Stöndum saman

20.mars 2018

Góðan daginn kæru lesendur

Þá er komin sól hér í Penela og loksins þurrt í dag og líklega á morgun. Rigningin er góð en hvíld í einn eða 2 daga er líka fín. Kalt í morgunsárið en óskaplega fallegt og fuglarnir syngja eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég hef oft vel fyrir mér hvers vegna ekki heyrist meira í eldri borgurum en raun ber vitni.

Ég hef eiginlega alltaf komist að þeirri niðurstöðu að líklega sé það vegna þess að kjarkurinn sé á undanhaldi og ekkert við það að athuga.

Það kostar átak og áræði að standa upp og rífa sig. Alveg sama hvar það er.

Við sjáum hvernig reynt hefur verið að tala niður nýju frábæru verkalýðsforingjana okka, foringja sem þora og vilja berjast fyrir bættum kjörum allra.

Það er góð tilfinning að horfa á þessi 3 standa saman og styðja hvort annað. Þetta er tilfinning sem líklega hefur týnst í öllu gróðaæðinu hjá kökugerðar meisturum auðvaldsins.

Kakan er nefninlega upphaflega ætluð fyrir alla en er nú fyrir fáa, bara örfáa.

Ég bý ekki á Íslandi og mun aldrei koma þangað aftur eins og ég hef svo oft sagt.

Af hverju er ég þá að þenja mig endalaust hér á síðunni?

Jú, frá því að ég var mjög ung hef ég horft upp á þá sem minna hafa og verið í þeim félagsskap. Mér hefur runnið óréttlætið til rifja og nú þegar ég hef flúið land og hef það nokkuð gott get ég ekki annað en haldið áfram að hafa sömu skoðun.

ÞEIR SEM MINNA HAFA ÞURFA FÓLK TIL ÞESS AÐ BERJAST FYRIR SIG

Ég veit það að miklu fleiri en þeir sem setja like eða comment hér fylgjast með síðunni okkar og er það mjög gott mál.

Dropinn holar steininn eins og sagt er.

Við megum heldur ekki gleyma þvi að nú á tímum þar sem allt er að verða tölvuvætt er fólk sem ekki á tölvur eða smartsíma og kann ekki á þessi tæki. Þetta fólk þarf aðstoð.

FEB og Grái herinn hafa ekki verið í uppáhaldi hjá mér og þó að ég sé ekki í FEB þá er það félag sjálfskipaður talsmaður minn og minna kjara. Það veldur því að ég fylgist með því sem hægt er á FACEBOOK og ég hef mínar skoðanir.

Herinn og FEB eru auðvitað æf yfir gagnrýni minni og er það vel.

Nýlega var haldinn aðalfundur FEB.

Þar var kosin stjórn og einhverjir nýir komu þar inn. Ég vona svo innilega að þeim takist að snúa þessum félagsskap að minnsta kosti í hálfhring, ef ekki meira. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Formaðurinn virðist mér vera heillum horfinn.

Ég hef aldrei verið hrifin af formanni LEB, fyrrverandi formanni FEB. Sú kona var í forsvari fyrir verkakonur árum saman og árangurinn ekki ýkja mikill.

Ég hef hlustað á frúna undanfarin 2 ár í útvarpi og sjónvarpi og hún hefur ekki vaxið. Frekar á hinn veginn.

Ég er ekki hrædd við fólk eins og frú LEB formann. Hún og hennar fylgifiskar geta ekki gert mér neitt.

Að hlusta á ummæli hennar sem birti hér á síðunni okkar áður er eiginlega toppurinn á ísjakanum.

Hvernig getur hún leyft sér að tala endalaust niður til þeirra sem hún þiggur laun fyrir að vera í forsvari fyrir?

Þá eru það ársreikningar FEB fyrir árið 2017 sem ég ætla aðeins að minnast á.

Kostnaður við félagsstarfsemi hefur aukist á milli ára. Hann var árið 2016 kr. 23.465.665 en árið 2017 fer hann upp í kr. 28.529.305

Hvað hefur gerst?

Ég veit það ekki

Ég var ekki á aðalfundinum og gat ekki spurt

Ferðalög hafa hækkað á milli ára um tæpar 4 milljónir

Aðkeypt vinna hefur hækkað um rúm 600 þúsund

Námskeið hafa lækka um ríflega 500 þúsund

Annað félagsstarf er svipað á milli ára

Árskógar grái herinn annað félagsstarf hefur farið úr 253 þúsundum árið 2016 í kr 1.016.383

Ef þið skoðið reikningana sem hægt er á síðu FEB þá er þetta þar.

Ég furða mig á launahækkun og bifreiðastyrkja hækkun í lið 20. Samtals laun hafa ekki hækkað ýkja mikið en ef þið skoðið lið 20 þá sjáið þið hvernig eitthvað hefur færst á milli liða frá árinu 2016.

Ég er ekki að segja að það sé neitt óheiðarlegt við þessa reikninga.

Ég er einfaldlega að segja að þeir 11 þúsund félagsmenn sem borga félagsgjöld ættu að fylgjast með og sjá hvernig hreyfingar eru í þessu forríka félagi.

Hvað eru margir sem vinna á skrifstofu félagsins?

Hverjir, hvaða einstaklingar eru á launaskrá?

Hverjir fá bílastyrki?

Nú er verið að birta allt þetta varðandi alþingismenn.

Er ekki full ástæða til þess að fá slíkar upplýsingar um þá sem starfa hjá félagasamtökum eins og FEB og LEB?

 

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: