerð kynningarefnis, svo og ýmis kostnaður við vinnuaðstöðu á heimili eða starfsstöð þingmanns. Hámark fyrir vinnuaðstöðu er [180.000 kr.].”

ÞAÐ ERU EKKI BARA STJÓRNARÞINGMENN SEM EKKI STANDA SIG Í ÞVÍ AÐ RÉTTA KJÖR ÞEIRRA SEM EKKI SJÁ FRAM Á AÐ LIFA AF NÆSTA DAG.

ÞAÐ ER EKKI SÍÐUR ÁBYRGÐ ÞEIRRA SEM ERU Í STJÓRNARANDSTÖÐU AÐ ÞRÝSTA Á OG GANGA Á UNDAN MEÐ GÓÐU FORDÆMI.

Gott fordæmi er það sem þjóðin þarf.
Við getum hætt að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Við getum einfaldlega farið að bera okkur saman við okkar þjóð og hafist handa við að skipta kökunni öðruvísi.

Þetta geta alþingismenn gert og eiga að gera, hvar í flokki sem þeir eru.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: